Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 ✝ Geir Kristjánssonfæddist í Reykja- vík 16. janúar 1934. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 14. ágúst sl. Foreldrar hans voru Kristín Geirsdóttir húsmóðir, f. í Múla í Biskupstungum 3.1. 1908, d. 3.11. 1990, og Kristján S. Elías- son bifvélavirki, f. á Laugalandi í Skjald- fannardal 31.5. 1899, d. 9.11. 1977. Systur Geirs eru Guðbjörg, f. 22.2. 1931, d. 23.9. 1931, Anna Guðbjörg kennari, f. 3.2. 1935, og Halldóra Elísabet kennari, f. 25.6. 1944. Geir kvæntist hinn 2.6. 1962 Önnu Gísladóttur íþróttakennara, f. í Reykjavík 25.6. 1933. For- eldrar hennar voru Guðrún Sig- og 2) Margrét, matvælafræðingur, f. 10.5. 1970, í sambúð með Hauki K. Bragasyni, f. 22.4. 1969, börn þeirra eru a) Kristófer Geir, f. 14.1. 2006, b) Helga Margrét, f. 21.8. 2007. Anna og Geir hófu búskap á Gunnarsbraut í Reykjavík en fluttu 1972 í nýbyggt hús sitt í Brúnalandi 32, þar sem þau hafa búið síðan. Geir starfaði í rúma tvo áratugi sem skrifstofumaður hjá Sameinaða gufuskipafélaginu og Eimskip og síðan við byggingu Sigölduvirkjunar. Þegar því verki lauk hóf hann störf hjá fiskverk- uninni Sæbjörgu en starfaði síðan sem byggingarverkamaður, lengst af hjá Ístaki hf. Fótboltinn átti hug hans allan, hann lék lengi í marki með Fram, varð m.a. Ís- landsmeistari árið 1962. Geir var sæmdur gullmerki Fram árið 1968. Fylgdist hann alla tíð grannt með íslenskri knattspyrnu en enski boltinn var hans ástríða. Útför Geirs fer fram frá Nes- kirkju í dag, 26. ágúst, kl. 15. urðardóttir handa- vinnukennari, f. í Reykjavík 15.7. 1905, d. 15.7. 1995, og Gísli Gestsson safnvörður frá Hæli, f. 6.5. 1907, d. 4.10. 1984. Systk- ini Önnu eru Mar- grét forvörður, f. 7.5. 1935, Sigrún lyfjafræðingur, f. 7.11. 1937, og Gest- ur, jarðfræðingur, f. 26.4. 1946. Börn Geirs og Önnu eru 1) Kristján jarðfræð- ingur, f. 25.5. 1963, kvæntur Droplaugu Guðnadóttur forstöðu- manni, f. 12.12. 1959, börn þeirra eru a) Bjarni Páll, f. 19.1. 1988, d. 15.7. 2008, b) Birkir, f. 13.10. 1989, c) Anna Björk, f. 14.10. 1989, d) sonur Droplaugar er Baldvin Eyjólfsson, f. 12.8. 1974; Um leið og ég kom inn í stofu hjá mágkonu minni og svila um daginn í tveggja ára afmæli dóttur þeirra fannst mér eitthvað vanta. Fljótlega áttaði ég mig á því hvað það var, það vantaði Geir afa. Ekki svo að skilja að hann hafi verið svo fyrirferðar- mikill að maður veitti því athygli ef hann var ekki á staðnum, þvert á móti. Hann lét yfirleitt ekki mikið fyrir sér fara en var samt einhvern veginn alltaf til staðar ef á þurfti að halda, alltaf tilbúinn, allt sjálfsagt. Ég kynntist tengdaföður mínum fyrir meira en tuttugu árum og frá fyrstu kynnum fór vel á með okkur, hann ávarpaði mig yfirleitt „tengda- dóttir góð“. Geir var ekkert alltaf auðveldur, dulur, fór sínar eigin leiðir í flestu, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og ég ekki alltaf sam- mála en það truflaði ekkert. Eitt reyndi ég þó aldrei að ræða við hann en það var fótbolti. Þau alvörumál ræddi hann aðeins við aðra sérfræð- inga, fótbolti var hans áhugamál númer eitt, hann fylgdist með ís- lenska fólboltanum en enski boltinn var hrein ástríða. Sjálfur stundaði Geir fótbolta á yngri árum, varð Ís- landsmeistari með fótboltafélaginu Fram og var handhafi gullmerkis þess félags. Kvennaknattspyrna