Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I. Kor. 8, 3.) Víkverji lifði sig inn í leik Íslandsog Frakklands á mánudag og engdist um fyrir framan sjónvarpið þegar á leikinn leið og ekkert virtist ætla að falla með íslenska liðinu. Fyrsta markið var glæsilegt, en fyrra vítið, sem Frakkarnir fengu, var ódýrt og erfitt að sjá að nokkurt brot hefði átt sér stað. Í ljósi þess að það skyldi dæmt var óskiljanlegt að rúss- neski dómarinn skyldi ekki gefa víti þegar Hólmfríður Magnúsdóttir var felld í vítateig Frakkanna skömmu síðar. Seinna víti Frakkanna var hins vegar engin spurning þótt brotið hafi verið klaufalegt og engin hætta. x x x Þótt Víkverji hefði dómarann áhornum sér fannst honum full- mikið gert úr hans hlut í lýsingunni á leiknum í Ríkissjónvarpinu. Þar var nánast allt farið að snúast um dóm- arann þannig að Víkverji brá á það ráð að horfa á leikinn á Eurosport þar sem púður þulanna fór í að lýsa leikn- um. Þar sagði þulurinn að þeir, sem vantaði lið til að halda með, gætu gert margt verra en að taka upp málstað Íslands. Í lok leiks sagði hann að Ís- lendingar gætu tekið það með sér úr leiknum að þrátt fyrir alla sína tækni hefði franska liðinu aðeins einu sinni tekist að rjúfa öftustu varnarlínu Ís- lendinganna. x x x Þulur, sem lýsti leiknum á Rás 2,hafði þann skrítna sið að tala ávallt um þær íslensku og þær frönsku en aldrei einfaldlega um Ís- lendinga og Frakka. Ólíklegt er að staglast hefði verið á að nú væru þeir frönsku með boltann og þeir íslensku í vörn ef karlar hefðu verið að spila. x x x Hólmfríður Magnúsdóttir skoraðifallegt mark eftir glæsilega fyr- irgjöf Margrétar Láru Viðarsdóttur, en sú greining Hólmfríðar að endur- skoða megi þá ákvörðun að hafa kvendómara í úrslitakeppni var ekki jafn traust. Ef vel er að gáð er nokk- urn veginn víst að finna megi karl- dómara sem gert hafi afdrífarík mis- tök í úrslitakeppni. Ef ekki allsendis öruggt. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 kveða, 4 svíkja, 7 margtyggja, 8 tröll, 9 víð, 11 horað, 13 röskur, 14 gól, 15 ljós, 17 keyrðum, 20 bókstafur, 22 lítill poki, 23 bárur, 24 sefaði, 25 missa marks. Lóðrétt | 1 vermir, 2 málmur, 3 hermir eftir, 4 lögun, 5 veik, 6 pen- ingar, 10 rándýr, 12 guð, 13 afgirt hólf, 15 drekk- ur, 16 fiskinn, 18 svæfill, 19 kremja, 20 gufusjóði, 21 skökk. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sýnilegur, 8 Iðunn, 9 gadds, 10 inn, 11 stafn, 13 annar, 15 skens, 18 sakna, 21 kák, 22 tudda, 23 játar, 24 hrakyrðir. Lóðrétt: 2 ýsuna, 3 iðnin, 4 eigna, 5 undin, 6 viss, 7 ásar, 12 fen, 14 nía, 15 sótt, 16 eldir, 17 skark, 18 skjór, 19 kætti, 20 akra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú verður í aðstöðu til að ráða ungu fólki heilt í dag. Vertu ekkert að velta þér upp úr þessu heldur njóttu þess bara í einlægni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Svo virðist sem fólk reyni vísvit- andi að reita þig til reiði í dag. Notaðu þetta þér til framdráttar. Fólk hlustar á þig núna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ef þið eruð sannfærð um ágæti eigin skoðana eigið þið að berjast fyrir þeim af festu og öryggi. Aðrir sjá að þú trúir á skoðanir þínar og vilja því sam- þykkja tillögur þínar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú veist ekki hvernig þú vilt láta koma fram við þig og verður sjálfur í vandræðum með framkomu þína við aðra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ekki eyða tímanum í rifrildi um stjórnmál og trúmál í dag. Bíddu með öll innkaup til morguns og farðu þér í engu óðslega. