Saga - 1953, Síða 5
349
eru ort á 10. öld, annaðhvort í Noregi eða á
íslandi, stendur t. d. svo í 142. erindi.1)
Rúnar munt þú finna
ok ráðna stafi,
mjök stóra stafi,
mjök stinna stafi
er fáði fimbulþulr,
ok gerðu ginnregin,
ok reist hroptr rögna.
I Sigurdrífumálum2), sem talin eru ort um
900, annað hvort í Noregi eða á íslandi, er
nokkurs konar „rúnafræði", þar sem taldar eru
ýmsar tegundir rúna (sigrúnar, ölrúnar, senni-
lega varnarrúnar við eitri í drykk, bjargrúnar,
brimrúnar, límrúnar, málrúnar, hugrúnar),
sem taldar eru koma að gagni í ýmiskonar
raunum.
I Guðrúnnarkviðu inni fornu3), sem talin
er ort á Islandi á 11. öld, segir í 22. erindi:
Voru á horni
hvers kyns stafir
ristnir ok roðnir,
ráða ek né máttak.
Til Grænlands barst rúnaþekkingin frá ís-
landi, að líkindum, svo sem ráða má af Atla-
málum inum grænlenzku, sem talin eru ort um
1100.4) Sjá 4., 9., 11. og 12. erindi.
1) Útgáfa Guðna Jónssonar (Rvík 1949), 61.
2) Sama staðar 307—311.
3) Samastaðar 372.
4) Sama staðar 413 o. s. frv.