Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar GRÓÐURMOLD Úrvals gróðurmold, hellusandur og göngustígaefni afgr. á bíla og kerrur. Kambur ehf., Geirlandi v/Suðurlands- braut, sími 892 0111 / 554 3922, kamburehf@simnet.is Gisting AKUREYRI Sumarhús (130 fm) til leigu við Akureyri. 4 svefnherb. + svefnloft, 2 baðherb, rúm fyrir 11 manns, verönd og heitur pottur, glæsilegt útsýni yfir Akureyri. www.orlofshus.is eða Leó, sími 897 5300. Húsnæði óskast Sumarhús Sumarhúsalóðir í Kjósinni Til sölu eignarlóðir Möðruvöllum 1 (Norðurnes) í Kjós. Upplýsingar í símum 561 6521 og 892 1938. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum til sölu. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Smart Motion hlaupastílsnámskeið Lærðu að hlaupa á léttari máta með minna álagi á fætur, hné, mjaðmir og mjóbak. Skráning á www.smart- motion.org, Smári s. 896 2300. Microsoft kerfisstjóranám Windows Server 2008 Administrator nám hefst 14.9. Verð kr. 229.000 fyrir 341 st. nám. Upplýs. og skráning á www.raf.is og í síma 863 2186. Rafiðnaðarskólinn. Tómstundir Óska eftir Óska eftir eftir að kaupa færanlegan söluvagn, og einnig tvö stykki candy flos vélar. Uppl. gefur: jón s. 661 3700. KAUPUM GULL Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar - jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Vélar & tæki Vélaleiga og hellulagnir Traktorsgrafa, minigrafa og vörubíll. Hellulagnir, drenlagnir og jarðvegs- skipti. Margra ára reynsla og vönduð vinnubrögð. Mr vélar, símar 698 1710 og 616 1170. Bátar Strandveiðimenn Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460. Línubalar 70 og 80 l. Allt íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. www. borgarplast.is Völuteig 31, Mosfellsbæ, s: 561 2211. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 KRINGLUBÓN ekið inn stóri- litli turn. Opið mán.-fös. 8-18, lau. 10-18. S. 534 2455 GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj. Firðinum (undir verslunarm.) Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, mössun, teflon, blettun, bryngljái, djúphreinsun. Bón og þvottur, Vatnagörðum 16, sími 445 9090 Bón & þvottur. Gerir meira en að þvo og bóna bílinn þinn, djúphreinsa og nánast hvað sem þú biður um. Við lagfærum bíla fyrir skoðun og skilum þeim nýskoðuðum heim til þín. Fram- kvæmum einnig smærri viðgerðir. Bjóðum einnig fyrirtækjum upp á nætur- eða helgarþjónustu - ódýr og góð þjónusta. www.bonogtvottur.is sími 445-9090, gsm 615-4090. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442.Varahlutir www.netpartar.is PARTASALA ...NOTAÐIR VARAHLUTIR Í NÝLEGA BÍLA 486 4499 486 4477 Lampar með stækkunargleri í úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is ✝ Kristín Þorláks-dóttir fæddist á Skútustöðum í Mý- vatnssveit 8. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Arn- fríður Sigurgeirs- dóttir, f. á Arnarvatni 1. ágúst 1880, d. 8. mars 1954, og Þor- lákur Jónsson bóndi, f. á Helluvaði 31. mars 1884, d. 15. ágúst 1930. Systkini Kristínar eru öll látin. Þau voru Jón, f. 17. maí 1912, d. 1996, Geirfinnur, f. 6. júlí 1914, d. 12. janúar 1942, og Málm- fríður, f. 14. ágúst 1917, d. 6. maí 1982. Hinn 9. ágúst 1941 giftist Kristín Sigurði Halldórssyni, kaupmanni og síðar útsölustjóra hjá ÁTVR, f. maki Ólafur Brynjólfsson, börn Brynjólfur Már og Regína Saga b) María, f. 1978, maki Sigurður Arn- ar Hermannsson, börn Ásdís Arna og Emma. 4) Ásgeir, f. 26. maí 1946, kvæntur Marín Pétursdóttur, f. 8. janúar 1949. Börn a) Fjóla Ágústa, f. 21. október 1967, dætur Steinunn Marín og Þóra María. b) Sigurður, f. 1970, maki Sólveig Hannesdóttir, börn Þorgerður Katla og Pétur Þór. c) Pétur Steinn, f. 24. ágúst 1979. 