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Veltu þér ekki upp úr gömlum málum því öllum verða á mistök. Brostu framan í heiminn og taktu hlutunum létt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú gerir miklar kröfur til annarra en þarft að læra að meta það að fólk hafi gert sitt besta. Einhver reiðist þér fyrir að vinna þér inn meiri peninga en hann. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Gefðu þér tíma til að koma hlutunum þannig fyrir að þú getir verið ánægð/ur með útkomuna. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sama hversu annríkt þú átt, þá skaltu gefa þér 15 mínútur í einrúmi. Búðu þig undir ævintýri og ýttu frá þér ótta og efasemdum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur efasemdir um fram- kvæmd máls sem þér er ætlað að hafa áhrif á. En fólk er hjálplegt og sam- vinnuþýtt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú átt þér marga talsmenn og þarft því ekki að örvænta um þinn hlut þegar ákvarðanir verða teknar um fram- tíðarstöðu þína. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ef þú eyðir tímanum með ein- hverjum sem þú vilt alls ekki vera með þá ertu í raun að eyða allra tíma til einskis. Leggðu þig fram um að ná sátt- um sem eru þér nauðsynlegar upp á framtíðina. 26. ágúst 1950 Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki á móti í Brussel, stökk 7,32 metra. 26. ágúst 1984 Keppt var í fyrsta sinn í Reykjavíkurmaraþoni, al- þjóðlegu maraþonhlaupi. Sigurður P. Sigmundsson sigraði í maraþonhlaupi karla og Leslie Watson í kvennaflokki. Þátttakendur voru 214 en síðustu ár hafa yfir tíu þúsund tekið þátt. 26. ágúst 1991 Ísland stofnaði fyrst ríkja formlega til stjórnmála- sambands við Eystrasalts- ríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Ritað var undir yfirlýsingu um sambandið í Höfða. „Við snúum nú aftur inn í fjölskyldu Evr- ópuþjóða,“ sagði Lennart Meri, utanríkisráðherra Eist- lands, að undirrituninni lok- inni. Í kjölfarið viðurkenndu aðrar þjóðir þessi ríki. 26. ágúst 1998 Guðrún Björnsdóttir Árna- son lést í Winnipeg í Kan- ada, 109 ára og 310 daga, elst Íslendinga. Hún fæddist í Vopnafirði 1888 en flutti til Vesturheims fimm ára göm- ul. „Ég heiti íslensku nafni, er alíslensk og hef alltaf tal- að íslensku,“ sagði hún í við- tali þegar hún var orðin 107 ára. 26. ágúst 2007 Rúta fór út af veginum í hlíðum Bessastaðafjalls í Fljótsdal. Þrjátíu verkamenn við Hraunaveitu voru í rút- unni og voru fimmtán þeirra fluttir á sjúkrahús. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „ÉG er búinn að hanna hinn fullkomna afmælis- dag,“ segir Daníel Ágúst Haraldsson tónlistar- maður. ,,Ég vakna með kærustunni og fæ mér svo morgunmat með henni, dótturinni og dóttur- dóttur. Eftir hann fer ég svo með afastelpuna í leikskólann. Fæ mér svo eitthvað gott í hádeginu,“ segir hann. Klukkan tvö liggur svo leiðin í klipp- ingu og svo verður haldið heim aftur til að huga að undirbúningi kvöldsins. Er hann búinn að bjóða vinum og vandamönnum í notalega litla hvers- dagsveislu klukkan fimm. „Mig langaði til þess að sjá aðeins framan í fólk og eiga notalegt spjall svo ég býð í rússneskt kartöfluuppskeruafmælispartí og ætla að malla einhverja góða, tæra kartöflusúpu að rússneskum hætti. Ég stefni á svona ekta, grófa sveitasúpu en ekki kartöflumauksrjómasúpu.