Saga - 1953, Blaðsíða 15
359
mundur prestur hafi rist rúnir þessar eða ein-
hver annar skipverja.
I 3. kap. þáttar Þorsteins uxafótar er mál-
laus kona látin nota rúnir til þess að gera sig
skiljanlega. Sjálfsagt verður þeirri sögn þátt-
arins ekki trúað bókstaflega, en hún sýnist vera
vottur um hugmyndir höfundar um notkun rúna
í þessu skyni, eins og sumar aðrar þær sagnir,
sem greindar hafa verið. Sögnin í 17. kafla Víg-
lundarsögu um notkun rúna sýnir ið sama.
Þá skal greina sagnir um það, að IjóS hafi
veriö rituS rúnum. I Grettissögu eru tvær sagn-
ir um það, önnur í 62., en hin í 66. kap. Þurs-
inn Hallmundur er látin segja dóttur sinni að
rista æfidrápu hans á kefli, og greinir sagan
þar af hálft sjötta erindi í fornyrðislagi. Er
Grettir hafði gengið í gljúfrið í Eyjadalsá og
unnið jötuninn þar í helli einum, risti hann
tvær dróttkvæðar vísur á kefli um afrek sitt.
Vitanlega eru sagnir um atburði þessa tvo
þjóðsögur einar, en þær sýnast merkilegar að
því leyti sem höfundur sögunnar virðist ekkert
telja því til fyrirstöðu, að slíkt sé gert eða að
slíkt hafi raunverulega verið gert.
Þá kemur að sögnum Egilssögu. Líklegt
sýnist, að Egill hafi rist á níðstöng þá, er hann
reisti Eiríki konungi blóðöx og áður getur, vísu
þá, sem í niðurlagi 56. kap. greinir: Svo skyldi
goð gjalda o. s. frv. Þar biður Egill þess, að
goð reki konung úr landi. Níð eða bæn í ljóð-
um var áhrifameiri að trú manna en níð eða
bæn í óbundnu máli, og mun jafnvel vera svo
enn í vitund almennings. Og er því líklegt, að
Egill hafi rist vísuna á níðstöngina, þótt sagan