Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 ✝ Sigríður Sigurð-ardóttir frá Star- dal fæddist 2. júlí 1933. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 19. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Sigurður Magn- ússon, f. 6. september 1893, d. 10. janúar 1976, og Sæunn Bjarnveig Bjarna- dóttir, f. 17. júní 1911, d. 6. ágúst 1981. Al- systur Sigríðar eru Guðveig Sigurlaug, f. 9. desember 1931, og Anna Mar- grét, f. 8. júlí 1934. Hálfbróðir hennar samfeðra var Magnús Star- dal Sigurðsson, f. 1920, d. 1964. Hálfsystur hennar sammæðra eru, Kristín, f. 15. ágúst 1940, Jóhanna Vilhelmína, f. 20. febrúar 1946 og Ástrós, f. 28. júlí 1952, d. 5. sept. 2004, Reginbaldursdætur. Dóttir Sigríðar er Sigrún Gunn- arsdóttir, f. 7. mars 1952, faðir Gunnar Karl Gunnarsson, f. 6. ágúst 1926. Sigríður giftist árið 1957 Kristni Bjarna- syni, f. 14. mars 1928, d. 3. desember 2008, þau skildu. Barna- börn Sigríðar eru 1) Ingimundur Ellert Þorkelsson, f. 8. júní 1969, maki Að- alheiður Lind Þor- steinsdóttir. Börn þeirra eru Anna Steina, f. 19. sept- ember 1992, og Aron Andri, f. 23. janúar 1997. Elsta barn Ingi- mundar er Alexandra Eyfjörð, f. 6. júlí 1989, barnsmóðir Valdís Hans- dóttir. 2) Heiða Mjöll Stefánsdóttir, f. 22. maí 1972, maki Hörður Harð- arson. Börn þeirra eru Baldur Elf- ar, f. 8. janúar 1992, Alda Björk, f. 11. júní 1993, Unnur Mjöll, f. 14. nóvember 1995, og Hlynur Breki, f. 8. apríl 2001. 3) Jóhannes Baldur Stefánsson, f. 29. ágúst 1973, d. 16. febrúar 1987. Útför Sigríðar fer fram frá Lága- fellskirkju í dag, 26. ágúst, kl. 15. Elsku mamma, nú ertu búin að fá hvíldina. Þegar ég kvaddi þig á Grund gladdist ég eiginlega svolítið í hjarta mínu þín vegna þó að tilfinningavið- brögðin væru sorg og söknuður því að ég vissi að þú varst þrotin að kröftum og svo tilbúin að fara. Þegar ég svo núna sest niður við að skrifa og læt hugann reika kemur ýmislegt upp í hugann en fyrst og fremst minnist ég þín sem góðrar, strangheiðarlegrar og ábyggilegrar manneskju. Í hug- ann kemur líka mikið þakklæti til þín fyrir það hvað þú varst börnunum mínum og barnabörnum mikil amma og langamma. Þú varst engin venju- leg amma, og það kom mér reyndar svolítið á óvart þegar við fórum að rifja upp minningar um þig hvernig þau minntust þín og kannski frekar hvernig þau upplifðu og muna sam- vistirnar við þig, því að þú flíkaðir ekki tilfinningum þínum mikið í orð- um. Þú sýndir þær miklu frekar í verki og með tímanum sem þú eyddir með þeim og þú varst þeim mikill kennari um lífið og náttúruna. Þú tjáðir tilfinningarnar þínar gjarnan í ljóðunum þínum og má þar m.a. nefna ljóðið til hans Jóhannesar Baldurs, þar sem þú lýsir sorg þinni og söknuði svo óendanlega fallega og það er okkur ómetanlegt að geta upp- lifað kærleikann þinn áfram í gegnun ljóðin þín þó að þú sért farin. Ég hygg að börnin mín muni ekki oft minnast þín án þess að dýrin komi upp í hugann og hvernig þú kenndir þeim að umgangast þau af kærleika og virðingu hvort sem þau voru stór eða smá. Við munum líka ábyggilega oft minnast þess hversu mikla virð- ingu þú barst fyrir tungumálinu okk- ar, íslenskunni, og varst óþreytandi að kenna okkur og leiðrétta þar til við töluðum hana rétt og fallega. Ég man þegar Heiða Mjöll, dóttir mín, var lítil og hún kom með einhver orð eða am- bögur sem voru í tísku í það og það skiptið og þér fannst ekki vera nógu fallegt og rétt mál, að þá var henni orðið nóg að horfa á þig til að leiðrétta sig sjálf. Við áttum ekki alltaf skap saman mæðgurnar, sérstaklega ekki á með- an ég var yngri þó að okkur þætti óskaplega vænt hvorri um aðra. En við bættum það upp seinni árin sem voru okkur báðum mjög dýrmæt. Við kenndum hvor annarri mikið í gegn- um ævina og það er mér ómetanleg reynsla sem ég bý að þann tíma sem ég á eftir að dvelja hér á jörðinni. Ég