Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 ✝ Sigurður Ólafs-son fæddist á Skerðingsstöðum Dalasýslu 6. mars 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 19. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson og Anna Jakobína Sig- mundsdóttir, systk- inin voru sjö en fimm af þeim komust til fullorðinsára og var Sigurður yngst- ur þeirra, þau eru öll dáin. Fóst- urforeldrar hans voru Helga Björg Þorsteinsdóttir og Gísli Jónsson, Brunngili í Strandasýslu. Hann átti sjö fóstursystkini og eru þau öll látin. 17. september 1935 kvæntist Sigurður Júlíönu Sigríði Eiríks- dóttir, f. 8. nóvember 1905, d. 30. nóvember 1978. Þau eignuðust eina dóttur, Helgu Björg, f. 11. mars 1938, maki. Reynir Guð- bjartsson frá Mikla- garði, f. 21. október 1934. Þau eiga fimm börn, ellefu barna- börn og fjögur barnabarnabörn. Fósturdóttir Sig- urðar og Júlíönu er Bára Kolbrún Guð- mundsdóttir, f. 17. nóvember 1951, fyrri maður hennar var Ómar Bragi Ingason, látinn. Seinni maður hennar er Þorsteinn Hermannsson og á hún fimm börn og tíu barnabörn. Seinni kona Sigurðar er Guðrún Guðjónsdóttir, f. 15. ágúst 1927, og á hún fjögur börn, sjö barna- börn og átta barnabarnabörn. Minningarathöfn um Sigurð verður í Fossvogskirkju í dag, 26. ágúst, og hefst hún kl 15. Sigurður verður jarðsunginn frá Staðarhólskirkju í Saurbæ í Dalasýslu laugardaginn 29. ágúst kl. 14. Ég hef sennilega verið 14 eða 15 ára og ég var í sveit hjá Sigga á Kjar- laksvöllum, ömmubróður mínum. Við vorum að klára heyskapinn og vorum á Bjarnastaðatúninu, þar stóðu tvær gamlar en skínandi gráar Ferguson-dráttavélar með fullfermi af heyi á vögnunum. „Farðu á undan, ég treysti þér til að keyra varlega,“ sagði Siggi við mig. Ég lagði af stað upp með mér að vera treyst fyrir þessu verkefni. Allt gekk ljómandi vel þangað til ég mætti bíl á móts við Þverfell, ég vék til hliðar og bíllinn komst fram hjá, en þegar ég lagði aft- ur af stað gaf vegkanturinn sig og heyvagninn seig út af veginum og allt varð fast. Mér féllust hendur, fengi ég ávítur og yrði ekki treyst fyrir dráttavél meir? Það var ekki skemmtileg tilhugsun. Stuttu seinna kom Siggi og ég var frekar niðurlútur og bjóst við hinu versta en þá hann sagði hressilega við mig, ansans ár- ans klaufaskapur var þetta hjá þér, Lárus minn, ég ætti líklega að skamma þig, en ég get það bara ekki því vagninn fór líka út af hjá mér hér neðar í brekkunni. Siggi á Völlum hafði gott lag á því að fá fólk með sér, hann var forkur duglegur, hress og skemmtilegur og hrósaði fólki óspart í kringum sig. Hann sagði gjarnan að hann hefði bara hitt gott fólk um ævina, en lík- lega hefur hann sjálfur haft svona góð áhrif á fólk. Siggi var kappsamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur hvort heldur það var í búskapnum eða seinna eftir að hann flutti í bæinn í sölumennsku og kartöflurækt. Seinna á ævinni eftir að Siggi hafði missti Júlíönu, konu sína, kynntist hann tengdamóður minni sem hafði einnig misst manninn sinn. Siggi varð því tengdafaðir minn og afi barnanna minna, betri tengdaföður gat ég ekki fengið eða börnin mín betri afa. Kveðja, Lárus Kristinn Ragnarsson. Það er erfitt að kveðja og sjá á eftir góðum manni, góðum félaga og skemmtilegum vini. En þó að kveðju- stundin sé sár er minningin góð. Ég kynntist þér fyrir tæpum 30 ár- um þegar þú fluttir til okkar í Eikju- voginn. Þú varst svo sterkur per- sónuleiki að það var ekki hægt annað en að líka við þig. Ég sá fljótt hvern mann þú hafðir að geyma. Þú varst svo skemmtilegur og