var ekki hátt skrifuð hjá honum framan af en það var gaman að fylgjast með hvernig hann fór smám saman að veita henni athygli eftir að Anna Björk, sonardóttir hans, var komin á fulla ferð í boltanum, jafnvel farinn að mæta á leiki. Geir var af þeirri kynslóð sem tók ekki mikinn þátt í uppeldi sinna eig- in barna en barnabörnin nutu hans því meira. Í þeirra uppeldi tók hann þátt og hjálpaði til eins og hann gat, vildi allt fyrir þau gera. Sama má segja um okkur fullorðna fólkið, ef hann gat orðið að liði var hann boð- inn og búinn. Við hjónin fluttum tvisvar inn á heimili tengdaforeldra minna um tíma með börnin okkar, ekki bara að það þætti sjálfsagt mál heldur lét hann lítið fyrir sér fara, mér fannst stundum eins og hann reyndi að vera ekki fyrir okkur á sínu eigin heimili. Allir voru alltaf velkomnir í Brúnalandið hvort held- ur til lengri eða skemmri tíma. Það hús byggði hann að mestu leyti sjálfur og var ákaflega stoltur af, þótti vænt um heimili sitt og vildi að sem flestir nytu þess með honum. Í því hafa þau tengdaforeldrar mínir verið sem einn maður, heimilið stendur öllum opið. Geir var búinn að standa í ströngu undanfarin ár. Tvígreindur með krabbamein, tvær meðferðir, sár ástvinamissir sem efalaust tók sinn toll, þó lét hann á litlu bera, kvartaði ekki og bar sig vel ef hann var spurður. En við fundum þó undanfarnar vikur að hann var ekki eins og hann átti að sér. Í ljós komu veikindin enn eina ferðina og nú gerðist allt mjög hratt, líkaminn virtist ekki ráða við meira. Um leið og ég kveð Geir, tengda- föður minn, þakka ég af alhug hvað hann var mér og mínum. Droplaug. Látinn er elskulegur bróðir og mágur. Við systkinin og makar höf- um í allmörg ár tekið viku saman í sumarhúsi okkar í Borgarfirðinum. Í ár var systkinavikan í byrjun júlí. Við áttum yndislegar stundir sam- an í fögru umhverfi og góðu veðri. Það var mikið áfall fyrir okkur að sjá hvað Geir var máttfarinn og þreklaus en hann var fullviss um að hann myndi sigrast á veikindunum. Þrátt fyrir þrekleysið keyrði hann daglega niður í Borgarnes til að sækja Morgunblaðið. Veðrið var yndislegt, mikið var gengið, spjall- að og hlegið og áttum við góðar samverustundir. Við systkinin og fjölskyldur áttum frábært sumar saman. Héldum upp á 110 ára ártíð föður okkar Kristjáns S. Elíasson- ar. Einnig áttum við yndislega sam- verustund á þjóðhátíðardaginn í skírnarveislu barnabarns Önnu systur. Það er margt sem kemur upp í hugann á svona stundu og eru það góðar minningar um frábæran bróður. Árið 1956 lék hann í meist- araflokki Fram. Þegar ég var ung- lingur uppgötvaði ég að Geir bróðir væri heimsfrægur fótboltamaður á Íslandi. Það gerðist með þeim hætti að bekkjarbræður mínir sáu mig með þeim fræga markmanni í Fram og vildu fá að vita hvernig ég þekkti hann. Ég horfði undrandi á drengina og sagði að hann væri bróðir minn. Það var óborganlegt að sjá svipbrigðin á drengjunum enda allir Framarar í húð og hár. Geir var vinamargur og hafði gam- an af því að bjóða vinum sínum heim eftir góðan knattspyrnuleik. Ég svaf í stofunni heima á Njáls- inum og var oft vakin og send hálf- sofandi burt úr stofunni í herbergið hans Geirs þegar hann kom með vini sína í partí. En svona var and- inn á okkar heimili, bara léttleiki og elskulegheit. Hann var í siglingum á sínum yngri árum og