trúi því að sálin velji sér foreldra áður en hún kemur í heiminn og af ein- hverri ástæðu valdi ég þig. Ég er líka jafn viss um það að Jóhannes Baldur og Finnbogi hafa tekið á móti þér við vistaskiptin núna og að þið eigið öll eftir að taka á móti mér þegar minn tími kemur til að fara yfir móðuna miklu. Ég kveð þig því að þessu sinni með söknuði, en eftir á ég fallegar minn- ingar sem ég get yljað mér við í fram- tíðinni þar til að við sjáumst aftur. Þín dóttir, Sigrún. Nú er Sigga frænka búin að kveðja þennan heim. Það er skrýtið til þess að hugsa að hafa hana ekki lengur til að heimsækja og spjalla við. Þessi frétt kom heldur óvænt þó að hún væri vissulega farin að tapa heilsunni töluvert. Minningarnar leita á hug- ann og eru þær margar skemmtileg- ar. Það var nefnilega alltaf mikill samgangur á milli heimila Siggu og foreldra minna fyrir utan almenn fjöl- skylduboð eða þegar við hittumst uppi í Stardal sem var ósjaldan. Hún og mamma voru auk þess ágætar vin- konur og kom því Sigga mikið til okk- ar og við til hennar af engu sérstöku tilefni. Þá var oft skrafað og spjallað mikið og gjarnan gripið í spil. Sigga hafði nefnilega óhemju gaman af spil- um og ég sem krakki og unglingur líka og það voru ófáar tveggja manna vistirnar sem við Sigga frænka tók- um saman við eldhúsborðið í Brúna- landinu. Eins spiluðum við oft kasínu og marías eða bara hvað annað sem okkur datt í hug. Þá var hún í essinu sínu og gekk nú oft á ýmsu. Það fór ekkert á milli mála þegar hún fékk góð spil en hún hefði aldrei orðið góð- ur pókerspilari því maður vissi fljótt eftir gjöf hvort maður væri í vand- ræðum eða ætti möguleika á að vinna. Þessar spilastundir með Siggu frænku með skemmtilegri minning- um mínum frá æsku- og unglingsár- um. En sjaldan leið henni betur en á hestbaki enda mikil hestakona og mikill dýravinur. Hún var líka svolítið dellukerling og fékk ýmsar bráðs- kondnar dellur fyrir hinu og þessu í gegnum árin. Ein slík var upp úr 1971 þegar hún keypi sér rauðu Volkswa- gen bjölluna sem hún átti árum sam- an og keyrði á út um allt land á hesta- mót og í önnur ferðalög. Þá fékk hún nefnilega dellu fyrir Volkswagen bjöllum og varð hreinlega sérfræð- ingur á því sviði. Hún þeyttist út um allan bæ til að ná myndum af þeim í hverjum árgangi og hún gat séð lang- ar leiðir hvaða útgáfa og árgangur hvaða eintak var og þekkti öll smáat- riði þar um. Hún safnaði þessum myndum í lítið albúm sem hún sýndi manni um leið og hún útlistaði smáat- riðin, sem einkenndu hvern árgang af þessum bjöllum. Mér verður því oft hugsað til hennar Siggu frænku þar sem ég keyri um í Kaliforníu og rekst á gamla bjöllu, sem töluvert er enn af þar, og ég skoða ljósin, skottlúguna og fleira til að reyna að átta mig á aldrinum á þeim. Kemst nú ekki með tærnar þar sem frænka mín hafði hælana í þeim efnum. Ég á margar aðrar skemmtilegar minningar sem ekki er pláss fyrir hér en sendi Sig- rúnu, barnabörnum og langömmu- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Far vel, elsku frænka, og takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar. Kristrún Þórdís Egils- dóttir Stardal. Sigga frænka var bróðurdóttir afa míns Jónasar Magnússonar í Stardal, en hún kom aðeins sex mánaða gömul til afa míns og ömmu, Kristrúnar Ey- vindsdóttur í Stardal, og var alin þar upp af þeim sem þeirra eigin dóttir. Því var hún eiginlega meira föður- systir okkar systkina og frændsystk- ina en nokkuð annað. Enda leit hún á þau afa Jónas og ömmu Kristrúnu alla tíð sem sína eiginlegu foreldra. Sigga frænka var sterkur og líflegur persónuleiki sem svo sannarlega setti sinn svip á allar fjölskyldusamkomur og boð. Það sem einkenndi Siggu einna mest á meðan heilsan leyfði var hestamennskan og hversu mikill dýravinur hún var. Hún vildi hafa sem mest af þeim í kringum sig og fyrir utan hestana sem hún átti