glaðlyndur, spilaðir á orgel, harmonikku og munnhörpu og söngst fyrir okkur. Þú samdir líka vísur um okkur öll og þá sem komu í heimsókn. Allar sögurnar sem þú sagðir okkur og allur söng- urinn þinn munu lifa með okkur um ókomna tíð. Þegar ég hugsa til baka man ég þegar við spiluðum vist, þú, ég, mamma og Lalli, og þú vannst alltaf því þú varst svo góður spilamaður, það var oft spilað langt fram á nótt og það var svo gaman. Þegar þið mamma fóruð í berjamó komu þið yfirleitt með fullar fötur af berjum sem þið hreinsuðuð og bjugg- uð til saft og sultur, þú elskaðir að fara í berjamó. Ég man allar sölu- ferðirnar sem þið fóruð um landið, þið komuð glöð og sæl til baka, selduð allt sem selja átti, hvort sem það voru bækur, blómafræflar, kartöflur eða berjasaft. Svo voru það allar lopa- peysurnar sem þið prjónuðuð. Allt var þetta gert með fullum hug, dugn- aði og gleði. Ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá þér með mömmu þegar þú kvadd- ir svo friðsamlega. Að lokum vil ég þakka þér samfylgdina og þá vináttu og tryggð sem þú sýndir okkur Lalla og börnum okkar. Missir okkar allra er mikill, ekki síst þinn, elsku mamma mín. Guð veri með okkur öllum og styrki okkur á þessum erfiða tíma. Hvíldu í friði, elsku Siggi. Viltu vaka yfir mér, án þín er allt svo tómlegt hér, ég mun aldrei gleyma þér. Þú kær verður ætíð mér. (S.H.) Guðrún Björg Ragnarsdóttir. Elsku afi. Þær eru margar minningarnar sem ég á með þér, alveg frá því ég var pínulítil og var í pössun hjá þér og ömmu í Eikjuvoginum. Ég fór með ykkur út um allt, sér- staklega í kartöflugarðana og í berja- mó. Það var líf og fjör hjá þér og ömmu og alltaf einhver í heimsókn. Ég man eftir því þegar þú varst að selja blómafræflana, þú sagðir mér að þeir hefðu töfralækningamátt og læknuðu allt. Mér fannst þú flottasti afi í heiminum. Allar sögurnar sem þú sagðir mér um þig og sveitina þína, þú ljómaðir allur þegar þú sagðir frá og með svo mikilli innlifun. Þú varst alltaf svo fé- lagslyndur og fljótur að kynnast fólki, vinkonur mínar kölluðu þig kyssu-afa, því að þú heilsaðir öllum sem þú hittir „almennilega“ eins og þú kallaðir það. Það var enginn eins og þú, afi, eng- inn nema þú vildi hafa bílskúrinn skreyttan með jólaseríum allt árið, enginn afi nema þú prjónaði lopa- peysur, enginn var jafn hugfanginn af gulli og þú, enginn laumaðist til að bjóða manni staup nema þú, enginn spilaði jafn vel á munnhörpu og þú. Þú varst einstakur og skemmtileg- ur afi. Þú kenndir mér að vera sjálfstæð og góð manneskja, það er ég mjög þakklát fyrir, elsku afi minn. Það var alltaf svo gott að koma til þín og ömmu. Sama hvað bjátaði á, alltaf var hægt að koma til ykkar og gleyma sér í spilamennsku og sögum. Elsku afi minn, ég mun sakna þín svo mikið. Þú varst alltaf besti afi minn. Þín Harpa Sjöfn Lárusdóttir. Elsku afi minn, núna ertu farinn á betri stað og þar sem aðrir englar taka á móti þér og þér mun líða vel. Þar munt þú hitta öll systkinin þín og góðu fóstruna þína. Ég man svo vel eftir öllum góðu stundunum okkar þegar þú spilaðir á munnhörpuna og við sungum saman. Allar vísurnar sem þú ortir, m.a. um mig og systkini mín og mömmu. Ég var skírð í höfuðið á þér og ömmu Rúnu og þú varst svo montinn með það og kallaðir mig engilinn þinn. Þegar ég kom til ykkar ömmu sagðir þú mér sögur úr sveitinni. Þú varst svo góður við alla, svo varstu mikill dýravinur og dýrin löðuðust að þér. Ég mun alltaf minnast þín, takk fyrir allar góður stundirnar sem við áttum saman en þær eru óteljandi margar. Þú varst besti afinn minn. Ég mun alltaf vera engillinn þinn. Sigrún mín er sætalín síst má hana græta. Yndisleg og alltaf fín með elsku brosið sæta (Sigurður Ólafsson.) Þín Sigrún Kristín Lárusdóttir. Sigurður Ólafsson Elsku Siggi. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Þín Guðrún. Elsku afi Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn Ragnar Kristinn Lárusson. HINSTA KVEÐJA „Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“. Í dag minnumst við Friðriks bekkjarbróð- ur okkar úr Kennaraskóla Íslands. Vorið 1948 var eftirminnileg kveðjustund í Kennaraskólanum. Freysteinn Gunnarsson skólastjóri veitti okkur sýn til framtíðar með sinni hógværð og háttvísi. Það var eftirminnileg skýring hans á væntan- legu starfsheiti okkar, orðinu emb- ættismaður. Freysteinn sagði að sami stofn væri í orðinu ambátt. Hann lagði áherslu á að hlutverk embættismannsins væri þjónusta. Hann hvatti okkur til að vinna öll okkar störf sem þjónar en ekki herr- ar. Farsæld þjónsins væri varanleg, en herradómurinn fallvaltur og hefði síður hugsjón uppalandans að leiðar- ljósi. Þetta veganesti Freysteins mun hafa reynst nemendum hans ekki síð- ur en þær tölur, sem skráðar voru á brottfararskírteinið. Þessi heilræði Freysteins eru dregin fram þegar við minnumst skólabróður okkar og kennsluferils hans. Friðrik gerði kennsluna að ævi- starfi sínu. Og þau heilræði, sem Freysteinn veitti okkur, munu hafa reynst Friðriki heilladrjúg á hans áratuga kennsluferli. Það er margs að minnast á kveðju- stundu, en við skólasystkini hans Friðrik Pétursson ✝ Friðrik Péturssonfæddist í Skjald- arbjarnarvík á Ströndum 9. apríl 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. júlí sl. og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 14. ágúst. minnumst sérstaklega hógværðar hans og prúðmennsku, þrátt fyrir eðlilegan gáska sem fylgir ungum mönnum í leik og námi. Okkur hefur tekist að halda hópinn fram á þennan dag. Við hitt- umst nú orðið dag- stund haust og vor og rifjum upp námstím- ann. Þær stundir eru okkar fjársjóður sem ávaxtast með ári hverju. Nú kveðjum við einn af félögum okkar Á þessari kveðjustund okkar bekkjarsystkina fylgir söknuður til góðs félaga, en aðstandendum færum við innilega samúð. F.h. 4. bekkjar Kennarsk. Íslands 1948, Hjörtur Þórarinsson. Það er vor. Árið er 1935. Tveir drengir, 11 og 9 ára, tína saman leik- föngin sín í brekkunni við klettana þar sem huldufólkið býr. Þetta eru skeljar, kuðungar, glerbrot og ýmis- konar hlutir sem hafið hefur borið á land um langan veg einhvers staðar frá löndum langt, langt í burtu þar sem búa ókunnar þjóðir, sem hafa yf- ir sér dulúð óveruleikans. Út á víkinni liggur fiskibátur frá Ísafirði sem er að taka búslóð fólksins á býlinu, ásamt rekavið úr fjörunni. Í norðri rís Geirhólmsgnúpur og í suðri Randa- fjallið. Það eru þáttaskil. Fjölskyldan í Skjaldabjarnarvík er að flytja og drengirnir hafa áhyggjur af því hvort þeir fái að taka með sér aleiguna, leikföngin í brekkunni hjá huldufólk- inu. Þetta eru þeir snáðarnir Friðrik Pétursson og undirritaður. Nýr kafli er hafinn. Nýtt umhverfi, framandi og ókunnugt, ótal nýir hlut- ir að læra. Barnaskólinn er á Finn- bogastöðum. Yfir fjallveg að fara er getur orðið erfiður að vetrarlagi í ófærð og vondum verðum. En þang- að liggur leiðin er ég fer í fyrsta skipti að heiman. Við Friðrik förum gang- andi, það er ófærð, það mætir okkur norðanhraglandi og dimmir í lofti. Ég verð hálf smeykur, en að snúa við – nei, við eigum að mæta í skólann og áfram er haldið. Skólinn er mér