Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 er,“ segir Tarantino og bætir við: „En hann er algjört tungumálaséní og ég vissi að ég þyrfti jafnmikið tungumálaséní til að leika hann. Og ég fann ekki neinn, þeir gátu náð ljóðrænunni í þessu tungumáli en ekki hinu og öfugt – og þeir þurftu að ná ljóðrænunni í öllum málunum þremur. Það var augnablik sem ég hélt ég fyndi hann ekki, ég hringdi í framleiðendurna og sagði þeim: ef ég finn ekki rétta manninn til að leika Landa hættum bara við og gef- um út handritið. Ég þurfti að hætta við fyrir fimmtudag – annars yrðu ekki bara mínir peningar í spilinu lengur. Og framleiðendurnir voru pollrólegir og sögðu einfaldlega: Þessi vika verður bara: Landa, Landa, Landa. Síðan kom Christoph Waltz inn, las tvær senur. Laurence [Bender framleiðandi] sat við hliðina á mér og sagði: Við erum að gera bíómynd!“ Við það stendur Waltz upp og kyssir leikstjórann. „Sko, hann er ljúflingur, bara misskilinn!“ segir Tarantino því um nasistann sem hann loksins fann. „Ég tek samt fram, þessi mynd skipti mig öllu, en það var eitthvað frelsandi að geta sagt: ég ætla að gera myndina ná- kvæmlega eins og hún á að vera, annars geng ég í burtu.“    Hinn Þjóðverjinn í myndinni erDaniel Brühl. „Þegar ég var sextán sá ég Pulp Fiction og sagði vinum mínum eftir á – ég ætla að leika í bíómyndum. Fjórtán árum seinna bauð Quentin mér í prufu, ég var skelfilegur … en síðan voru þeir að tala um að það vantaði ennþá franska útgáfu af handritinu. Þann- ig að ég fór að impróvísera á frönsku, ég er hálf-spænskur og vissi að Bandaríkjamenn myndu ekki þekkja muninn. Og samdægurs hringdi Quentin og bauð mér hlut- verkið,“ segir Brühl og Tarantino tekur orðið af honum: „Ég hafði aldrei séð Bless Lenín [þar sem Brühl er í aðalhlutverki] og sá ýms- ar þýskar kvikmyndir. En Tom Tyk- wer, sem þýddi handritið fyrir mig á þýsku, benti mér á hana og þegar ég sá hana hugsaði ég með mér: þetta er Zollerinn minn, ég veit ekki hvort ég hefði getað gert myndina án Brühl.“ Brühl stendur upp og kyssir leikstjórann.    En hvernig blandaðist Brad Pitt íþetta? „Quentin kom í heim- sókn í sumarlok. Við töluðum um söguna á bak við, töluðum um bíó- myndir … og ég vaknaði morguninn eftir og sá fimm flöskur af víni á gólfinu. Og eitthvað sem virtist vera einhvers konar reykingamaskína. Og ég virðist hafa samþykkt að leika í myndinni því sex vikum seinna var ég kominn í búning sem Aldo Raine. En það er heiður að vinna fyrir „au- teur“ eins og Quentin, þú sérð að hann elskar bíómyndir.“    Tarantino grípur inn í. „Listrænthöfum við Brad verið að daðra lengi, löngunarfullt augnaráð yfir herbergið í partíum, litlu miðarnir undir borðið, ég fíla þig, fílar þú mig? Og þessar litlu spurningar, hvaða leikurum myndirðu vilja vinna með? Brad hefur alltaf verið einn þeirra sem ég hef nefnt, en ég vinn bara ekki þannig, þetta snýst um persónurnar. Þannig að ég hugs- aði, ef ég skrifa einhvern tímann persónu sem passar við Brad þá á það samstarf eftir að koma okkur til tunglsins. Og þegar ég var byrjaður að skrifa Aldo áttaði ég mig á að Brad yrði frábær í þessu. En þá fór ég að verða stressaður: hvað geri ég ef hann segir nei?