Saga - 1953, Page 13
357
þær eru honum réttilega eignaðar. En þó að
sagnir sögunnar væru ekki sannar, þá eru þær
vottur um það, að höfundur, sem þykir mjög
líklegur til að hafa verið Snorri Sturluson,
hefur þekkt trúna á töframátt rúna og sagnir
um notkun þeirra.
í 34. kap. Vatnsdælasögu, sbr. og Finnboga-
sögu rama 34. kap., segir, að Jökull Ingimund-
arson hafi reist Finnboga níðstöng og rist
rúnir á með tilteknum formála. Mun hér enn
vera dæmi um notkun rúna í töfraskyni, en
kann þó að gefa í skyn einungis níð og háðung
á hendur Finnboga. Mætti sögn um svo ein-
stæðan atburð hafa geymzt lengi, en hvernig
sem um það er, þá er sögnin vottur um hug-
mynd söguritarans um notkun rúna.
í Grettissögu 79. kap. segir frá því, er fóstra
Þorbjarnar önguls risti rúnir á rekatré eitt,
rauð þar í blóði sínu og kvað yfir galdra. Kem-
ur hér í ljós trúin á töframátt rúna, sem vex,
er blóði er roðið í þær og galdrar (formáli um
ófarir Grettis?) eru yfir kveðnir. Hér sýnist
sama hugsun liggja til grundvallar sem í Egils-
sögu greinir, er Egill rauð blóði sínu í rún-
irnar á horni og setti formálann á níðstöngina.
Enn vottur um trú manna á töframátt rúna og
um hugmyndir manna um notkun þeirra.
Rúnir hafa óefað verið notaðar til stuttra
skýrslna um atburði og til stuttra tjáninga um
sitthvað. Dæmi þar um eru í sögu Gísla Súrs-
sonar 24. og 34. kap. Gísli kemur á bæ Þorkels
bróður síns, sem ekki vill út ganga, fyrr en
Gísli ristir rúnir á kefli og kastar inn til hans.