Saga - 1953, Side 22
366
notað rúnaletur í bókagerðarstarfi sínu eftir
það, sbr. síðar.
f áðurgreindum orðum formálans felst það,
að þeir Þóroddur og Ari hafi um það mælt,
hver hljóðtákn sextán stafa rúnastafrofsins
skyldu merkja tiltekið hljóðtákn í latínustaf-
rofi, eins og áður víkur að. Og til skýringar því
á að sýna „hinn fyrsta letrshátt" eftir þessu
stafrofi og samsvarandi „letrshátt" eftir staf-
rofi latínumanna. Með öðrum orðum: leiðbein-
ingar á að gefa um það, hvernig rita skuli t. d.
sama orðið rúnastöfum og latneskum stöfum,
eftir því sem þeir Þóroddur og Ari hafi sett ráð
til. En þá liggur nærri að spyrja, hvers vegna
þeir hafi innt þessa andstillingu (samjöfnun)
latneskra stafa og rúnastafanna af hendi. Hvert
var takmark þeirra með því? Fræðilegur áhugi,
kann að verða svarað. En það svar er varla
nægileg skýring. Líklegra er, að takmark þeirra
hafi verið að fullnægja einhverri annarri þörf.
Það, sem til var rúnum skráð, hvort sem það
var mikið eða lítið, mátti mönnum á dögum
Þórodds og Ara, á fyrsta þriðjungi 12. aldar,
vera hugleikið að umrita latneskum stöfum,
sem að minnsta kosti allur kennilýður landsins
gat notað. Það er meira að segja alls ekki ólík-
legt, að Þóroddi, sem hefur sennilega verið
þekktur vegna rúnaþekkingar sinnar og snilld-
ar í rúnagerð, og Ara, sem hefur verið alþekkt-
ur fyrir lærdóm og vitsmuni, hafi verið falin
af biskupum og fleirum stórmennum landsins
rannsókn á þessum atriðum, ef til vill í sam-
bandi við skrásetningu laganna 1117. Ef nokk-
uð af lögunum hefur þá verið skráð rúnaletri,