5) Halldór Þorlákur, f. 11. október 1947, sam- býliskona Björg Jónasdóttir, f. 21. maí 1952. Dætur Halldórs eru a) Sólveig, f. 1971, og b) Kristín Auð- ur, f. 1975. Móðir Ólöf S. Rafns- dóttir, f. 13. júlí 1946 (skildu). c) Aðalheiður Björg, f. 7. nóvember 1987. Móðir Kristín María Haf- steinsdóttir, f. 24. júlí 1955, d. 2005 (skildu). Dætur Bjargar eru Hall- dóra Lísa, f. 1981 og Arna Björg, f. 1985, dóttir hennar Sunna Björg. 6) Kristín Huld, f. 1. apríl 1953. Útför Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 26. ágúst, og hefst athöfnin kl. 15. 7. maí 1910, d. 24. september 1982. Þau bjuggu lengst af í Öldugötu 33 í Reykja- vík, en Kristín bjó síðustu 30 árin í Há- vallagötu 33. Börn þeirra: 1) drengur, f. 20. ágúst 1942, d. 21. ágúst sama ár. 2) Arnfríður, f. 16. ágúst 1943, búsett í Seattle í Bandaríkj- unum. Var gift Roger P. Burke, f. 9. sept- ember 1939, d. 1994 (skildu). Börn þeirra eru a) Erin, f. 4. 1971, gift Nicholas Haynes, börn þeirra eru Karítas Ása og Óðinn Nikulás. b) Patrick Steinn, f. 1976, kvæntur Misty Burton, sonur henn- ar Alexander. c) Þór Sigurður, f. 1978. 3) Erna, f. 19. október 1944, gift Má Gunnarssyni, f. 2. maí 1951. Dætur hans eru a) Ólafía, f. 1977, „Við erum búnar að vera góðar saman, við þrjár, er það ekki?“ sagði mamma við Kristínu og Ernu daginn áður en hún lést. Frá því að hún veiktist í nóvember annaðist Erna hana á daginn og síðan tók Kristín við. Már sýndi mikinn skilning og veitti aðstoð ásamt bræðrunum og Marín. Mamma var yngst fjögurra systkina og var tíu ára þegar faðir hennar lést. Ungir bræður hennar tóku við búinu og komu í veg fyrir að heimilið leystist upp. Þótti henni afar vænt um Jón alla tíð vegna þessa. Fjögurra ára fékk mamma lömunar- veiki en náði sér að fullu. Hún var handsterk og liðug fram á síðasta dag enda höfðu þau Geirfinnur hang- ið á burðarbitum Skútustaðabæjar- ins og iðkað ólíklegustu fimleika. Hún hafði frá fyrstu tíð mikinn áhuga á stjórnmálum og sat á barns- aldri í þinghúsinu og hlustaði á frændur sína og aðra stjórnmála- menn rökræða um landsins gagn og nauðsynjar. Henni leiddist heyskap- ur, var klaufsk að mjólka og kom ekki að miklu gagni í sauðburði. Hún hélt því til Reykjavíkur árið 1939 til að læra kjólasaum. Á heimili föður- ömmu okkar hitti hún pabba. Mamma gekk í skóla í Mývatnssveit og lauk einnig prófi frá Húsmæðra- skólanum á Laugum. Hún var sér- staklega vandvirk, hafði gott lita- skyn og var það góður og afkastamikill vefari að hún var feng- in til að vefa áklæði á húsgögn hús- mæðraskólans. Foreldrar okkar misstu fyrsta barnið, dagsgamlan son, árið 1942. Sama ár hafði Geir- finnur látist af slysförum. Mamma hafði fram á síðasta dag áhuga á að þroska hugann. Enda var móðir hennar félagsmálakona sem fékkst við skriftir. Mamma lagði fyrir sig tungumálanám. Hún var trúuð og hafði áhuga á andlegum málefnum. Hún var góð íslenskukona. Hún hlustaði á tónlist, sótti tónleika og fannst verst, þegar sjónin brást, að geta ekki lesið, enda mikill lestrar- hestur. Hún var að mestu heima- vinnandi. Það var líflegt að alast upp við Öldugötuna. Mikill gestagangur og vinir okkar voru alltaf velkomnir. Garðurinn var svað eftir fótboltaleiki og við fengum að leggja undir okkur háaloftið til ýmissa leikja. Mamma ól okkur upp í jafnrétti, væntumþykju og virðingu fyrir náunganum. Mamma var bóngóð kona og aðstoð- uðu þau pabbi Halldór með Sólveigu og Kristínu Auði. Eins áttu börn Öffu athvarf hjá afa sínum og ömmu. Mamma hafði unun af að ferðast. Líbanon og Jamaíka voru henni hjartfólgin. Einnig Saudi-Arabía, þar sem þau pabbi dvöldu oft hjá Öffu og fjölskyldu. Við viljum þakka öllum sem hafa stutt okkur undanfarið við að gera líf mömmu bærilegt. Rakel sjúkraþjálfi hefur verið einstök og einnig Sigríð- ur og Hildur. Auður Gísla létti henni stundir og teymið á A7, með Jenný og Inger í broddi fylkingar veitti okkur öryggi og henni aðstoð síðustu stundirnar. Við viljum kveðja mömmu og þakka fyrir umhyggjuna með ljóði sem Arnfríður amma orti þegar stelpan hennar flutti til Reykjavíkur árið 1939: Nú krýp ég mætti, er stillir storma, fær stjörnubirtu í hug mér fest, og ber þig, kæra í bænum mínum að brjósti hans, sem ég treysti bezt. Arnfríður, Erna, Ásgeir, Halldór og Kristín. Elsku amma mín, ég kveð þig í dag með sorg og söknuði. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an, við vorum rækalli duglegar að spila og púsla og spjölluðum oft vel og lengi. Síðan ég var lítil hef ég allt- af litið upp til þín og finnst mér sárt að þurfa að kveðja þig í dag. Takk fyrir allt, elsku amma, ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Þín, Aðalheiður Björg (Heiða.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Með þessari litlu bæn vil ég kveðja Kristínu Þorláksdóttur og þakka henni fyrir einstaka vináttu og um- hyggju í hartnær þrjátíu ár. Kristín, sem var mamma Kristínar Huldar vinkonu minnar, var um leið svo sannarlega ein af mínum bestu vin- konum sem deildi með mér gleði og sorgum daglegs lífs og amsturs. Kristín var einstök kona með afar hlýtt og glaðlegt viðmót. Ekkert mannlegt var henni óviðkomandi og bar hún mikla umhyggju fyrir sam- ferðamönnum sínum. Hún var vel lesin og hafði ferðast víða og naut ég þess að spjalla við hana tímunum saman – enda oft þaulsætin á Há- vallagötunni. Kristín var mikil fjöl- skyldukona og var sérstök væntum- þykja og hlýja í rödd hennar er hún talaði um barnabörnin sín, líf þeirra og fjölskyldur. Hún var mikill húm- oristi og hafði oft gaman af uppá- tækjum yngstu meðlima fjölskyld- unnar. Heimili þeirra Kristínar Huldar á Hávallagötunni stóð fjöl- skyldunni alltaf opið og var ósjaldan glatt á hjalla við stofuborðið þar sem endalaust rúmuðust gestir. Síðasta ár reyndist Kristínu erfitt vegna veikinda en þær Kristín Huld og Erna studdu hana á alla lund og um- vöfðu ást og umhyggju allt fram á hinstu stund. Fyrir það var hún óendanlega þakklát. Nú er komið að leiðarlokum. Ég votta Kristínu Huld, Ernu, Öffu, Halldóri, Ásgeiri og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Missir þeirra er mikill. Guð blessi minningu Kristínar og veiti syrgjendum henn- ar styrk. Ósa Knútsdóttir. Það voru forréttindi að þekkja Kristínu Þorláksdóttur sem er nýlát- in því að það eru forréttindi að þekkja gott fólk. Kristínu þekkti ég frá því að ég var tveggja ára á Öldugötunni. Kristín var mamma Kristínar minn- ar Huldar, en við urðum vinkonur mjög ungar. Ég man hve gaman mér þótti á heimili Kristínar og Sigurðar. Þar voru fimm systkini og mér einka- barninu fannst það ansi heillandi. Þetta var annar heimur. Ég var hjá ömmu, afa og kisu á daginn, en mömmu á kvöldin. Það var því gam- an að vera í stórum systkinahópi. Það er svo margt sem kemur upp í hugann frá Öldugötuárunum, Stiga- hlíðarárunum og ekki síst Hávalla- götuárunum. Kristín Þorláksdóttir var einstak- lega góð falleg kona, vel gefin, stolt og vildi öllum vel. Hún var sannköll- uð ættmóðir. Það var hún fram á síð- asta dag. Kristín var svo lánsöm að Kristín Huld yngsta dóttir hennar hélt með henni heimili alla tíð. Kristínarnar voru ekki bara mæðgur heldur mikl- ar vinkonur sem báðu virðingu hvor fyrir annarri. Missir Kristínar Huld- ar er því afar mikill. Síðustu misserin önnuðust syst- urnar Kristín og Erna móður sína mest. Skiptust alfarið á að vera hjá henni svo að hún væri aldrei ein. Kristín Þorláksdóttir var lánsöm kona í einkalífinu þótt hún missti Sigga sinn allt of snemma. Hans var og er sárt saknað. Ég sendi ættboganum öllum sam- úðarkveðjur. Sigrún. Kristín Þorláksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.