Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „VIÐ þolum vel milljón ferðamenn,“ segir Anna Dóra Sæþórsdóttir, dós- ent í ferðamálafræði við Háskóla Ís- lands. Hún segir að treysta þurfi grunngerðina, innviði sem lúta að ferðaþjónustu, svo hægt verði að taka við þeirri fjölgun erlendra ferðamanna sem spáð er. „Eins og við þurftum að byggja hafnir til að veiða fiskinn og koma honum á land þurfum við að byggja göngustíga, salerni og áningarstaði til að taka við ferðamönnum. Við þurfum líka að dreifa þeim betur um landið, bæði í tíma og rúmi,“ sagði Anna Dóra. En hvaða ferðamanna- staði telur hún vera komna að þol- mörkum vegna aðsóknar? „Það eru t.d. Landmannalaugar á hálendinu og Gullfoss og Geysir á láglendi. Stígurinn niður að Gullfossi þolir t.d. ekki þá umferð sem þar er,“ sagði Anna Dóra. Hún telur einnig að fjölga þurfi ferðamanna- stöðum. Þar sem bryddað hafi verið upp á nýjungum í ferðamennsku hafi ferðafólk flykkst að. Anna Dóra nefndi Húsavík og Hornafjörð sem dæmi, en ferðamenn flykkjast í hvalaskoðun frá Húsavík og til að skoða Jöklasetrið á Höfn. „Nýsköpun í ferðaþjónustu þarf ekki að vera flókin. Með því einu að merkja gönguleiðir eða útbúa göngukort laðast fólk að staðnum,“ sagði Anna Dóra. Hún benti á hvernig brugðist var við gríðarmiklu álagi í hjarta Landmannalauga. Þar voru merktar fleiri gönguleiðir og gerð ný göngukort. Þörf á landnýtingaráætlun Samtök ferðaþjónustunnar skor- uðu á stjórnvöld árið 2007 að vinna landnýtingaráætlun með þarfir ferðaþjónustunnar í huga. Fyrir Al- þingi liggur nú tillaga til þingsálykt- unar um að slík áætlun verði gerð fyrir ferðamennsku á miðhálendinu. Anna Dóra sagði að hún, ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, dósent við HÍ og Rannveigu Ólafsdóttur, dósent við HÍ, hafi reynt að fá styrk til að gera landnýtingaráætlun um ferða- mennsku á hálendinu. Þau gerðu drög að grunnvinnu áætlunar. Hugmyndavinnan gekk út á að kortleggja hvað landið þolir mikla aðsókn ferðamanna. Þá eru m.a. teknar til greina væntingar ferða- manna og hvað þeir upplifa, hve mikið traðk náttúran þolir áður en hún fer að láta á sjá. Hvað bygg- ingar og aðrir innviðir á ferða- mannastöðum ráða við mikið. Einnig átti að kanna hvernig svæði eru notuð til útivistar. Hvar jeppamenn, mótorhjólafólk, göngu- fólk og hestamenn halda sig og hvort þetta truflar hvað annað. Þá átti að hafa samráð við heimamenn og ferðaþjónustuna um hvernig nýta ætti landið og athuga hvort mark- hópar þeirra voru sömu skoðunar. „Við sóttum um styrk til þriggja ára og vildum byrja á suðurhálend- inu. Við skiptum því í Kjalarsvæðið, Sprengisand og Fjallabak. Í þetta áætluðum við tíu milljónir á ári eða 30 milljónir alls,“ sagði Anna Dóra. Hún sagði að umsókninni hafi verið hafnað hjá Rannís. Verkefnið hafi hvorki þótt fela í sér nýsköpun né vera nógu vísindalegt. Rannís hafði þó styrkti þau Rögnvald og Önnu Dóru til að leggja grunn að þessari vinnu. Þá fóru þau og hittu sérfræð- inga sem skipulögðu bandaríska þjóðgarða og bjuggu til þessa að- ferðafræði. Einnig fengu þau eina milljón hjá Rannsóknasjóði Vega- gerðarinnar til að prufukeyra þessa hugmyndafræði á Lakasvæðinu. Skýrsla þeirra um ferðamennsku á Lakasvæðinu kom út 2007. Efla þarf grunngerð ferðaþjónustunnar Ferðamálafræðingur telur að Ísland geti vel tekið á móti milljón ferðamönnum Í HNOTSKURN »Á árunum 2003-2008 fjölg-aði erlendum ferðamönn- um um 9,8% á ári. Við það bæt- ast innlendir ferðamenn. » Í fyrra komu um 502 þús-und erlendir ferðamenn til Íslands. Búist er við lítils- háttar fækkun á þessu ári. »Þess er vænst að árið 2016eða skömmu síðar nái fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi einni milljón á ári. »Kannanir sýna að 76% er-lendra ferðamanna koma hingað til að njóta náttúrunn- ar. Um 26% þeirra fóru í Land- mannalaugar 2008. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landmannalaugar Þessi vinsæli viðkomustaður ferðamanna er kominn að þolmörkum vegna mikillar ásóknar, að mati Önnu Dóru Sæþórsdóttur. Styrkja þarf innviði ferðaþjón- ustunnar til að taka við þeirri fjölgun erlendra ferðamanna sem hér er spáð á næstu árum. Landnýtingaráætlun er talin mik- ilvægur þáttur í þeirri vinnu. fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdrag- anda banka- hrunsins. Steingrímur segir forskoðun fjármálaráðu- neytisins hafa sýnt að full ástæða sé til að skoða í botn möguleika á skaðabótamáli. Kröfur ríkisins yrðu einkaréttarlegs eðlis, þ.e. að ríkið fái bætur fyrir tjón sem það hefur orðið fyrir vegna