“ Daníel gróðursetti kartöflur í garðinum hjá sér í Samtúninu í vor og er þessi fínasta uppskera að koma upp um þessar mundir. Undir borð- haldi verður svo spiluð rússnesk karlakóratónlist upp á stemninguna. Spurður um gjafir taldi Daníel ekki ólíklegt að einhverjar myndi hann nú fá og þá sennilega nokkrar tengdar tónlistinni sem væri hans líf og yndi. sigrunerna@mbl.is Daníel Ágúst Haraldsson er 40 ára Teiti að rússneskum hætti Reykjavík Ingi fæddist 18. júní kl. 12.15. Hann vó 3.400 g og var 51 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Linda Garðarsdóttir og Hreggviður Ingason. Reykjavík Hjalti fæddist 23. apríl kl. 22.28. Hann vó 2.700 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Dóra Magnúsdóttir og Guðmundur Jón Guðjóns- son. Sudoku Frumstig 5 9 1 8 2 4 7 3 1 5 5 6 3 8 8 9 7 4 1 3 6 2 5 4 9 7 9 1 8 5 6 9 3 6 2 8 1 8 2 4 9 4 7 3 2 7 9 4 6 1 3 5 7 2 8 5 3 2 6 5 9 1 3 3 4 7 4 5 5 7 6 1 2 9 8 2 7 9 4 1 5 6 3 1 5 4 3 6 2 7 9 8 3 6 9 5 7 8 4 2 1 7 4 2 8 5 3 6 1 9 5 8 1 7 9 6 2 3 4 6 9 3 1 2 4 8 7 5 9 1 5 6 8 7 3 4 2 2 3 6 4 1 5 9 8 7 4 7 8 2 3 9 1 5 6 3 7 2 9 1 4 6 8 5 9 5 1 6 3 8 7 2 4 6 8 4 5 7 2 9 1 3 8 4 3 7 6 1 2 5 9 5 9 6 2 8 3 1 4 7 2 1 7 4 9 5 3 6 8 4 2 9 3 5 6 8 7 1 7 6 8 1 4 9 5 3 2 1 3 5 8 2 7 4 9 6 3 2 8 4 1 7 9 6 5 7 9 4 5 2 6 8 1 3 6 1 5 9 3 8 7 4 2 5 7 2 8 4 9 1 3 6 8 4 1 7 6 3 2 5 9 9 3 6 2 5 1 4 7 8 2 6 3 1 8 4 5 9 7 4 5 9 6 7 2 3 8 1 1 8 7 3 9 5 6 2 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 26. ágúst, 238. dagur ársins 2009 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e5 4. Bc4 Be7 5. d3 d6 6. O-O Rf6 7. Rg5 O-O 8. f4 h6 9. Rf3 Bg4 10. h3 Bxf3 11. Dxf3 Rd4 12. Df2 Hb8 13. a4 a6 14. fxe5 dxe5 15. Rd5 b5 16. axb5 axb5 17. Rxf6+ Bxf6 18. Bd5 De7 19. Ha6 Bh4 20. g3 Bxg3 21. Dg2 Dh4 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ind- verski stórmeistarinn Parimarjan Negi (2.590) hafði hvítt gegn Nicholas Nielsen (2.196). 22. Hg6! Kh7 23. Hg4 Dh5 24. Hxg3 Re2+ 25. Kh2 Rxg3 26. Dxg3 Hb6 27. Be3 Hg6 28. Df3 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Skaðabætur. Norður ♠63 ♥KG43 ♦K104 ♣ÁK74 Vestur Austur ♠K109852 ♠G4 ♥82 ♥Á7 ♦Á2 ♦98653 ♣DG2 ♣10985 Suður ♠ÁD7 ♥D10965 ♦DG7 ♣63 Suður spilar 4♥. Norður er gjafari og vekur á 1♣, Standad. Suður svarar á 1♥ og vestur stingur inn 1♠. Norður hækkar í 2♥ og suður skellir sér í fjögur. Vestur spilar út ♦Á og meiri tígli. Sem þýðir bara eitt: hann er að búa í haginn fyrir stungu. Er hægt að bregð- ast við þeirri hættu? Stunguna er ekki hægt að forðast, en það má fara fram á skaðabætur. Leiðin til þess er að spila laufi þrisvar og trompa hátt, spila þá fyrst hjarta. Austur drepur og gefur makker sínum stungu, en nú á vestur ekkert eftir nema spaða og neyðist til að spila upp í gaffalinn. Vestur þarf að eiga sexlit í spaða til að laufhreinsunin skili árangri, en það er ekki ólíklegt í ljósi þess að austur studdi ekki spaðann við 2♥ norðurs. Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.