Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 35
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hefur vetrarstarf sitt föstudaginn 4. september með tónleikum þar sem Ashkenazy-feðgarnir, Vovka Stefán píanóleikari og Vladimir, verða í aðalhlutverkum. Árni Heimir Ingólfsson er tón- listarstjóri hljómsveitarinnar. „Það sem einkennir starfsárið er annars vegar 60 ára afmæli hljóm- sveitarinnar og hins vegar þau þrjú stóru tónskáldaafmæli sem við höld- um upp á. Sextugsafmælið er ástæða til að gera betur og stefna enn hærra í listrænum gæðum og verkefna- vali.“ Árni Heimir segir hljómsveitina sér mjög meðvitandi um að hún fari með almannafé á erfiðum tímum. „Þess vegna setjum við upp dagskrá sem höfðar til allra, jafnt þeirra sem vilja prófa sig áfram í klassíkinni og hinna sem eru alvanir. Afmælisbörn ársins, Chopin, Schumann og Mahl- er, eru allt tónskáld sem höfða til breiðs hóps en við tökum líka upp sí- gild og vinsæl klassísk verk eins og Árstíðirnar fjórar, Carmina burana og Stjörnustíð eftir John Williams. Ég held að allir finni eitthvað við sitt hæfi hjá hljómsveitinni í vetur.“ Ungir Íslendingar áberandi Ungir íslenskir einleikarar verða „ánægjulega margir“ með hljóm- sveitinni í vetur að sögn Árna Heim- is. „Við fögnum 200 ára afmæli Chopins með því að flytja báða pí- anókonserta hans, með Ástríði Öldu Sigurðardóttur og Víkingi Heiðari Ólafssyni. Sæunn Þorsteinsdóttir debúterar með okkur í sellókonsert Dvoráks, sem er gleðilegt; henni hef- ur gengið ákaflega vel úti í hinum stóra heimi. Stefán Jón Bernharðs- son hefur líka getið sér gott orð er- lendis, en hann spilar hornkonsert eftir Richard Strauss. Síðan er gleði- efni að Elfa Rún Kristinsdóttir, sem er geysilega fær flytjandi barokk- tónlistar, skuli leika með okkur Árs- tíðirnar fjórar.“ Það sem Árni Heim- ir nefnir hér er aðeins brot af stórum hópi íslenskra einleikara og ein- söngvara með hljómsveitinni í vetur, en erlendu gestirnir eru líka spenn- andi. „Þetta verður ákjósanleg blanda af erlendum og íslenskum flytjendum.“ Staðarlistamaður ráðinn Nýmæli hjá hljómsveitinni í vetur er að ráða staðarlistamann, sem að þessu sinni er heimsþekktur sænsk- ur klarinettuleikari, Martin Fröst. „Mér fannst það grátlegt að við flytj- um hingað erlenda listamenn með ærnum tilkostnaði – þeir koma oftast á þriðjudagskvöldi, spila einn kons- ert og eru farnir á föstudagsmorgni. Það skapast ekki þau tengsl sem svo gaman væri að ná fram. Staðar- listamaðurinn kemur tvisvar yfir veturinn og gerir margt fleira en að standa á sviðinu í Háskólabíói; til dæmis að halda annars konar tón- leika, námskeið, fyrirlestra til þess að tengjast grasrótinni. Ég held að til lengri tíma geti þetta skilið mikið eftir sig, ekki síst í uppeldi ungra tónlistarmanna. Martin ætlar til dæmis að halda námskeið fyrir unga klarinettuleikara.“ Í vor lýkur starfssamningi aðal- hljómsveitarstjórans Rumons Gamba við hljómsveitina og í vetur verður tækifærið notað til að bjóða hljómsveitarstjórum sem hafa sýnt starfinu áhuga að koma hingað sem gestastjórnendur. Þannig fá bæði áheyrendur og ekki síst hljómsveitin tækifæri til að kynnast þeim. „Við finnum það núna í þeim með- byr sem við njótum á alþjóðavett- vangi að það er talsvert um það að við fáum fyrirspurnir frá virtum hljómsveitarstjórum um starfið og hvers vænst sé af aðalhljómsveit- arstjóranum. Á flestum þeim tón- leikum sem Rumon stjórnar ekki í vetur, þar erum við að prófa okkur áfram með stjórnendur.