“ Brad: „You had me at hello.“ Quentin: „I had him at bonsjúr.“ Brad: Je t’aime, Je t’aime, Je’taime.“ asgeirhi@gmail.com Erlendir dómar: Roger Ebert 100 / 100 Time 100 / 100 Empire 80 / 100 Variety 80 / 100 Metacritic 69 / 100 » Listrænt höfum viðBrad verið að daðra lengi, löngunarfullt augnaráð yfir herbergið í partíum, litlu miðarnir undir borðið, ég fíla þig, fílar þú mig? TAKE That-meðlimurinn Mark Owen ætlar að gifta sig í nóvember. Sú heppna hefur verið kærasta hans til langs tíma, Emma Fergu- son, og saman eiga þau tvö börn, þriggja ára og níu mánaða. Boðskortin hafa verið send út. Meðal gesta verða meðlimir Owens úr strákabandinu; Gary Barlow, Howard Donald og Jason Orange. Talið er að fyrrverandi bandfélaga þeirra Robbie Williams muni einnig verða boðið. Gestir verða þó ekki fleiri en fimmtíu. Brúðkaupið fer fram í Skotlandi en enginn fær að vita hvar í landinu fyrr en á stóra deginum. Gestum er sagt að mæta á einn tiltekinn stað þangað sem þeir verða sóttir og fluttir á leynistaðinn. Giftir sig á leynistað Par Ferguson og Mark Owen. NICK Jonas úr Jonas-bræðrunum vill verða forseti Bandaríkjanna. Hinn sextán ára tónlistarmaður hef- ur áhuga á að starfa við pólitík og hefur viljað þjóna föðurlandinu síðan hann var barn. „Ég hef alltaf sagt að ég vildi verða forseti. Ég er að hefja kosningabaráttuna núna,“ sagði hann kankvís í viðtali á CNN. Hann ræddi einnig um sykursýki sem hann þjáist af og sagðist vilja gera fólk meðvitaðra um þennan sjúkdóm. „Ég reyni að vekja athygli á sjúkdómnum hvenær sem ég get. Augljóslega hafa orðið tækni- framfarir í læknavísindunum svo við ráðum betur við sjúkdóminn, en von- andi finnst lækning einn daginn.“ Sykursjúkur forseti Nick Jonas Góður forseti? „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ 43.000 manns í aðsókn! Íslenskt tal BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON 38.000 manns í aðsókn! Einstök kvikmyndaperla sem engin má missa af! Stórbrotin mynd um óvenjulega sögu! HASAR OG TÆ KNIBR ELLUR SEM A LDREI H AFA SÉ ST ÁÐU R Frá Tony Scott, leikstjóra Deja Vu og Man on Fire kemur magnaður spennutryllir. Denzel Washington upplifir sína verstu martröð þegar hann þarf að takast á við John Travolta höfuðpaur glæpamannanna. HHH „Ein besta mynd Tony Scott seinni árin“ -S.V., MBL HHHH “Besta Tarantino-myndin síðan Pulp Fiction og klárlega ein af betri myndum ársins” T.V. - Kvikmyndir.is POWER SÝNIN G Á STÆ RSTA D IGITAL TJALD I LAND SINS KL. 10 :00 FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ KEMUR EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI -bara lúxus Sími 553 2075 Inglorious Bastards kl. 5 - 8 - 11 B.i.16 ára Ísöld 3 3-D (ísl. tal) kl. 3:30 LEYFÐ Inglorious Bastards kl. 5 - 8 - 11 Lúxus Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:30 LEYFÐ Taking of Pelham 123 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 5 - 8 - 11 B.i.16 ára Sýnd kl. 3:30 og 5:45 Sýnd m. ísl. tali kl. 3:45 Sýnd kl. 4, 7 og 10 (Powersýning) Sýnd kl. 6, 8, og 10 Sýnd kl. 8 og 10:10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.