kom þá með ýmisleg góðgæti sem var sjaldséð á þeim tíma á Íslandi. Ekki algengt að fá Mackintosh-sælgæti og ávexti. Það var alltaf mikil gleði- stund og hátíð í bæ á Njálsgötunni þegar stóribróðir kom heim eftir siglingar. Þegar við Daði bjuggum í Þrándheimi höfðum við ekki mikið á milli handanna eins og fleiri námsmenn. Hann sendi okkur góða peningaupphæð sem við notuðum skynsamlega og áttum við hansa- hillurnar í marga áratugi. Hann var einstaklega hjálplegur og gott að biðja hann um aðstoð. Einnig hafði hann mikla réttlætiskennd gagn- vart þeim sem minna máttu sín. Þegar hann starfaði á hálendinu var oft brotið á mönnum með yf- irvinnu og aðbúnað á vinnustað. Geir tók upp hanskann fyrir þessa menn og hafði rétt þeirra fram. Geir bróðir var myndarlegur maður, glettinn og hláturmildur og átti því láni að fagna að eiga ein- staka eiginkonu og fjölskyldu. Við Daði þökkum fyrir ævilanga vin- áttu og góðvild. Elsku Anna mágkona, Margrét, Haukur, Kristján, Dodda og barna- börn. Það er aðeins eitt ár og einn mánuður síðan Bjarni Páll barna- barn Geirs og Önnu kvaddi. Það er mikil sorg hjá ykkur að kveðja ung- an efnilegan mann í blóma lífsins og svo eiginmann og föður með svo stuttu millibili. Við sendum ykkur öllum hlýjar samúðarkveðjur. Megi Guð veita ykkur styrk, kraft og trú í sorg ykkar. Elsku bróðir og mág- ur, hvíl í friði. Halldóra og Daði. Það er erfitt að átta sig á því að hann Geir, móðurbróðir okkar, skuli vera fallinn frá. Hann var sjálfum sér líkur þegar við sáum hann síðast 17. júní, glaður og reif- ur og virtist ekkert vera á förum. Hann fór á kostum þegar við komum saman stórfjölskyldan um hvítasunnuhelgina til að minnast 110 ára afmælis Kristjáns afa okk- ar heitins. Þar rifjaði hann upp skemmtisögur af föður sínum og dró upp skýrari mynd fyrir okkur barnabörnunum um hvern mann hann afi hafði að geyma. Geir minnti um margt á Kristján afa í umgengninni við barnabörnin sín. Óskipt athygli í garð lítilla sem stórra barna. Geir bar góðan vitn- isburð gildum bernskuheimilisins og Brúnalandið var barnabörnun- um sama griðland og Njálsgatan hafði verið okkur. Ástin og virðingin sem Kristín amma og Kristján afi okkar báru hvort fyrir öðru skilaði sér vel til barnanna Geirs, Önnu og Dóru. Hjá þeim giltu sömu lífsreglur og fyrir þeim var haft. Það hefur verið okkur góð fyrirmynd að alast upp við samstöðu og samhygð systk- inanna þriggja. Þau hafa treyst böndin vel með árunum og lagt rækt við sam- bandið með systkinaferðum um landið og miðin. Þau hafa farið í ár- vissa ferð í Borgarfjörðinn til Dóru og Daða og brugðið sér saman til útlanda þegar þannig stóð á. Genf- arferðin til Sólveigar er enn í minn- um höfð. Geir var vel kvæntur. Geir og Anna Gísla hafa alla tíð verið órjúf- anleg heild í okkar uppvexti. Og gott fólk getur gott af sér. Börnin tvö, tengdabörnin og barnabörnin bera öll merki þeirra Geirs og Önnu um traust og festu, kærleik og kjark. Geir frændi okkar var hávaxinn og beinvaxinn, léttur í lund, kvikur en þrjóskur þegar þannig bar við. Hann var íþróttamaður, markmað- ur í Fram þegar fótboltinn var að festa sig í sessi hér á landi, og eft- irminnilegur þeim sem sáu hann spila. Geir var fjölskyldumaður fyrst og fremst, traustur faðir, sálufélagi Önnu Gísla og félagi barnabarnanna. Hann missti mikið þegar Bjarni Páll, elsti