Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Stór að líkamsburð- um og stórhuga að öllu leyti, hugprúður og vinfastur; Grétar Már Sigurðsson var eins og mannlýsing úr Íslend- ingasögunum. Þegar hann tók af skarið og gekk til verka fannst manni oft sem himinn og jörð færu á hreyfingu. Í honum fóru saman af- burða dómgreind, gríðarleg ákveðni og mikill skilningur á fólki. Þess vegna var hann samningamaður af Guðs náð, því honum var jafnt lagið að greina og nýta veikleika viðsemj- enda sinna og að setja sig í þeirra spor og mæta sanngjörnum sjónar- miðum þeirra. Það er sérstök ógæfa þessarar þjóðar að kraftar hans skuli ekki nýtast á þeim örlagatímum sem við nú lifum, þegar okkar besta fólks er þörf til að vinna Íslandi rétt álit og sess meðal annarra þjóða. Við urðum nánir vinir í upphafi míns stutta embættisferils. Enginn hefur haft meiri áhrif á mig né lagt mér betra til skilnings á sjálfum mér. Við erum öll þannig gerð að við telj- um okkur vita takmörk getu okkar og treystum okkur því sjaldnast til að feta ótroðna slóð – teljum okkur vita að fyrir ofan okkur sé glerþak sem takmarki getu okkar til að vaxa. Grétar Már lifði eftir annarri sýn. „Þú getur allt sem aðrir geta ef þú leggur bara jafn hart eða harðar að þér og ert tilbúinn að eyða jafn mikl- um tíma eða meiri og þeir í verk- efnið,“ sagði hann við mig, eina kvöldstund þegar ég örvænti yfir þekkingarleysi til að leysa úr til- teknu verkefni. Skyndilega varð ekkert ómögulegt og ekkert utan við mörk þess sem ungur maður taldi sig geta gert. Þessi sýn hans skýrir öðru fremur vinsældir hans meðal sam- starfsmanna: Hann gaf öllum tæki- færi til nýrra sigra og opnaði öllum leið til nýrra afreka. Enginn var úti- lokaður vegna mistaka gærdagsins. Allir voru metnir í ljósi vilja og getu til að brjóta ný lönd. Grétar Már var vandaður og var- kár embættismaður, en bjó jafn- framt yfir gríðarlegri hugmynda- auðgi og frumleika. Hann var alltaf tilbúinn að hafa nýja sýn á vandamál og verkefni og vissi fátt skemmti- legra en að takast á hendur flókin verkefni og þá helst þau sem oft hafði áður verið reynt að leysa. Hann var mikill vinnuþjarkur og skildi mikilvægi þess að helga sig alger- lega flóknu úrlausnarefni ef árangur ætti að nást. Þessi eldmóður og vinnugleði var smitandi og laðaði aðra með. Enginn taldi eftir sér lang- ar vinnustundir í slíkum hópi. Hann varð trúnaðarvinur minn um alla hluti jafnt í starfi og leik og frá okkar fyrstu kynnum hef ég enga ákvörðun tekið sem nokkru nemur, án ráða frá honum. Samvera og sam- tal var honum sem næring og hann var alltaf til reiðu og ósínkur á tíma sinn. Eftir lifa í minningunni öll þau góðu ráð sem fúslega voru veitt í gríðarlöngum símtölum eða samtöl- um. Grétar Már var mikil félagsvera og naut náins sambands við sína stóru og samheldnu fjölskyldu og fjölskyldu Dóru. Dóra og dæturnar þrjár voru hans bestu félagar og vel- ferð þeirra var honum efst í huga. Hugur okkar Sigrúnar er nú hjá þeim öllum og við biðjum þess að góður Guð verndi þau og blessi minningu þessa góða drengs. Árni Páll Árnason. Við fráfall Grétars Más Sigurðs- sonar, langt um aldur fram, hefur ut- anríkisþjónustan misst einn af mátt- arstólpum sínum í blóma lífsins. Allt er gangur til grafar, segir máltækið Grétar Már Sigurðsson ✝ Grétar Már Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1959. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. ágúst síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Hallgrímskirkju 18. ágúst. Meira: mbl.is/minningar réttilega, en gangur Grétar Más var alltof stuttur, margt ógert þótt miklu hafi hann afkastað. Fyrir það ber okkur sem eftir stöndum að þakka. Það mildar söknuðinn og góðar minningar hrannast upp. Þáverandi utanrík- isráðherra, Matthías Á. Mathiesen, fól mér að fara fyrir hópi starfsmanna utanrík- isráðuneytisins sem undirbúa skyldi utanríkisráðherra- fund NATO í Reykjavík 11.