Saga - 1953, Page 21
365
meistarar hafi vel og náttúrlega skipað stöfun-
um í sínu máli. Þessir „meistarar eru annars
vegar latneskir fræðimenn (Priscianus) og
hinsvegar íslenzkir. Er ekki ólíklega til getið,
að átt sé við Þórodd og Ara, sem samkvæmt
formálanum höfðu sett stafina í sextán stafa
rúnastafrofinu „í móti“ stöfunum í latínustaf-
rofinu, sem meistari Priscianus hafi sett. Ekk-
ert segir um það, hvort þeir Þóroddur og Ari
hafi nokkuð skráð um athugun og endurbæt-
ur rúnastafrofsins, en naumast sýnist vafi leika
á því, að greinargerð þriðju málfræðiritgerð-
arinnar um sextán stafa rúnastafrofið og auk-
ann við það (tvíhljóðamerkin) *) sé reist á eldri
greinargerð um sama efni. Við slíka greinar-
gerð er sennilega átt í áðurgreindum orðum
formálans, og liggur þá næst að ætla hana eiga
rætur sínar að rekja til þeirra Þórodds og Ara.
Rúnarannsókn þeirra og endurbætur rúnastaf-
rofsins hafa, eins og bráðum verður vikið að,
átt að verða mönnum að gagni framvegis, og
því virðast þeir hljóta að hafa skráð einhverja
greinargerð um niðurstöðu sína.1 2)
B. M. O.3) vill skilja svo orð formálans, að
Ari fróði hafi enga hlutdeild átt í athugun og
endurbótum Þórodds á rúnastafrofinu, heldur
einungis notað verk Þórodds í ritum sínum. í
formálanum er Ara þó beinlínis eignuð hlut-
deild í starfi Þórodds. Hitt er annað mál, að Ari
hefur fært sér það starf í nyt, ef hann hefur
1) Samastaðar_ 42—48.
2) Sbr. B. M. Ó. Runeme o. s. frv. 80 o. s. frv.
3) Sama staðar 59.