Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 SUNNUDAGINN 30. ágúst verður þess minnst að hundrað og fimmtíu ár eru liðin frá byggingu Reynivalla- kirkju í Kjós. Séra Gísli Jóhannes- son lét reisa kirkjuna en yfirsmiður var Bjarni Jónsson frá Brúarhrauni. Fyrr á öldum voru Reynivellir kirkjustaður í þjóðbraut þegar helsta hafskipahöfn landsins var Maríuhöfn í Hvalfirði og um hlaðið lá leiðin til Þingvalla og Skálholts. Hátíðarguðsþjónusta hefst kl. 14 og síðan verður dagskrá í Félags- garði. Sóknarpresturinn, séra Gunn- ar Kristjánsson, prédikar. Í Félagsgarði segir séra Brynj- ólfur Gíslason frá langafa sínum, séra Gísla Jóhannessyni. Sögusýn- ing um kirkjuna verður í umsjón Ólafs J. Engilbertssonar sagnfræð- ings. Reynivallakirkja 150 ára Morgunblaðið/Sverrir Reynivallakirkja Það var séra Gísli Jóhannesson sem lét reisa kirkjuna.  Arnar Þór Jensson verk- fræðingur varði doktorsritgerð sína „A develop- ment of a speech recognition syst- em for resource deficient lang- uages“ hinn 23. febrúar sl. við Tokyo Institute of Technology í Japan. Leiðbeinandi verkefnisins var Sadaoki Furui, pró- fessor við Tokyo Institute of Technology. Í ritgerðinni var fjallað um tal- greinakerfi fyrir tungumál þar sem gögn eru af skornum skammti. Við gerð talgreinakerfis þarf mikið magn af gögnum bæði í texta og hljóðum. Tímafrekt er að safna gögnunum saman og einungis verið gert fyrir örfá tungumál með við- unandi árangri. Doktorsverkefnið sneri að því hvernig hægt væri að minnka þessa vinnu. Notast var m.a. við svokallað wfst-net og var það prófað fyrir íslenskt tal og gaf vís- bendingar um að vera raunhæfur kostur við gerð talgreina fyrir tungumál þar sem gögn eru af skornum skammti. Arnar lauk BS-gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði árið 2001 frá Há- skóla Íslands. Hann lauk MS-gráðu í tölvuverkfræði árið 2006 frá Tokyo Institute of Technology og hóf dokt- orsnám sitt sama ár. Hann er nú bú- settur í Tókýó þar sem hann vinnur að stofnun fyrirtækis. Foreldrar Arnars eru Jens Helgason rafvirkja- meistari og Guðrún Ragnars hjúkr- unarfræðingur. Doktor í verkfræði ALLIR ungling- ar á Norður- löndum á aldr- inum 15 til 19 ára ættu nú að leggja höfuðið í bleyti, dusta rykið af sköpunargáfunni og gera stutt- mynd um hlýnun jarðar og lofts- lagsmál því nú í haust hefst samkeppnin REClimate –myndir til varnar loftslaginu. Myndirnar geta verið af ýmsum toga: tónlistarmyndbönd, til- raunamyndir, mini-heimildarmyndir eða heimagerðar stuttmyndir. REClimate er ætlað að hvetja ungt fólk til að gera myndir sem geta orð- ið innlegg í pólitíska umræðu. Bestu myndirnar verða sýndar á leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna í Kaup- mannahöfn í desember. Þátttakendur geta hlaðið mynd- um sínum á heimasíðuna www.recli- mate.net frá 24. ágúst til 23. október. Eftir það ráðast úrslitin í atkvæða- greiðslu á heimasíðunni og með vali sérstakrar dómnefndar. Stuttmyndakeppni um hlýnun jarðar Sköpunargáfan á að ráða ferðinni.  Brynhildur Bjarnadóttir hef- ur varið doktors- ritgerð sína, „Car- bon stocks and fluxes in a young Siberian larch (Larix sibirica) plantation in Ice- land“, við land- upplýsinga- og vistfræðideild Lund- arháskóla í Svíþjóð. Leiðbeinendur voru dr. Anders Lindroth, prófessor við Lundarhá- skóla, og dr. Bjarni Diðrik Sigurðs- son, prófessor við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Í doktorsverkefninu var kolefn- ishringrás ungs lerkiskógar á Fljóts- dalshéraði rannsökuð ítarlega og tvær aðferðir til að meta kolefnis- bindingu með nýskógrækt bornar saman. Annars vegar var fylgst með flæði koltvíoxíðs milli andrúmslofts og vistkerfis yfir þriggja ára tímabil með svokallaðri iðufylgniaðferð (e: eddy covariance) og hins vegar var bindingin í jarðvegi, botngróðri og trjám metin með uppskerumæl- ingum. Niðurstöður verkefnins sýndu að þrátt fyrir ungan aldur batt skóg- urinn umtalsvert magn af kolefni. Mesta bindingin í þessum aldurs- flokki skógar átti sér stað neðan- jarðar, þ.e. í rótum og jarðvegi. Veð- urfarsbreytur eins og lofthiti og inn- geislun höfðu mikil áhrif á árlegan vöxt trjáa og botngróðurs sem og á niðurbrot lífræns efnis í jarðvegi og ákvörðuðu heildarkolefnisbindingu skógarins. Brynhildur fæddist árið 1974. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla árið 1999. Hún hefur starfað sem sérfræð- ingur hjá Rannsóknarstöð Skógrækt- ar ríkisins á Akureyri frá árinu 2003. Brynhildur er gift Sigurði Inga Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkuseturs á Akureyri, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Brynhildar eru Pálína S. Jóhannesdóttir sjúkraliði og Bjarni E. Guðleifsson nátt- úrufræðingur á Möðruvöllum í Hörg- árdal. Doktor í skógvistfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.