Saga - 1953, Qupperneq 10
354
mjög mikilsvert hefur það verið. En Islend-
ingar eru svo sem ekki einir um óheppni og
vangeymslu í þessum efnum. Dagatal („Fasti
Danici“) frá 1328 rúnum skráð gaf Ole Worm
t. d. út á 17. öld, en ekki eru nú til örmul af því
riti.1) Og svo mætti lengi rekja. Það má næst-
um kalla tilviljun, hvað geymzt hefur og hvað
hefur glatazt. Frumrit þess, sem kann að hafa
verið hér skráð,, hvort sem það var með rúna-
letri eða latínuletri, til 1200, hafa svo að segja
öll glatazt.
Það er að vísu rétt, að sönnunarbyrði um til-
vist muna eða um atburði frá liðnum öldum
hvílir á þeim, sem slíkt staðhæfa. Um beinar
sannanir er hér fátt, og verður því aðallega
að færa fram óbeinar sannanir (líkur). Það er
jafnan matsatriði, hvort slíkar líkur verði tald-
ar svo ríkar, að ekki sé skynsamleg ástæða til
að efast um þá staðreynd, sem þær beinast að.
Svo má og verða um þá staðreynd, sem hér er
um að tefla, að aldrei verði leiddar svo ríkar
líkur að henni, að öllum þyki nægja til sönn-
unar. Auk þeirrar almennu athugasemdar, sem
áður var greind, líkindanna á því, aÖ einhverir
noti þá kunnáttu og tæki, sem þeir ráða yfir, til
nytsamlegra efna, skal nú tilfæra þær líkur
aðrar, sem kunnar eru og mér koma til hugar
og benda til þess, að menn hafi hér á landi not-
að rúnaletur til þess að láta í ljós hugsanir
sínar og annarra, þangað til latínuletur varð
almenna tækið til þess.
1) Thorsen í ritgerð aftan við Codex runicus
1877, bls. 64.