Saga - 1953, Page 17
361
skyldi „rista á kefli“, sjálfsagt um leið og hann
hefði upp fyrir henni hvert erindi. Kvæðið hef-
ur verið að minnsta kosti 25 erindi með forn-
yrðislagi og 200 ljóðlínur. Finnur Jónsson full-
yrðir,1) að sögn þessi sé „uhistorisk“. Á hann
þar auðvitað ekki við sögnina um það, að Egill
hafi ort kvæðið, heldur við sögnina um það, að
Þorgerður hafi rist það á kefli. Þessi fullyrð-
ing F. J. er annars engum rökum studd. Hún
er einungis í samræmi við þá trú hans, að rúnir
hafi alls ekki verið notaðar á Islandi á þeim
tíma, sem hér greinir, með þeim hætti, sem
sagan segir. En þegar betur er að gáð, þá sýn-
ist ekki ólíklegt, að sögn um harm Egils eftir
sonamissinn og annan aðdraganda Sonatorreks
hafi geymzt með niðjum hans, og að söguhöf-
undur hafi haft hana þaðan. En hvernig sem
það ér, þá ber enn að sama brunni: Höfundur
sögunnar telur alls ekki frágangssök að nota
rúnir í því skyni, sem sagan greinir. Honum
finnst það sjálfsagður hlutur, að því er virð-
ist. Er það og skiljanlegt, því að það hefur ekki
verið mjög ótítt um daga söguhöfundar, að
vísur væru ristar á kefli. Dæmi um slíkt eru í
Sturl. I. 390 frá árinu 1236. Þá fannst drótt-
kvæð vísa rist á kefli á Sauðafelli.
Árið 1241 sendi Oddur Sveinbjarnarson á
Álftanesi Snorra Sturlusyni bréf, sem sagt er
hafa verið ritað „stafkarlaletri“. Gátu þeir
Snorri ekki lesið bréfið, nema svo, að þeim þótti
„vörun nokkur mundi á vera“ (Sturl. I. 453).
1) Aarböger f. nord. oldkyndigh. og historie 1910
292.