Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Ingólfur Ómar Ármannsson baðaði sig í Landmannalaugum um versl- unarmannahelgina: Ferðin sú mér fögnuð bjó fjölmargt var að kanna og þar fann ég frið og ró í faðmi öræfanna. Rúnar Kristjánsson gerir skil lýs- ingum í Velvakanda á gjafabréfum Icelandair: Góði vinur gættu að þér, gildrur víða leyna á sér. Seint þér gleði og gróða ber gjafabréf frá Icelandair. Hallmundur Kristinsson hreyfir stuðlum og höfuðstöfum vegna byltu forsetans: Margra bíður mikill skellur. Mun þá ljóst að saki. Stundum þungt til foldar fellur forsetinn af baki. Þá Jón Arnljótsson: Ekkert minnti á Alsírtyrki, olli hún þó bresti, bylting gerð hjá Borgarvirki, bara af einum hesti. Loks Friðrik Steingrímsson: Í sama flokki situr kjur sífellt heilaþveginn. Ennþá fellur Ólafur allaballa megin. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Í faðmi öræfanna Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Fjölmenni var viðstatt er prófastur Skagfirðinga, sr. Dalla Þórðardóttir, vígði og blessaði nýjan róðukross sem fé- lag áhugafólks um sögu Skaga- fjarðar lét setja upp á eyrunum norðan Djúpadalsár þar sem talið er að mannskæðasti bardagi Sturl- ungaaldar hafi verið háður. Árið 1246 reið Þórður kakali með um sex hundruð manna lið til Skaga- fjarðar til hefnda eftir Örlygs- staðafund þar sem vegnir voru Sighvatur frændi hans Sturluson og synir hans, ásamt mörgum liðs- mönnum þeirra. Reynt var að koma á sáttum milli Þórðar og Brands Kolbeinssonar sem stýrði liði Skagfirðinga, en án árangurs, og í orrustunni við Haugsnes féll Brandur og á sjöunda tug af liði hans, en alls er talið að fallið hafi rúmlega eitt hundrað manns. Sögunni haldið á loft Að sögn Kristínar Jónsdóttur, sem leitt hefur starf áhugahóps- ins, hófst undirbúningur síðastliðið haust með því að ná saman og virkja allt áhugafólk um söguna, stofna les- og umræðuhópa og síð- an undirbúa sumarstarfið. Á veg- um hópsins hafa verið skipulagðar ferðir um hverja helgi frá 20. júní þar sem ýmist hefur verið ekið eða gengið með leiðsögn um sögu- slóð Sturlungu í Skagafirði. Sagði Kristín að þátttaka í viðburðum sumarsins hefði yfirleitt verið góð, en hápunkturinn var viðburð- ardagurinn um miðjan ágúst. Þar hófst dagskrá fyrir hádegi með umfjöllun rithöfundarins Einars Kárasonar um Sturlungu, en síðan rak hvert atriðið annað. Sigríður Sigurðardóttir safnvörður flutti erindi um Kolbein Tumason á Víðimýri og einnig söng þar Helga Rós Indriðadóttir óperusöngkona. Tónleikar voru í Miklabæjarkirkju en þar söng Voces Thules- hópurinn, sögumaður var á Ör- lygsstöðum en um kvöldið var Ás- birningablót í Miðgarði þar sem hlaðborð var að miðaldasið. Vígður róðukross á Róðugrund En aðalviðburður dagsins var vígsla róðukrossins á Róðugrund- inni rétt austan Syðstu-Grundar, en þar hefur verið hlaðinn vegleg- ur stöpull og á hann fest róða; kross með kristslíkneski, gert af listamanninum Jóni Adolf Stein- ólfssyni. Flutti sr. Dalla Þórð- ardóttir hugvekju og vígði kross- inn og blessaði. Fram kom í orðum Jóns Adolfs að við smíðina hefði verið hafður til hliðsjónar gripur, svokallaður Ufsa-Kristur, róða sem varðveitt er í Þjóðminja- safni og talin er vera frá sama tíma og sú róða sem sett var upp til minningar um Brand Kolbeins- son, höfðingja Ásbirninga. Sú er sögð hafa staðið á Róðugrundinni allt fram til siðaskipta, er flest var brotið niður sem minnti á hinn forna sið. Að lokinni athöfn var gengið of- ar á grundina en þar hefur Sig- urður bóndi Hansen í Kringlumýri hafið það stórvirki að skipa til leiks öllum liðsmönnum þeirra Þórðar og Brands og velur hann björg úr eyrunum, og táknar hver steinn einn liðsmann. Hefur Sig- urður þegar skipað allmiklu