Saga - 1953, Side 4
348
lega hefði verið leitt af latínustafrofi, og hefðu
Keltar í Norður-ltalíu þegar á 1. öld fyrir
Kristsburð notað þetta stafrof.
I Danmörku, og suðurhluta Noregs og Sví-
þjóðar hafa fundizt fjölmargir yngri munir frá
um 400— um 750 með rúnaletri því, sem áður
var greint.1) Síðar breytist stafrofið þannig,
að stafirnir verða einungis 16, og var það orðið
í Noregi um þær mundir, sem ísland byggð-
ist.2) Rúnaletur var og hafði lengi verið þekkt
og notað í Vesturlöndum (brezku eyjunum) og
öðrum eyjum þar vestur. Um þær mundir, sem
Islandbyggðist,ogreyndar síðan um langt skeið,
varð notkun rúna í Noregi miklu minni en áður
sýnist hafa verið, en eftir 950 hafa þó verið
gerðir nokkrir minnissteinar með rúnaletri, og
á eynni Mön hafa fundizt um 30 minniskrossar
frá sama tíma.3) En þótt notkun rúna hafi
verið minni í Noregi á 9. og 10. öld en áður
kann að hafa verið, þá voru rúnirnar samt vel
þekktar. Verður því ekki efast um það, að land-
námsmennirnir íslenzku, hvort sem þeir komu
frá Noregi eða af Vesturlöndum, hafa þekkt
rúnaletrið. Bera mörg Eddukvæðanna því ljós-
ast vitni, að rúnaþekking var bæði í Noregi
og á fslandi á 10. öld. f Hávamálum, sem talin
1) Nordisk kultur VI 3 o. s. frv. (Otto v. Friesen).
2) Sbr. Nordisk kultur VI. 84 (Magnus Olsen),
Finnur Jónsson: Rúnafræði, Kbh. 1930, 28—29.
Þessi ritgerð, sem er víst að kalla ið eina, sem birt
hefur verið á íslenzku almennt um rúnir, geymir
glöggt yfirlit, og má telja hana ina þarflegustu.
3) Nordisk kultur VI. 89.