Saga - 1953, Side 16
360
láti ekki svo vera, enda er hún sama efnis í
aðalatriðum sem formáli sá, sem Egill er sagð-
ur hafa rist á stöngina.
í niðurlagi 59. kap. segir frá því, er Egill
orti Höfuðlausn. Hann yrkir drápuna um nótt
„ok haföi fest svá, at hann mátti kveöa um
morguninn“. Orðið „festa“ getur að vísu merkt
að festa í minni. Og ætti þá að merkja það, að
Egill hefði fest kvæðið allt í minni sér um nótt-
ina. Kvæðið er, svo sem sagan geymir það, 17
erindi með runhendum hætti og 144 ljóðlínur.
Ef Egill hefur ekkert haft til stuðnings, þá
hefur hann innt mikla, ef ekki ótrúlega, minnis-
þraut af hendi. Sagan segir, að Egill hafi fest
kvæðið svo, að hann mátti kveða það. Þetta
orðalag er mjög eðlilegt, ef með því skyldi sagt,
að hann hefði notað þau hljóðtákn, sem hann
áreiðanlega þekkti og kunni að nota, að svo
miklu leyti sem nauðsynlegt var til styrktar
minni sínu. Vera mátti honum ef til vill nægi-
legt að rista rúnum upphaf hvers erindis til
þess að minna sig á erindaröðina. Orðin fest
svá, að hann mátti kveða, sýnast benda til þess,
að söguhöfundur hugsi sér ekki, að Egill hafi
fest gervalt kvæðið, heldur svo mikið af því,
að hann mætti treysta minni sínu um hitt.
Þó að ef til vill megi efast um skilning á
þessari frásögn sögunnar, þá verður ekki efast
um skilning á orðum hennar í 78. kap., þar sem
segir frá aðdraganda að Sonatorreki. Þorgerð-
ur, dóttir Egils, sem ætlaði að svelta sig í hel
eftir sonu sína, er látin mæla þeim orðum við
föður sinn, að hann skyldi lengja svo líf sitt,
að hann mætti yrkja erfikvæði eftir þá, en hún