Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Fyrirvararnir styrktir  Meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi í gær Icesave-frumvarpið út úr nefnd til 3. og síðustu umræðu  Fyrirvararnir styrktir  Á að tryggja hagsmuni Íslands FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is MEIRIHLUTI fjárlaganefndar náði samstöðu um fyrirvara við ríkisábyrgð Tryggingasjóðs inni- stæðueigenda vegna Icesave-skulda um miðjan dag í gær. Þar með var ljóst að nefndin hafði lokið umfjöllun sinni um málið og Alþingi fær það nú til 3. umræðu. Stefnan er sett á að ljúka málinu í dag og samþykkja þar með frumvarpið. Nefndin hefur sett nokkuð veigamikla fyrirvara við frumvarpið í upphaflegri mynd. Breytingartil- lögur við frumvarpið eins og það var samþykkt eftir 2. umræðu eru einkum tvær. Í fyrsta lagi fyr- irvari um að ríkisábyrgð á lánum tryggingasjóðs- ins frá Bretum og Hollendingum nái til ársins 2024. Þá verði hins vegar gengið að nýju til við- ræðna við Breta og Hollendinga. Í öðru lagi er síðan að tryggt verði að fyrirvar- arnir á ríkisábyrgðinni haldi þegar á hólminn er komið, það er að Bretar og Hollendingar sam- þykki þá. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var 5. júní, er gert ráð fyrir að endurgreiðslur á Ice- save-lánunum hefjist ekki fyrr en eftir sjö ár, eða árið 2016. Samkvæmt frumvarpinu, og þeim fyr- irvörum sem sátt hefur náðst um, munu lánin frá Bretum og Hollendingum endurgreiðast á árun- um 2016-2024. Frekari skorður verða þó á endurgreiðslunum þar sem þróun efnahagsmála hér á landi muni ráða því hversu mikið verður greitt af láninu á hverju ári. Þar mun sérstaklega verða miðað við hagvöxt, en ef hann er enginn eða minnkar milli ára falla greiðslur af lánunum niður. Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og einn þeirra sem sátu í samninganefndinni fyrir Íslands hönd, segir Breta og Hollendinga ekki ætla að tjá sig um fyrirvarana við ríkisábyrgðina fyrr en Al- þingi hefur endanlega afgreitt þá. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is „SÁ ÁGREININGUR sem færi fyr- ir gerðardóm væri fyrst og fremst lagalegs eðlis,“ segir Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda. Hann hef- ur, að höfðu samráði við Hagsmuna- samtök heimilanna, Félag fasteigna- sala, Búseta og Húseigendafélagið o.fl. hagsmunaaðila, sent fyrirtækj- um og lífeyrissjóðum sem veitt hafa neytendalán, svo og félags- og tryggingamálaráðherra vegna Íbúðalánasjóðs, tilmæli með ósk um viðræður við þá um gerðarsamning í því skyni að leysa með skjótum hætti úr réttarágreiningi um for- sendubrest og öðrum lagalegum álitamálum um gengis- og verð- tryggð neytendalán. Gísli segir gerðardómsleiðina ekki bara færa heldur líka hent- uga. „Margir hafa nefnt forsendu- brest, til dæmis,“ segir Gísli. „Það eru margvísleg lagarök, þannig að þetta er ekki eins og stjórn- málamenn virð- ast hafa haldið að verið sé að veita einhvern afslátt eða lækkun. Þetta er þjóðfélagslega hagkvæm leið til að leysa úr mjög brýnum ágreiningi. Ein röksemdin er meira að segja að það hafi verið bannað að veita geng- isbundin lán,“ segir Gísli. Fjögurra mánaða bið Hann kveðst hafa, sl. vor, beðið stjórnvöld um að leysa úr málinu. „Það mistókst og nú hefur biðin eft- ir lausn varað í fjóra mánuði og þá er að biðja bankana, kröfuhafana, lífeyrissjóðina, að gangast inn á það sama eftir gildandi lögum. Ég var að biðja um sérlög um sérlausn