Saga - 1953, Page 3
INIotkun rúnaleturs á íslandi
frá landnámaöld og iram á 12. öld.
I.
Fornminjar nokkrar allgamlar, sem fundizt
hafa í Noregi, Danmörk, í Rúmeníu, í Branden-
burg og Volhyníu, hafa á sér letur, sem kallað
hefur verið rúnaletur. Allir þessir munir eru
úr málmi, og hafa rannsóknarmenn á sviðum
rúnafræði og fornminjafræði talið þær frá um
300 eftir Krists burð eða eldri. í rúnum þess-
um voru 24 stafir (rúnastafrofið eldra). Þykir
víst, að Gotar, sem um 200 höfðu fest byggð
norðan og vestanvert við Svartahaf, hafi þekkt
letur þetta, enda hafi Vulfila, biskup þeirra,
leitt af rúnum þessum letur það, er hann skráði
með ina gotnesku biflíuþýðinga sína snemma
á 4. öld. Menn vita ekki, hver eða hverir fundið
hafa upp stafrof þetta í öndverðu. Og ekki
kemur þeim heldur með öllu saman um það, af
hvaða eldra stafrofi rúnastafrofið sé leitt. Sum-
ir (Wimmer, Holger Pedersen) töldu alla rúna-
stafina gerða af stafrofi latínumanna. Aðrir
(Bugge, von Friesen) töldu gríska stafrofið
lagt til grundvallar um flesta þeirra, en lat-
neska stafrofið þó um nokkra. Enn aðrir (Mar-
strander, Hammarström) töldu rúnastafina
leidda af norður-etruskisku stafrofi, er upphaf-