-12. júní 1987 af Íslands hálfu. Í hópnum var Grétar Már, nýkominn til starfa, sem alltaf var boðinn og búinn að taka að sér mál til úrlausnar. Minn- isstæð svör hans voru iðulega efn- islega þessi: Ekki hafa áhyggjur, ég sé um þetta og læt þig fylgjast með. Það varð enda raunin, að allt sem hann tók að sér stóð eins og stafur á bók. Og mikil var gleði okkar þegar samstarfsaðilarnir í alþjóðastarfsliði NATO kvöddu með þeim orðum að fundurinn hefði verið einn af þremur best undirbúnu vorfundum ráð- herranna í manna minnum. Síðar minntumst við oft þessa annasama tíma á léttan hátt, t.d. þess að allir í hópnum báru dag sem nótt fyrir fundinn þunga og stóra símakassa, undanfara GSM. Þegar við þessi fyrstu nánu kynni voru einkenni Grétars Más mér ljós. Hann var metnaðarfullur liðsmaður í fámennri sveit íslenskra diplómata, lagði sig fram um að kynna sér málin vel og finna lausnir. Með árunum fékk hann sífellt aukna ábyrgð og manna- forráð, í New York, Reykjavík, Brussel og Genf og loks sem ráðu- neytisstjóri. Öllum samstarfsmönn- um hans var ljóst að hann gerði mikl- ar kröfur til þeirra, en alltaf þó mestar til sín sjálfs. Metnaður hans fyrir hönd íslenskrar þjóðar var djúpstæður. Þegar við Anna heimsóttum þau Dóru í New York, á fyrsta „póstin- um“ þeirra, gleymi ég aldrei þegar Grétar Már sagði á góðri stundu að þetta starf væri svo áhugavert og skemmtilegt að það lægi við að menn ættu að vinna það kauplaust! Svip- aðan pól í hæðina tók hann iðulega í gríni síðar á starfsferlinum, en var ávallt í raun mjög vakandi fyrir bættum kjörum og sérstökum að- stæðum flutningsskyldra starfs- manna utanríkisþjónustunnar og ekki síst fjölskyldna þeirra. Alla tíð tók Dóra þátt í starfi og leik með Grétari Má. Kynntist ég henni raun- ar fyrst er hún sat í tímum hjá mér í MR í „den“. Ekki leyndi Grétar Már ást sinni á konunum á heimilinu, Dóru og dætrunum þremur. Margar gagnkvæmar heimsóknir okkar á ýmsa „pósta“ koma upp í huga og ylja nú að leiðarlokum. Sú síðasta var er Grétar Már kom til New York á sl. ári þar sem við stóð- um í kosningabaráttunni fyrir sæti í öryggisráðinu. Þar átti hann marga fundi með sendiherrum hjá SÞ og var afar ötull baráttumaður í því máli, bæði þar og heima í ráðuneyt- inu. Hann hafði ætlað sér að vera með okkur í NY á lokavikum barátt- unnar fyrir kosningarnar 17. októ- ber sl. en komst ekki vegna annarrar og óvæntrar baráttu við mein sem nú hefur lagt hann að velli. Elsku Dóra, dætur og fjölskyldan öll: Við Anna biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk á sorgarstundum og kveðjum nú vin og samstarfs- mann sem mun lifa í verkum sínum. Blessuð sé minning Grétars Más Sigurðssonar. Hjálmar W. Hannesson. Ég heyrði fyrst andlátsfregn Grétars Más míns góða vinar þegar ég stóð fyrir utan utanríkisráðuneyt- ið föstudagsmorguninn þann 7. ágúst, í þann mund sem verið var að draga íslenska fánann að húni í hálfa stöng. Þá var liðið meira en ár síðan við höfðum hist síðast. Eftir að ég kom heim í frí vorum við í símasam- bandi, eftir því þrek hans leyfði, en endurfundunum var af gömlum vana slegið á frest eins og gengur og ger- ist. Það er svo sem ekki nýtt að sú hugsun sé jafnan efst í huga að það sé nógur tíminn, ef það er ekki hægt að koma því við í þessari viku þá er hægt að fresta því þangað til í næstu viku. Það var ekki fyrr en við vorum komnir á fullorðinsár sem við kynnt- umst