sonarson- urinn, lést í fyrra, en fjölskyldan öll sýndi þrautseigju sína og þor, samheldni og styrk þegar hún tókst saman á við veikindi hans. Fjölskyldusamkomur verða ekki samar, Geirs verður sárt saknað. Móðir okkar hefur misst góðan bróður. En missir Önnu, Kristjáns og Doddu, Margrétar og Hauks, og barnabarnanna er mestur. En Geir lést eins og hann lifði, í friði og sátt við Guð og menn. Hugi, Sólveig og Kristín. Geir hefur alltaf verið hluti af lífi okkar systkinanna. Frá barnsaldri og þar til við komumst á fullorðinsár bjuggum við í næsta húsi við hann í Brúnalandi. Börnin þeirra og frændsystkin okkar, Kristján og Margrét, eru á okkar aldri og vor- um við því heimagangar á heimili Önnu og Geirs á þessum árum. Það var alltaf, og er enn, gott að koma á heimilið í Brúnalandi 32. Þar á bæ var jafnan rólegt og yfirvegað and- rúmsloft og ekki asi á hlutunum. Þegar fjölskyldan hittist hafði Geir sig yfirleitt ekki mikið í frammi en hann var samt alltaf tilbúinn að ræða menn og málefni og hann var ákveðinn og mikill prinsippmaður. Veikindi Geirs áttu sér nokkuð langa sögu. Hann tók þeim með jafnaðargeði og hafði jafnan fá orð um sína líðan. Tvisvar sinnum sigr- aðist hann á sínum veikindum. Við systkinin töldum því að veikindin væru að baki þegar við hittum hann á ættarmóti á Laugarvatni nú í sum- ar. Við áttum þar góða stund saman en þegar Geir var spurður hvort hann vildi vera með í brennibolta svaraði gamli markmaðurinn á sinn hægláta hátt: „Nei, það er búið að skjóta nóg í mig um ævina.“ Þegar sjúkdómurinn tók sig upp í þriðja sinn var baráttan hins vegar stutt. Nú verður ekki fleiri boltum skotið í Geir. Það er skammt stórra högga á milli því fyrir rétt rúmu ári lést elsta barnabarnið þeirra, ljúfi drengurinn Bjarni Páll Kristjáns- son, úr illkynja sjúkdómi. Hugur okkar er því hjá Önnu, Kristjáni og Margréti, tengdabörnum og barna- börnum og vottum við þeim samúð á þessari sorgarstundu. Gísli, Már, Guðrún og Vigdís. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Geir Kristjánsson fæddist árið 1934 og ólst upp við Njálsgötu. Svæðið umhverfis Njálsgötuna var þá þegar orðið eitt helsta vígi Knattspyrnufélagsins Fram. Hverf- ið var barnmargt og í hverju húsi mátti finna einn eða fleiri stráka á fótboltaaldri. Strákafélög spruttu upp eins og gorkúlur og æft var af kappi hvar sem færi gafst. Þegar Framarar efndu til knattspyrnuæf- inga héldu drengirnir svo í fríðri fylkingu, tugum saman, á nýja völl- inn sem félagið hafði komið upp fyr- ir neðan Sjómannaskólann sumarið 1945. Ekkert hinna Reykjavíkurliðanna gat státað af álíka fjölda ungra iðk- enda og Knattspyrnufélagið Fram á frumbýlingsárum sínum í Skipholt- inu. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og Framarar eignuðust mörg geysisterk kapplið í yngri flokkum. Geir Kristjánsson var markvörður í einu þessara liða, ásamt góðum félögum sem síðar áttu eftir að leika fyrir hönd félags- ins í meistaraflokki. Vináttubönd drengjanna úr Austurbænum hafa haldist órofin til þessa dags. Snemma varð Geir aðalmarkvörð- ur meistaraflokksliðs Fram í knatt- spyrnu. Hann þótti litríkur leikmað- ur og kunnu knattspyrnu- áhugamenn ýmsar sögur að skemmtilegum uppátækjum hans á leikvellinum. Hápunkturinn á ferli Geirs var ótvírætt Íslandsmeistara- titillinn árið 1962 þegar Framarar unnu