af liði beggja aðila. Sagði Sigurður að hann vænti þess að sjá mætti hvernig hann hugsaði sér atburð- inn þegar menn heimsæktu vett- vang Haugsnesbardaga að ári. Skemmtilegur tími framundan Kristín Jónsdóttir sagði að nú sæi fyrir endann á mjög gjöfulu og skemmtilegu sumri og næst væri, eftir að fólk hefði kastað mæðinni, að undirbúa vetr- arstarfið, því fráleitt yrði hér látið staðar numið og vænti hún þess að enn meiri þátttaka yrði í vetur og fleiri og skemmtilegri ferðir og atburðir næsta sumar. Róðukross á blóði drifnum slóðum Vígsla Dalla Þórðardóttir vígði og blessaði krossinn. Í HNOTSKURN »Frá síðastliðnu hausti hef-ur áhugahópur um skag- firska sögu unnið að því að kynna sagnaslóð Sturlungu í Skagafirði. Hefur verið fjallað um undirrót og aðdraganda þess ófriðartímabils sem nefnt hefur verið Sturlungaöld. »Hefur hópurinn staðið fyrirmálþingum og ferðum um helstu sögustaði í Skagafirði þar sem örlagaatburðir gerð- ust, svo sem Víðimýri, Flugu- mýri, Örlygsstaði og Haugsnes. »Um síðustu helgi var vígð-ur veglegur róðukross, í líkingu við þann kross sem reistur var á Róðugrund eftir fall Brands Kolbeinssonar í Haugsnesbardaga 1246, en með falli hans var bundinn endi á veldi Ásbirninga í Skagafirði. STOFNAÐ hefur verið félag í þeim tilgangi að kanna hvort raunhæft sé að tína villt íslensk ber, hreinsa þau, flokka, pakka, geyma og selja til ís- lensks iðnaðar. Bjarni Óskarsson er forsvarsmaður félagsins og segir aðalástæðuna fyrir því að íslensk iðnfyrirtæki flytja inn nær öll ber til framleiðslu sinnar þá að ekki hefur verið hægt að tryggja magn og stöðugt framboð af íslenskum berj- um. Sá iðnaður sem notar hvað mest af berjum er mjólkuriðnaður- inn, sultuframleiðendur einnig bak- arí, drykkjarframleiðendur og veit- ingahús. „Forsendur þess að þetta sé hægt er að við leggjumst öll á eitt við það að nýta þessa auðlind ís- lenskrar náttúru,“ segir Bjarni. Hann segir söfnun íslenskra berja t.d. tilvalda fjáröflunarleið fyrir fé- lagasamtök hvers konar og alla þá sem vilja auka tekjur sínar. „Hugmyndin er að í framtíðinni verði komið upp safnstöðvum víðs vegar um landið,“ segir Bjarni. Nú í haust verður tekið á móti berjum á tveimur stöðum; Í Dalvík- urbyggð á Völlum í Svarfaðardal alla virka daga og einnig tekur Bjarni sjálfur við berjum á öðrum tíma ef hringt er með nokkrum fyr- irvara í 822-8844. Á Bíldudal mun Haukur Már Kristinsson taka við berjum. Bjarni segir fyrirmyndina að verkefninu komna frá Svíþjóð og Finnlandi en þar hafa villt ber verið tínd og nýtt til iðnaðarframleiðslu til fjölda ára og flutt út um allan heim þar sem þau nýtast m.a. til lyfjaframleiðslu. Í byrjun verður greitt ákveðið lágmarksverð fyrir hreinsuð ber. Umrætt lágmarksverð verður í byrjun: Fyrsta flokks hreinsuð að- albláber 500 kr./kg. Óhreinsuð aðalbláber 300,- kr./ kg. Hreinsuð bláber 300 kr./kg. Hreinsuð krækiber 200 kr. /kg. Þeir sem tína berin þurfa að gæta fyllsta hreinlætis og geyma berin á köldum stað. Berin geta nýst í íslenskum iðnaði Vilja kaupa villt ís- lensk ber í haust Guðrún María Þorbjörnsdóttir, Námufélagi og nemi í hjúkrunarfræði La us n: Ly fs ed ill Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í síma 410 4000 eða í næsta útibúi. 150 fríar færslurá ári fyrirNámufélaga E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 9 2 2 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 . * G ild ir íL au g ar ás b íó i, S m ár ab íó i, R eg nb og an um ,H ás kó la b íó io g B or g ar b íó im án .- fim .s é g re it t m eð N ám u ko rt i ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA MEÐ NÁMUNNI Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári, Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.