og náinn og góður vinskapur kviknaði hjá okkur Grétari Má og eiginkonum okkar Guðrúnu og Dóru, þegar við vorum samtíða í New York og Washington D.C. árið 1988. Það var eiginlega í gegnum löng símtöl sem kynnin hófust hjá okkur Grétar Má en hann hafði þann hæfileika að geta talað við alla um nánast hvað sem var, hann var opinn og glaðvær persónuleiki sem gustaði af, hafði skoðanir á öllu og var snöggur að taka ákvarðanir. Þannig hélst eigin- lega samband okkar þessi rúmu tutt- ugu ár, samversustundirnar voru frekar stopular vegna starfa okkar hér heima á Íslandi og erlendis, en síminn var notaður til að fylla í eyð- urnar. Hin síðari ár gátu liðið vikur eða jafnvel mánuðir milli þess sem við töluðumst við en það skipti ekki máli, þráðurinn var á einhvern hátt alltaf óslitinn þegar hann var tekinn upp að nýju, það var eins og við höfð- um talað saman deginum áður. Grét- ar Már var mikill keppnismaður og ef hann fékk áhuga á einhverju til- teknu sviði þá var lagt ofurkapp á að vera bestur hvort sem það laut að starfinu eða áhugamálum svo sem vínum, matreiðslu eða veiðum. Hann var stór og mikill maður sem hafði sterka nærveru og persónuleika sem fyllti upp í þau herbergi og sali sem hann var í og honum lá alla jafna hátt rómur þannig að ekki fór á milli mála að hann væri á staðnum. Hann hafði þróað skopskyn og ef einhver at- hugasemd féll að því þá hljómaði frá honum hár og hvellur hlátur sem, eins og margt annað í tengslum við Grétar Má, heyrðist langar leiðir. Grétar Már hafði þá gæfu til að bera að kynnast henni Dóru sinni snemma á lífsleiðinni og saman eign- uðust þau þrjár yndislegar dætur, þær Margréti Maríu, Hildi Gyðu og Kristínu Birnu. Vinur minn Grétar Már féll frá langt, langt fyrir aldur fram og svo sviplega að mann setur hljóðan og undrast þetta gangverk lífsins. Á allt of stuttri ævi kom hann svo mörgu í verk. Grétar Már var þeirrar gerðar að ef hann dreymdi um eitthvað þá hætti hann ekki fyrr en hann hafði látið þann draum ræt- ast og eftir hann situr meira en margur annar skilur eftir sig á lengri ævi. Okkur Guðrúnu er á þessari stundu orða vant og við biðjum góð- ann Guð að sefa sorg Dóru, dætr- anna og fjölskyldunnar. Grétar Már var góður maður og vinur og megi góður Guð varðveita minningu hans. Stefán Lárus Stefánsson, Guðrún Bryndís Harðardóttir. Meira: mbl.is/minningar Örlögin spinna mismunandi vef í lífi mannanna. Þegar ég stóð á þeim tímamótum, um miðjan áttunda ára- tuginn á liðinni öld, að taka ákvörðun um hvert skyldi stefna í lífinu var óvissan mikil. Spurningarnar voru margar en svörin fá. Leiðarvísirinn svolítið óljós. Það var ekki fyrr en undir lok ágústmánaðar að ég ákvað að leita inngöngu í Menntaskólann á Ísafirði og var það aðeins fyrir vel- vilja Jóns Baldvins Hannibalssonar að það gekk eftir. Nokkrir strákar úr Kópavoginum höfðu tekið álíka ákvörðun og í þeim hópi var Grétar Már Sigurðsson, fjallmyndarlegur, stór og sterklegur ungur maður sem gustaði af. Með okkur tókst mikill vinskapur strax á fyrstu dögum okk- ar vestur á Ísafirði þetta örlagaríka haust. Þó svo ég hafi komið frá litlu þorpi vestan af Snæfellsnesi þar sem fábreytnin réð ríkjum en Grétar úr borginni var það engin hindrun, enda Grétar mikill sveitamaður inn við beinið eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Þessi mikli og góði vin- skapur hafur haldist óslitið í rúm 35 ár og aldrei skuggi fallið á. Gott innsæi Grétars kom fljótt í ljós og dettur mér oft í hug atvik sem átti sér stað þegar við vorum að hefja skólagönguna vestur á Ísafirði. Við bjuggum á heimavist skólans en vor- um ekki allskostar sáttir við prótó- kollinn sem þar ríkti. Ekki