lengst af hélt hún líka hund í Reykjavík, hvað sem öllum reglugerðum leið. Það var ævintýri fyrir börn í þá daga að koma til hennar á Langholtsveg- inum þar sem hún var bæði með hund og kött. Einnig fiskabúr með stóra lit- ríka fiska. Á tíma var hún líka með fugla og jafnvel litla mús. Eins elskaði hún blóm og ekki síst rósir og hafði ótrúlegt lag á að koma afskornum rósum til og skjóta rótum og átti oft mikið af fallegum rósum. Eins og fyrr sagði var hún alin upp í Stardal og var sannkölluð sveitastelpa og hélt gjarn- an í gamlar sveitavenjur og máltak. Hún talaði mjög góða íslensku og það lagði metnað í það. Það voru engar út- lendar slettur eða rangar beygingar á þeim bænum en oft hrukku upp úr henni ansi litríkar lýsingar og ósjald- an gat hún komið fólki til að hlæja. Hún var algjör snillingur að steikja pönnukökur og kleinur. Enda munu þau ekki hafa grennst hjá Mogganum á meðan hún sá um kaffistofuna þar. Siggu var líka margt annað til lista lagt og hún prjónaði mikið úr lopa. Það eru ófáir í fjölskyldunni sem hafa átt og eiga enn lopapeysur frá Siggu frænku og það var gjarnan kallað í hana ef vantaði lopapeysur fyrir út- lendinga sem komu í heimsókn. Þá mætti Sigga bara með málbandið og oftar en ekki voru flíkurnar tilbúnar áður en viðkomandi fór aftur úr landi. Það eru víða til peysur enn sem hún prjónaði og ég veit um t.d. hjá frænd- fólkinu í Englandi sem og vinafólki hingað og þangað um Bandaríkin. Víða eru líka til hin óhemju fallegu milliverk sem hún heklaði af mikilli snilld. Sigga var líka mikil tilfinninga- vera og ljóðelsk var hún. Hún átti líka til að setja saman falleg ljóð sem hún að vísu hélt að mestu fyrir sjálfa sig og sína. Innilegar samúðarkveðjur til Sig- rúnar, barnabarna og langömmu- barna frá mér og minni fjölskyldu. Jónas Egilsson. Sigga frænka var mikil uppáhalds- frænka mín í æsku. Hún var frænka og uppeldissystir pabba míns og ólst upp í Stardal á Kjalarnesi, en fór ung til Reykjavíkur. Í æskuminningunni var það Sigga sem kom með fjörið, kátínuna og líflegar umræður um dagsins mál. Hún var falleg kona með dökkt hár, spékoppa og geislandi bjart bros. Ótrúlega orðheppin og oft snögg í tilsvörum. Sveitin og sveita- lífið togaði alltaf í hana en hún var samt það félagslynd að fjölmennið í borginni og nálægð við vini og ætt- ingja átti vel við hana svo lengi sem hún fékk að hafa dýrin sín í kringum sig og komst út úr bænum á góðviðr- isdögum. Hestar voru hennar yndi og hún var glæsileg á hestbaki og ég minnist ætíð hvað mér fannst mikið til koma þegar hún kom af fjalli með fjárhóp og stóð sig betur en flestir. Það var ekki ónýtt að eiga frænku eins og Siggu. Hver annar kom á blússfart til að kippa manni með á hestamannamót á Skógarhólum? Eða upp á Kjalarnes til að rifja og raka þar sem hún hafði fengið túnbleðil leigðan svo hún gæti heyjað fyrir hrossin. Stundum átti hún það til að koma við á veturna þegar allt var á kafi í snjó og bjóða mér upp í hesthús með þessum orðum: „Frænka, það er ófærð, viltu koma með til að ýta ef ég verð föst.“ Ég minnist þess nú ekki að hafa þurft að ýta henni, enda var hún fantagóður bílstjóri og með mikinn áhuga fyrir bílum. Hún renndi sér í gegnum skaflana á Volkswagen-bjöll- unni og komst nánast allt á henni á hvaða árstíma sem var. Hún vann lengst af við verslunarstörf en síðar vann hún lengi á kaffistofu Morgun- blaðsins. Hún var ætíð samkvæm sjálfri sér og sínum skoðunum hvað sem aðrir héldu fram. Hún lét heldur ekki bakveiki há sér við að gera það sem henni þótti skemmtilegt og stundaði m.a. hestamennskuna af kappi gegn þeirra tíma læknisráðum og sagði að sér væri sama hvað hver segði, henni fannst reiðmennskan hjálpa, enda má segja að það hafi komið í ljós síðar. Hún og mamma settu gjarnan permanent hvor í aðra. Mamma gerði þá árangurslausar til- raunir til að ýta okkur