en þó eftir gildandi efnisreglum. Nú er ég hins vegar búinn að gefast upp á að bíða eftir stjórnvöldum, má segja, og þá er að nýta gildandi lög um gerðarsamninga, sem gjarnan eru notaðir í viðskiptalífinu, til dæmis ef menn vilja leysa mál með skilvirkum hætti,“ segir Gísli og bendir á að í gerðardómi sé ekki áfrýjunarstig og þess vegna taki gerðardómsleiðin alltaf mun styttri tíma. „Allir neytendur sem vilja fá úr- lausn og allir bankar og sparisjóðir sem vilja fá úrlausn hratt gætu gerst aðilar að þessum gerðardómi,“ segir Gísli. Voru gengisbundin lán bönnuð samkvæmt lögum? Vill mynda gerðardóm til að skera úr um lögmæti neytendalána Gísli Tryggvason EFLAUST geta þessi ungmenni tekið undir orðin „í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera“. Í það minnsta skemmta þau sér konunglega þar sem þau eru við leiki við Austurbæjarskóla. Nú eru skólarnir byrjaðir á ný og þá iða skólalóð- irnar af ljúfum barnaröddum með reglulegu millibili, nefnilega í frímínútunum. Þess á milli dettur á mikil þögn þangað til bjallan hringir út úr síðustu kennslustundinni og raddirnar ungu fylla loftið á ný – fullar gleði yfir því að skóladegi er lokið og enn á ný gefst tími til leikja. sia@mbl.is Gleði og gáski á skólalóðunum á ný Enn gefst tími til leikja á skólalóðinni Morgunblaðið/Eggert „EKKI fara margir erlendir innflutnings- aðilar að keppa um þennan litla markað,“ segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Hann tók málefni Sem- entsverksmiðjunnar á Akranesi upp á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, en fram hefur komið að erfiðleikar eru þar í rekstrinum. Jón bendir sérstaklega á að á Íslandi er ekki stór markaður fyrir sement og ef verksmiðjunni á Akranesi verður lokað sé hætt við að eingöngu verði flutt inn sement frá Danmörku. „Við vitum öll að það er sam- dráttur í bygginga- og steypufram- kvæmdum,“ segir Jón. „Það er fyr- irsjáanlegt að að óbreyttu verður að skera mikið niður vinnu þarna og jafnvel loka henni um tíma,“ seg- ir Jón og bendir á að slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar. „Það er oft svo að ef fyrirtækjum sem byggja á sérhæfðum starfskröftum er lokað um tíma tapast þekkingin og erfitt getur reynst að koma starfseminni aftur í gang.“ Hann telur að huga eigi að því að kaupa íslenskt sement til opinberra framkvæmda. „Við erum líka í þeirri stöðu að við búum við neyð- arlög á sviði fjármála- og viðskipta- lífs í landinu. Við búum við lög um gjaldeyrishöft og það er ljóst að gjaldeyrir er mjög af skornum skammti. Þess vegna ber okkur að horfa til allra þeirra starfa sem geta verið til verðmætasköpunar í landinu og spara innflutning.“ Iðnaðarráðherra og umhverfis- ráðherra var falið að kanna stöðu málsins og leggja fram minnisblað í ríkisstjórninni. sia@mbl.is Ísland ekki eftir- sóttur markaður Jón Bjarnason BÚIÐ er að veiða 89 langreyðar af þeim 150 dýra kvóta sem gefinn var út. Hvalbátarnir hafa legið inni á Hvalfirði í tvo daga vegna brælu en þeir héldu til veiða á ný í gærkvöldi. Að sögn Kristjáns Loftssonar, for- stjóra Hvals hf., hafa veiðar og vinnsla gengið vel. Hann segir að vertíðin geti staðið út september en það fari eftir veðri og veiði hve lengi hún muni standa. Talsvert er um að ferðafólk komi og fylgist með hvalskurðinum í Hvalfirði enda að- stæður til þess ágætar. sisi@mbl.is Búið er að veiða 89 langreyðar í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.