vorum við heldur sáttir við kostinn sem í boði var í mötuneyti skólans. Of mikið um soðningu og of lítið um hamborgara, við vorum jú 16 ára. Við áttuðum okkur fljótlega á því að það var óger- legt að breyta þeim reglum sem um heimavistina giltu og hættum því að reyna slíkt. En okkur var frjálst að leita á önnur mið varðandi kost. Því varð úr að Grétar, ég og Stefán Sig- urvaldason, æskuvinur Grétars úr Kópavogi, leituðum eftir því við hinn landskunna vert Benna á Mánakaffi að gerast kostgangarar hjá honum. Það var auðsótt og við mættum gal- vaskir til að líta á aðstæður og til að ganga frá málinu. Vertinn Benni fór með okkur um allt hús og sýndi okk- ur herlegheitin og leist okkur vel á. Og ekki minnkaði áhuginn þegar við sáum matseðlana á borðunum; ham- borgarar, grillaðir kjúklingar, franskar og fleira góðgæti. Hvað gat 16 ára unglingur óskað sér frekar? Þetta var ákveðið! Um leið og búið var að handsala samkomulagið leit Grétar ákveðið í augun á Benna og sagði „Ég vil að þú vitir Benni að ég er með heiftarlegt ofnæmi fyrir salti.“ Með þetta kvaddi Benni og við Stefán litum í forundran á Grétar og spurðum einum rómi hvað þetta út- spil hefði átt að þýða. „Sáuð þið ekki saltkjötstunnurnar og saltfisksball- ana inn á lagernum,“ svaraði Grétar. Síðar kom á daginn að hann hafði lesið rétt í aðstæður og metið stöð- una rétt og bætt inn ákvæði í samn- inginn samkvæmt því. Mikilvægur kostur þá sem nú. Meðan við Stefán borðuðum saltkjöt eða saltfisk í ann- að hvert mál valdi Grétar sér góm- sætan rétt af matseðlinum. Grétar var greiðvikinn og hjálp- samur eins og hann á kyn til, mátu- lega sérvitur, vinfastur og velviljað- ur. Hann var einn sinnar gerðar og eykur það enn mikla eftirsjá og söknuð. Grétar er kært kvaddur og sárt saknað. Við Erla færum Dóru, Margréti Maríu, Hildi Gyðu, Kristínu Birnu og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Emil Emilsson. Það er enginn ósnortinn sem naut þeirrar gæfu að eiga Grétar Má að vini. Hann er syrgður en lifir áfram í hjörtum okkar sem fengum að kynn- ast einstökum manni. Þá standa eftir minningar um ótal góðar samveru- stundir jafnt í meðbyr sem mótbyr. Einn af mörgum mannkostum Grét- ars Más var mikið örlæti og þá ekki einungis í eiginlegum skilningi. Hann gaf af sér með svo mörgum hætti. Rausnin fólst ekki síst í því að deila með okkur lífsgleðinni og lífs- orkunni. Stundir með honum voru ávallt skemmtilegar og skapandi. Grétar Már lét sér annt um velferð annarra og var mjög ráðagóður vin- um sínum. Ráðin sjálf vörðuðu oftast dagsins önn en eftir stendur að þau byggðust á skynsemi, réttsýni og óvanalegri tilfinningagreind. Ráð- gjöfin endurspeglaði einnig viðleitni til að forðast gagnslausan ágreining og vilja til úrlausnar ef eitthvað fór úrskeiðis. Grétar Már réð öðrum heilt í samræmi við heiðarleg lífs- gildi. Þau réðu einnig afstöðu hans til sjúkdómsins og leit hans að bata. Á örlagatímum hefði skipt miklu fyrir land og þjóð og geta áfram reitt sig á þessa sérstöku eiginleika Grét- ars Más. Andlát hans var ótímabært og hann átti margt eftir óunnið og óreynt. Þrátt fyrir það hefur hann sett okkur fyrirmynd í svo mörgu. Við sem eftir lifum og látum okkur annt um minningu hans getum best staðið vörð um hana með því að hafa áfram í heiðri þau gildi sem hann taldi mikilvæg. Dóra og dæturnar voru tilgangur- inn í lífi Grétars Más. Við vottum þeim, móður hans, systkinum og öðr- um ættingjum okkar dýpstu samúð. Sturla Sigurjónsson, Hannes Heimisson, Þórir Ibsen. Ég kynntist Grétari fyrir utan Kársnesskóla þegar við vorum tólf ára. Hann stóð fyrir utan girðinguna og þorði ekki inn á skólalóð. Hann var