systkinum í burtu vegna þess að permanentlyktin væri okkur ekki holl. En það þýddi lítið, við vildum ekki missa af Siggu frænku og á milli þess sem vökvinn þurfti að standa eða hárið að þorna var gjarnan slegið í spil. Með samúðarkveðju, Inga Fanney Egilsdóttir. Mig langar til þess að minnast hennar ömmu minnar sem nú er fallin frá, yndislegrar og hjartahlýrrar konu. Þegar ég staldraði við og fór að rifja upp allar þær minningar sem ég á svo kærar um hana, var af gnægta- brunni að taka. Ég man bara ekki eft- ir að mér hafi nokkurn tímann leiðst hjá henni. Það sem kom mér fyrst í huga er virðing ömmu fyrir náttúrunni og dýrum og náði hún að smita og njóta þessa áhuga með barnabarnabörnum sínum. Hestar og hundar voru henni efst í huga, og átti amma nokkra hesta og hund sem hún hélt mikið upp á. Eitt sinn er við tvö yngri systkinin fórum með henni í hesthúsin voru þar mýs sem afi ætlaði að veiða í gildru. Amma hélt nú ekki, það ætti ekki að drepa músina, svo hún veiddi hana án mik- illa láta og setti hana í kassa og fór með hana með okkur heim. Hún hafði tekið nóg af heyi fyrir hana til að grafa sig í, síðan setti amma músina í baðkarið heima og heyið. Hún tók okkur systkinin og út- skýrði að öll dýr sem væru lifandi fyndu til og það ætti að fara varlega með þau og alls ekki drepa þau að nauðsynjalausu. Við máttum síðan leika við músina og læra að vera ekki hrædd við hana, en fara varlega og virða hana. Amma hafði yndi af öllum dýralífsþáttum og horfði á ansi marga með mér og fengu börnin mín að njóta þess með henni líka síðar. Amma elskaði teiknimyndina um Tomma og Jenna og settist alltaf nið- ur með okkur til að horfa á þá eins og með barnabörnunum. Það var alltaf líf og fjör í kringum ömmu þegar ég var krakki, til dæmis má nefna óteljandi ferðir í kartöflu- garðinn, ýmist til að taka upp eða setja niður, rifsberjatínslu og sultun, bíltúra á Volkswagen bjöllunni með ísköldu sætunum upp í Stardal eða Saurbæ, ferðir í hesthúsið og að fá að fara á bak með ömmu. Ég minnist einnig yndislegra sam- verustunda í eldhúsinu þar sem amma bakaði til dæmis gómsætar pönnukökur og opnaði svo alltaf nýja fernu af mjólk fyrir mig, þar sem ég var gikkur og vildi ekki mjólk sem hafði staðið í opinni fernu. Þetta gerði enginn nema hún. Skrilljón stundir í stofunni þar sem ég lá í sófanum og hlustaði á plöt- urnar hennar með Ómari Ragnars- syni, skrípplunum frá öllum löndum því hún var alger og safnaði og átti skríplana frá öllum Norðurlöndunum og allar söguplöturnar. Seinna voru það Bergþóra Árna og Hörður Torfa og allt kántríið sem amma átti. Síðast en ekki síst langar mig að minnast á ást hennar á ís- lenskunni sem hún leiðrétti óspart of- an í mig þar til hún kvaddi okkur end- anlega. Það sem mér þykir vænst um er að ég mátti alls ekki segja að eitt- hvað væri ógeðslega flott því það sem væri ógeðslegt gæti ekki verið flott. Ég átti óteljandi gistinætur hjá henni og á morgnana mátti ég skríða upp í og nýtti mér það óspart. Amma var ákveðin og ströng en var í leiðinni ástrík og ljúf. Þetta var því mikil og flott kona sem ég þakka fyrir að hafa notið sam- vista með öll þessi ár. Sárt er að kveðja hana og því vil ég enda þetta með þessum orðum: Elsku amma mín, hvíl þú í friði, Heiða Mjöll. Sigríður Sigurðardóttir ✝ Ástkær sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, INDRIÐI ARNAR ADOLFSSON yfirverkstjóri, Íshússtíg 9, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Gísli Sigurðsson, Erlendur Viðar Indriðason, Nazanin Khayatpour, Eva Jasmine Erlendsdóttir. ✝ Okkar ástkæra AGNA GUÐRÚN JÓNSSON, áður til heimilis Barðavogi 1, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Vífilsstöðum mánudaginn 24. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján S. Sigmundsson, Guðrún H. Guðlaugsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.