Saga - 1953, Page 9
353
ara stafhæfinga hafa þessir fræðimenn önn-
ur en þau, að minjar með rúnaletri hafa ekki
fundizt eldri en frá því um 1200. En á slíku
er valt að byggja. Engin frumrit eru nú eftir
af því, sem skráð hefur verið á 11. og 12. öld,
nema hluti sá af Reykholtsmáldaga,. sem talinn
er eldri en 1200 og ef til vill brot eitt af Landa-
brigðaþætti Grágásar (AM. 315 fol. litra D).
Sumt hefur verið eftirritað og geymzt þannig,
en margt hefur farið alveg forgörðum. Gizur
Hallsson er t. d. sagður hafa skráð ferðabók
(Flos peregrinationis).1) Sjálf Islendingabók
Ara væri nú ókunn, ef ekki hefði verið gert
eftirrit af handriti af henni frá um 1200 um
miðja 17. öld. Sama er um Hafliðaskrá. Ef
Ari hefði ekki getið lagaskráningar og Hafliða-
skrá hefði ekki verið nefnd í Grágás, þá vissi
nú enginn um hana. Landnámabók Styrmis
fróða er alveg glötuð, enda mundi enginn nú
vita, að hann hafi slíka bók skráð, ef Haukur
lögmaður Erlendsson hefði ekki getið þess í
eftirmála landnámabókar sinnar Enginn veit
nú, hverir handritadýrgripir hafa farið í sjó-
inn 1682 með Hannesi Þorleifssyni, sem safn-
aði hér að forlagi konungs fjölda handrita. Og
enginn veit, hversu mikið fornra íslenzkra
skinnbóka brann í Kaupmannahöfn 1728. Og
enginn veit loks, hversu margt slíkra muna
hefur glatazt hér fyrr og síðar fyrir van-
geymslu og fáfræði eigenda og haldsmanna. Og
sumt var eyðilagt af ásettu ráði um siðaskiptin.
En það eitt má telja vísst, að margt og sumt
1) Sturl. I. 60.
Saga . 23