nýr í hverfinu, þekkti engan og vissi ekki hvernig hann ætti að haga sér. Ég gekk til hans, kynnti mig og spurði hvort hann væri að flytja í hverfið. „Já,“ sagði hann. Hann var að flytja í vesturbæinn, af Hlíðarveg- inum á Þinghólsbrautina. Ég spurði hvort hann vildi ekki koma með mér heim. Við urðum óaðskiljanlegir. Hann var heimagangur hjá mér og ég hjá honum. Borðuðum við gjarna á báðum stöðum, fyrst heima hjá mér, svo heima hjá honum. Með Grétari kynntist ég Gunna dúu og urðum við allir þrír bestu vin- ir. Við fórum í sjómann. Grétar var bestur í hægri, ég í vinstri. Þeir fengu sér Suzuki, Gunni græna súkku, Grétar rauða. Gunni þeysti í burtu. Súkka Grétars bilaði. Við fór- um í sundfélagið. Inngönguskilyrðin voru ströng. Við æfðum stíft, tvisvar á dag, náðum prófinu og syntum þar í kjölfar Gyðu. Þá fyrst hófst lífið. Það var gaman. Við Grétar hlustuð- um á Woman from Tokyo og Major Tom og púuðum Tiparillo, tefldum og stilltum saman strengina með því að lesa hvor annars hugsanir. Okkur varð betur ágengt en við hugðum því löngu síðar, þegar við völdum okkur maka, voru eiginkonur okkar jafn- aldrar uppá dag, þó ekki tvíburar. Við Grétar áttum vel saman. Báðir vorum við miklir ömmudrengir. Amma mín bjó heima og var vinsæl meðal strákanna. Hann var ljósið hennar Möggu. Þangað komum við oft. Þar var gott að vera. Það er sárt að horfa á eftir sínum besta vini en stærst er sorgin hjá Gyðu, Dóru og dætrum þeirra Grét- ars og systkinum hans. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi Guð geyma góðan dreng og veita ykkur styrk. Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Ólöf Pétursdóttir. Það er sárt að sjá á eftir öflugum einstaklingi og góðum vini svo langt um aldur fram. Kallið kom og ekkert fékk hindrað það sem við stöndum nú andspænis. Hópurinn er stór sem syrgir frábæran félaga og samstarfs- mann. Sorgin er þó mest hjá eftirlif- andi eiginkonu og dætrum sem ég votta dýpstu samúð. Ég hitti Grétar Má Sigurðsson í fyrsta skipti í Brussel þegar alda- mótin voru handan við hornið og sendinefnd þingmanna fór í kynnis- ferð til Evrópu. Mér er minnisstætt hve viðmót Grétars var hlýtt og nær- vera hans þægileg. Hann var á þess- um tíma varafastafulltrúi hjá Fasta- nefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu og gjörþekkti allar hliðar mála. Síðan gegndi hann starfi aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA þar til hann var skipaður sendiherra árið 2001 og gerðist skrif- stofustjóri viðskiptaskrifstofu ráðu- neytisins. Síðan þetta átti sér stað hefur mikið vatn runnið til sjávar og stórar ákvarðanir verið teknar. Framundan eru viðræður um aðild að umdeildu samstarfi Evrópuþjóða. Augljóst er að hlutverk Grétars hefði orðið stórt í þeirri mikilvægu vinnu sem við stöndum nú frammi fyrir. En þannig verður það ekki. Hann hefur verið kallaður á veg æðri máttarvalda. Ég er þakklát Grétari fyrir það einstaka samstarf sem við áttum í ut- anríkisráðuneytinu. Alhliða þekking hans á utanríkismálum og einstakir mannkostir gerðu mér valið á honum sem ráðuneytisstjóra auðvelt. Ein- lægur áhugi hans á að tengja utan- ríkisþjónustuna atvinnulífinu í rík- ara mæli réð þar einnig miklu um. Grétar gegndi starfi ráðuneytis- stjóra með prýði þar til hann varð að játa sig sigraðan af gestinum óboðna sem heggur svo grimmdarlega og spyr einskis. Það var ekki háttur Grétars að gefast upp enda hafði hann barist hetjulega og af bjartsýni við illvígan sjúkdóm þar til yfir lauk. Guð blessi minninguna um Grétar Má Sigurðsson. Valgerður Sverrisdóttir.  Fleiri minningargreinar um Grét- ar Már Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.