verka annarra. Í minnisblaði fjármálaráðherra, sem lagt var fyrir ríkisstjórn, segir m.a. að sönnunarkröfur í skaðabóta- málum séu með öðrum hætti en í op- inberum málum. Ef fyrirliggjandi gögn sýni brotlega eða gáleysislega framgöngu tiltekinna einstaklinga eða lögaðila, sem leitt hafi til tjóns fyrir íslenska ríkið, þá sé unnt að huga að skaðabótamálum án þess að afráða fyrst um refsiverða háttsemi. Verkefni starfshópsins og lög- mannanna verður m.a. að gera á því athugun í hvaða tilvikum líklegt er að hefja megi skaðabótamál með ár- angri. Steingrímur segir þetta geta farið af stað samhliða öðrum rann- Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „ÞETTA hefur verið til skoðunar í ráðuneytinu um nokkurt skeið, sem liður í almennri hagsmunagæslu fyr- ir ríkið og því að stuðla að framvindu rannsókna og aðgerða þannig að réttlætið nái fram að ganga,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra. Hann fékk tillögu sína samþykkta í ríkisstjórn í gær um að skipa starfshóp sem ætlað er að kanna möguleika á að höfða skaða- bótamál á hendur þeim lögaðilum og einstaklingum sem mögulega hafa valdið ríkinu og almenningi í landinu sóknum á bankahruninu. Leiði könn- unin í ljós skýr tjónstilvik, sökunaut og tengsl atviks og tjónvalds við tjón ríkisins, þá verði hægt að óska eftir kyrrsetningu eigna viðkomandi að- ila. Síðan verði farið í málsókn í kjöl- farið. Hvort að mögulegir tjónvaldar séu borgunarmenn fyrir kröfum sínum segir Steingrímur að það verði að koma í ljós. Kyrrsetning eigna gæti leitt til þess að eitthvað fáist upp í bætur. Skoðar skaðabætur vegna hrunsins  Fjármálaráðherra vill láta kanna möguleika á skaðabótum til handa ríkissjóði vegna bankahrunsins  Kyrrsetning eigna gæti leitt til þess að eitthvað fáist upp í bætur, segir Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon Í HNOTSKURN »Starfshópurinn verðurskipaður fulltrúum forsæt- isráðuneytisins, fjármálaráðu- neytisins, dómsmálaráðuneyt- isins og viðskiptaráðuneytis- ins, samkvæmt tillögu fjármálaráðherra. »Gert er ráð fyrir að starfs-hópurinn geti ráðið 2-3 sjálfstætt starfandi lögmenn til að vinna að könnun og und- irbúningi málshöfðunar. Meira á mbl.is Höfða einkamál gegn hrunfólkinu Anna Dóra Sæ- þórsdóttir, dós- ent í ferða- málafræði, var í gær á Sprengisandi á vegum Ramma- áætlunar um nýtingu vatns- afls og jarð- varma. Hún segir skort á upplýsingum um ferðamennsku tilfinnanlegan í þeirri vinnu. „Það er búið að kortleggja gróð- urframvindu í Þjórsárverum, mæla orkuframleiðslu og rennsli, fugla- lífið og allt þetta. En um ferða- menn á þessum stöðum eru nán- ast engar upplýsingar til.“ Anna Dóra benti á að hátt í tíu þúsund manns gangi Laugaveginn á hverju sumri. Meðfram honum séu margir virkjanakostir. Vega þurfi tekjurnar af þessum ferða- mönnum á móti mögulegum tekjum af virkjunum á svæðinu. Margar rannsóknir voru gerðar á milli Rammaáætlana I og II en eng- in þeirra laut að ferðaþjónustu. Upplýsingar um ferðamennsku skortir Anna Dóra Sæþórsdóttir Á NÆSTU mánuðum munu frekari rannsóknir og mælingar á rann- sóknarholum, sem þegar hafa verið boraðar á Hengilssvæðinu, leiða í ljós hvort jarðhitinn á Hengils- svæðinu sé mun umfangsmeiri auð- lind en vísindamenn ætluðu í upp- hafi. Sterk vísbending hefur komið fram um að jarðhitasvæðið í grennd við Hengilinn sé mun stærra en áður var talið eftir að ný rannsóknarborhola við Hverahlíð reyndist afar öflug. Borholan hefur mælst gefa sem svarar til 15 til 17 megavatta í raforkuframleiðslu og gæti því ein og sér þjónað þörfum allrar byggðar vestan Snorrabraut- ar í Reykjavík, að því er segir í frétt á vef Orkuveitu Reykjavíkur. OR hefur nú fengið leyfi til að bora rannsóknarholu við Gráu- hnúka til að athuga hvort þar sé nýtanlegur jarðhiti. Meiri auðlind en ætlað var í upphafi? UM 1,5 kg af hassi, ríflega 600 grömm af maríjúana og kókaín í neysluskömmtum fannst við hús- leit í íbúð í Grafarholti eftir há- degi á mánudag. Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir og yfirheyrðir í tengslum við rann- sókn málsins. Þeir hafa áður kom- ið við sögu hjá lögreglu. Húsleitin var framkvæmd að undangengn- um dómsúrskurði. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lög- reglan á fíkniefnasímann, 800- 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýs- ingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnu- verkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkni- efnavandann. Tveir handteknir vegna fíkniefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.