“ Eins og frá hefur verið greint hef- ur einn kunnasti stjórnandi heims í dag, Rússinn Gennadí Rosdest- venskíj, verið ráðinn aðalgesta- stjórnandi hljómsveitarinnar frá vori 2011 og mun hann brúa bilið þar til nýr aðalhljómsveitarstjóri tekur við störfum. „Það er fyrirséð að þótt nýr aðalstjórnandi verði ráðinn í vor, þá verður hann ekki áberandi í dagskrá hljómsveitarinnar veturinn 2010-11. Til þess erum við einfaldlega komin of langt í skipulagningu hans. Því er- um við heppin að hafa Rosdest- venskíj með okkur einmitt þá.“ Rumon Gamba kveður Rumon Gamba hefur verið aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í sjö ár og hefur hljómsveitin tekið stöðugum fram- förum undir hans stjórn og unnið stóra sigra. Héðan fer hann til Sví- þjóðar og verður aðalhljómsveitar- stjóri Norrlands-óperunnar í Umeå. „Samningurinn við Rumon var fram- lengdur um ár, til þess tíma að hljómsveitin flytti í Tónlistarhúsið, en þegar fyrir lá að húsið yrði ekki tilbúið var það ákvörðun allra hlut- aðeigandi að hann myndi hætta. Við höldum þó samvinnu við hann áfram, bæði sem gestastjórnanda og í upp- tökum á verkum D’Indy. Sjálfum finnst mér hljómsveitin hafa orðið agaðri undir stjórn Rum- ons, faglegri og náð betri vinnu- brögðum. Hljómsveitin hefur færst upp nokkur þrep á alþjóðlega skal- anum undir hans stjórn. Svo fær hann líka mikið hrós fyrir upptökur sínar með hljómsveitinni, sem hafa skilað henni meiri alþjóðlegri viður- kenningu á síðustu árum en dæmi eru um nokkru sinni áður.“ Alþjóðlegur meðbyr  Ungir íslenskir einleikarar áberandi með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vetur  Hljómsveitin fagnar 60 ára afmæli í mars  Hilary Hahn meðal einleikara Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is STEFÁNI Ragnari Höskuldssyni flautuleikara var nýverið boðið að halda tónleika í tengslum við sum- arnámskeið sem flautuleikarinn heimsfrægi James Galway heldur árlega við Lucerne í Sviss. „Ég var gestalistamaður á námskeiðinu og það gekk vel og var gaman.“ Stefán er fyrsti flautuleikari hljómsveitar Metropolitan- óperunnar í New York. „Hann heyrði í mér í óperunni Lucia di Lammermoor [þar er flautan í veigamiklu einleikshlutverki] og bauð mér þetta í kjölfarið. Þetta er heiður því það er vel að námskeið- unum hans staðið.“ Þeir sem sáu beina sendingu Sam- bíóanna á Luciu di Lammermoor frá Metropolitan-óperunni í Kringlubíói í vor, sáu Stefán og heyrðu og myndavélarnar beindu sérstakri atygli að honum. Stefán og Mostly Mozart En það er fleira sem á daga Stef- áns hefur drifið í New York nýverið, því honum var einnig boðið að spila á einni virtustu tónlistarhátíð þar um slóðir, Mostly Mozart-hátíðinni sem haldin er í Lincoln Center. „Mér var boðið að spila fyrstu flautu með hátíðarhljómsveitinni í þær tvær vikur sem hátíðin stóð. Mostly Mozart-hátíðin hefur verið haldin árlega allt frá 1966 og hefur alltaf verið mjög vinsæl. Tónleikum sem ég spilaði á með fiðuleikaranum Joshua Bell var sjónvarpað beint frá Avery Fisher Hall, en Bell spilaði fiðlukonsert Mendelssohns. Stjórn- andi var Louis Langrée. Hann er franskur og geysilega fínn stjórn- andi,“ segir Stefán Ragnar. Æfingar hjá Metropolitan- óperunni fyrir veturinn hefjast á mánudaginn og þá verður byrjað á Tosku og Rósariddaranum, en báðar óperurnar verða sýndar beint frá Metropolitan-óperunni í Kringlubíói í vetur. Gestur hjá Galway Stefán Ragnar Hösk- uldsson nýtur vel- gengni í New York Velgengni Stefán Ragnar. ÞRÁTT fyrir að