Saga - 1953, Síða 14
358
öðru sinni segir, að Gísli hafi rist rúnir á kefli,
en ekki segir nánar um það, hvað hann hafi
sett þar.
í Svarfdælasögu segir frá því á tveimur stöð-
um (14. og 15. kap.), að kefli með rúnum á
hafi verið haft til að sanna sögusögn. Sá, er
við keflinu tók, mátti þar með sannfæra sig um,
að sá, er keflið seldi honum í hönd, hafði rétt
að mæla. Hvort sem menn vilja trúa frásögn
sögunnar bókstaflega eða ekki, þá er hún vott-
ur um hugmynd höfundar um notkun rúna í
þessu skyni.
Stuttar frásagnir um atburði hafa sjálfsagt
ósjaldan verið festar á tré með rúnaletri. Vott-
ur um notkun rúna í þessu skyni er í 17. kap.
Svarfdælasögu. Mannlaust skip finnst, en rúnir
eru sagðar hafa verið í því, sem sögðu, hver
hefði fyrir því ráðið. Þó að sennilega megi ekki
treysta sögn þessari bókstaflega, þá er hún
vottur um hugmynd höfundar um notkun rúna-
leturs í þessu skyni.
Frásögninni í Sturl. (Rvík 1946) I. 138 um
afdrif Ingimundar prests Þorgeirssonar og fé-
laga hans svipar til sögusagnar Svarfdælasögu.
Skip Ingimundar prests barst til óbyggða á
Grænlandi árið 1189, en 14 vetrum síðar fannst
skipið og leifar nokkurra þeirra manna, sem
á því höfðu verið, þar á meðal lík prests. Sagt
er, að vax hafi verið hjá líki prests og „rúnar
þær, er sögðu atburð um líflát þeirra“. Þessa
sögn má eflaust telja sannsögulega. Rúnirnar
hafa sennilega verið festar á vaxborið tré-
spjald, sem altítt var að nota á miðöldum.
Gagnslaust er að leiða getur að því, hvort Ingi-