ný veröld, en Friðrik er búinn að vera þar í tvo vetur og orðinn heimavanur, stór og sterkur og lætur engan kom- ast upp með að sýna mér yfirgang. Það var metnaðarmál foreldra okkar að við færum í skóla eftir barnaskólann. Á þessum tíma eru héraðsskólarnir komnir til sögunar, en þeir gerðu ungu venjulegu fólki til sjávar og sveita kleift að afla sér menntunar, umfram barnaskólann. Eldri systkinin fóru í Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði, en eftir að Bretar hernámu hann lá leiðin í Hér- aðsskólann í Reykholti. Þangað fer Friðrik og er þar í tvo vetur. Eftir dvölina þar kennir hann einn vetur í gamla skólanum sínum á Finnboga- stöðum. Sjálfsagt hefur áhugi hans á kennslu vaknað þar, því þaðan fer hann í Kennaraskólann og lýkur það- an prófi. Kennslustörfin hefur hann svo í Vestmannaeyjum og frá Vest- mannaeyjum liggur leiðin til Kópa- vogs þar sem hann stundar kennslu allt þar til hann lætur af störfum vegna aldurs. Það hlýtur að vera erfitt og slítandi starf að kenna börnum og unglingum alla sína starfsævi. Ekki síst þegar þess er gætt að gríðarleg bylting verður í skólamálum og kennsluhátt- um á síðari hluta tuttugustu aldar. Ég held að í stórum dráttum hafi vel til tekist. Árið 1951 kem ég til Vestmanna- eyja sem farþegi á Hvassafellinu á leið til útlanda. Friðrik kemur um borð með kærustuna sína, Jóhönnu Sveinbjörnsdóttir, gullfallega stúlku, sem spilaði á hljóðfæri, söng og orti kvæði betur en margir er þóttust kunna sitt fag. Mér er það ennþá í minni hversu glæsileg þau voru og hamingjusöm með allt lífið framund- an, bjartsýn með stóra drauma. Nú er komið að leiðarlokum. Við eigum þér mikið að þakka og viljum láta það fylgja þér inn á óþekktar slóðir. Matthías Pétursson, Kristín H. Þórarinsdóttir. Þegar ég kynntist Friðrik fyrst var ég smástelpa í Vestmannaeyjum. Þá var hann að draga sig eftir uppá- haldsfrænku minni, henni Hönnu sem hann kvæntist, sem syrgir nú góðan mann sem hefur alla tíð verið hennar stoð og stytta í lífinu. Þegar ég hugsa til Friðriks þá kemur fyrst upp í hugann hetja, því það var hann sannarlega, sem tókst á við lífið af já- kvæðni og æðruleysi. Hann var far- sæll í starfi sem kennari í Kópavogi og Vestmannaeyjum, sérmenntaði sig í kennslu barna sem áttu í náms- erfiðleikum. Friðrik átti sér ýmis áhugamál í gegnum tíðina. Þegar hann bjó í Eyjum hafði hann gaman af því að fara á lundaveiðar. Eftir að fjölskyldan flutti í Kópavoginn þá var það skógræktin sem hann vann við í mörg sumur sem átti huga hans. Svo keypti hann sér trillu og fór að stunda sjóinn á sumrin, þar til kvótinn kom til sögunnar – þá var sjálfhætt. Ég minnist þess að Hanna var alltaf feg- in þegar hún vissi að Friðrik var kominn í land á kvöldin. Samkenn- arar frá því í Vestmannaeyjum hitt- ust reglulega og spiluðu brids. Einnig var taflið dregið fram þegar tækifæri gafst. Áhugi hans á útivist var alla tíð mikill. Bæði stundaði hann göngur og hafði gaman af ferðalögum. Hanna og Friðrik fóru oft í útilegu til Þing- valla. Sérstaklega var gaman að hlusta á hann segja frá góðri ferð í heimahagana á Strandirnar, þar sem þeir feðgar fóru saman á ættarmót. Blik kom í augu þegar hann minntist heimahaganna og samverunnar við fólkið sitt. Við fórum aldrei saman í ferðalag og nú ertu farinn í síðasta ferðalagið þitt. Um leið og ég þakka þér fyrir samveruna, þá óska ég þér góðs gengis í nýjum heimkynnum. Kveðja, Helga Herbertsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hef- ur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.