þýska ofurfyrir- tækið Siemens reikni með 28 pró- senta tapi í rekstri á þriðja fjórðungi ársins, hafa stjórnendur þess lýst því yfir að þeir muni ekki draga úr styrkjum til menningar og lista. Stærstu verkefni Siemens á því sviði eru Wagner-hátíðin í Bayreuth í Þýskalandi og Tónlistarhátíðin í Salzburg í Austurríki. Upphæðin sem Siemens áætlar að eyða í menningartengda starfsemi á árinu nemur andvirði 9,3 milljarða- íslenskra króna. Í fyrra sagði fyrirtækið um 17 þúsund manns og vinnuhlutfall 15 þúsund starfsmanna var skert. Styðja listina þrátt fyrir tap NÍUNDU og síðustu hádeg- istónleikar Kammerkórs Hall- grímskirkju, Schola Cantorum, í sumar verða í dag. Kórinn hefur staðið fyrir tónleikaröð í Hallgrímskirkju á miðviku- dögum í júlí og ágúst við frá- bærar undirtektir. Á lokatónleikunum verða fluttar fagrar perlur íslenskrar og erlendrar kirkjutónlistar. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund, miðaverð er 1.000 kr. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Næstu stórtónleikar Schola Cantorum verða 6. september nk., gestastjórnandi þá verður Simon Carrington frá Bretlandi. Tónlist Sumarlok hjá Schola Cantorum Hörður Áskelsson TVÆR óperur, The Telephone og Biðin, verða frumsýndar á Akureyri á laugardaginn. Með hlutverk fara Alex- andra Chernyshova sópran, Michael Jón Clarke barítón og Daníel Þorsteinsson píanó. Að- alsteinn Bergdal leikstýrir. The Telephone er eftir Gian Carlo Menotti og fjallar um ástarþríhyrning Lucy, kærasta hennar og símans. Biðin er eft- ir Mikael Tariverdiev og fjallar um konu sem bíð- ur eftir draumaprinsinum. Sýningar á óperunum verða, 29. og 30. ágúst í Leikhúsi Akureyrar, 4. og 5. september í Iðnó í Reykjavík og 19. sept. í Miðgarði, Skagafirði. Tónlist Syngja óperur um símann og biðina Alexandra Chernyshova DANSSKOTNA leikhúsverkið Lady’s Choice? eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður frumsýnt á morgun í kjallara Batterísins. Verkið var út- skriftarverkefni Sigríðar úr LHÍ en hefur verið unnið áfram og verður nú sýnt í nýj- um búningi. Verkið var unnið út frá heimildarmynd sem fjallar um samband karlmanna við kynlífsdúkkur sínar. Í sýningunni koma fram auk Sigríðar; Margrét Lilja Vilmundardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir. Jóhann Friðgeir Jó- hannsson gerði tónlistina. Tvær sýningar verða; á morgun kl. 21 og á föstudaginn á sama tíma. Dans Óvenjulegt dans- verk í kjallara Úr dansverkinu. Einn mesti fiðluleikari heims í dag, Hilary Hahn, verður einleik- ari á tónleikum hljómsveitarinnar í mars í Fiðlukonserti nr. 1 eftir Prokovijev. Hún var afburða- námsmaður og 17 ára var hún bú- in að læra 28 einleikskonserta auk annarra verka. Hún var 11 ára þegar hún kom fyrst fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Balti- more. „Hún er einn af risunum sem við fáum ekkert of oft hing- að. Það var einskær heppni að við náðum henni hingað í vor. Hún er búin að vera í fremstu röð fiðlu- leikara frá því hún var unglingur. Það er einstakt að fá hingað listamann eins og hana sem sam- einar algjörlega fullkomna tækni og mikla músíkalska gáfu. Hún er enn að bæta við sig viðurkenn- ingum.“ Hilary Hahn er einstök Sigrún Hjálmtýsdóttir Martin Fröst Jón Svavar Jósepsson Ástríður Alda Sigurðardóttir Sæunn Þorsteindóttir Lise de la Salle Páll Óskar Hjálmtýsson Hvort sem fólki líkar betur eða verr eru sveitaböllin, þessi gamla grýla, rokin á fætur... 36 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.