Íslandsmótið í fyrsta sinn í fimmtán ár. Þar kom markvörður- inn mikið við sögu, ekki hvað síst í frægum úrslitaleik gegn Valsmönn- um í hávaðaroki. Ekki rofnuðu tengsl Geirs og Fram þótt hann legði hanskana á hilluna. Hann fylgdist alla tíð grannt með gengi félagsins og sýndi t.d. ritun nýútkominnar 100 ára sögu Fram mikinn áhuga og lagði sitt af mörkum með frásögnum og gömlum ljósmyndum. Knattspyrnufélagið Fram sér nú á eftir góðum félaga og vottar fjöl- skyldu Geirs Kristjánssonar samúð sína. F.h. Knattspyrnufélagsins Fram, Stefán Pálsson. Nú hefur verið höggvið vandfyllt skarð í vinahópinn þar sem Geir Kristjánsson er allur. Þar með lýkur samferð sem stóð í tæplega 60 ár. Límið í þessum vinahóp voru fimm stöllur sem höfðu haldið hópinn allt frá því í æsku og hittust reglulega í því ágæta félagslega fyrirbæri sem kennt er við saumaskap, þó að okk- ur mökum þeirra sem áttum ekki sæti á þeim fundum fyndist oft ann- að mikilvægara vera á prjónunum þ.e. upprifjanir og umræður um af- komendur. Þó skal lítt fullyrt hvað þar var rætt því að okkur körlunum var vinsamlega bent á það að halda okkur til hlés þegar fundir voru haldnir á heimilum okkar. En kynni annars okkar undirritaðra hófust fyrir ríflega 50 árum við íþróttaiðk- anir, nánar tiltekið þar sem við lék- um saman körfuknattleik í Körfu- knattleiksfélagi Reykjavíkur (KFR sem síðar varð deild í Val). Geir var á yngri árum knár íþróttamaður, einkum í knattspyrnu þar sem hann var lengi markvörður í Fram. Við vorum að því leyti kollegar þar eð ég lék í marki KR nokkru fyrr. Geir var mjög íhugull og gagnrýninn og fræddi undirritaðan oft um í hverju galdur markvörslunnar fælist en íhygli hann beindist ekki einungis að knattspyrnu heldur einnig að samfélagsmálum. Hann tók engu sem gefnu, þ.e. hvorki í íþróttum né samfélagsmálum, en braut hlutina til mergjar og tók mjög svo sjálf- stæða afstöðu til mála. Það er margs að minnast frá heimsóknum ýmist á því fallega heimili sem Anna bjó þeim í Brúnalandi eða hjá okkur í Hæðargarði. Hann var launkíminn og hló oft hjartanlega þegar við vor- um í bullstuði. Fyrir allmörgum ár- um tók hann þann illkynja sjúkdóm sem dró hann til dauða. Hann tók því með æðruleysi sem og harðvít- ugri meðferð sem virtist skila ár- angri. En fyrir skömmu tók sjúk- dómurinn sig upp að nýju og varð nú við ekkert ráðið. Minnisstæð er mér heimsókn hans nýverið og sé þá fyrir mér sitja í sófanum heima hjá okkur son minn og hann í hróka- samræðum. Þar var hið margum- rædda kynslóðabil ekki til staðar. Hugur okkar og samúð er hjá Önnu og afkomendum þeirra og vensla- fólki á þessari kveðjustund. Blessuð sé minning Geirs og þökk fyrir langa og ánægjulega samfylgd. Örbrún Halldórsdóttir og Guðmundur Georgsson. Geir Kristjánsson Björg Svavarsdóttir ✝ Björg Svav-arsdóttir fæddist á Höfn 12. ágúst 1951. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Björg var jarð- sungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 22. ágúst sl. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is ✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir fæddist í Hnífsdal 27. október 1912. Hún andaðist 7. ágúst síðastliðinn. Útför Ingibjargar fór fram frá Ísa- fjarðarkirkju 15. ágúst sl. Meira: mbl.is/minningar Ingibjörg Guð- mundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.