Saga - 1953, Page 25
369
menn hafi ekki áður verið teknir að nota lat-
ínustafrofið. Ritgerð þessi getur ekki verið
skráð fyrr en um 1130,x) en sennilega eitthvað
síðar. En löngu fyrir þann tíma hafa klerkar
verið eitthvað farnir að nota latínustafrofið
hér á landi. Þó að notkun þess hafi að líkind-
um verið að aukazt og notkun rúna sennilega
verið að minnka, þá víkur höfundur ritgerð-
arinnar hvergi að útrýming rúnaletursins og
lætur það annars alveg afskiptalaust, hvort það
sé notað eða latínuletrið. Hann stefnir einungis
að endurbótum á því, svipað og aðrir (Þórodd-
ur og Ari sennilega) stefndu að endurbótum
á rúnaletrinu. Hvort tveggja letríð mátti nota
samtímis, líkt og menn rituðu ýmist fljóta-
skrift eða snarhönd um eitt skeið, enda sýnist
þekking á rúnaletrinu hafa verið nokkuð al-
menn hér á landi allt fram á 17. öld. Arngrím-
ur lærði, sem sýnir rúnastafrofið í einu rita
sinna, segir að „plurimi“ (þ. e. allmargir eða
jafnvel mjög margir) þá þekki, lesi og skrifi
rúnaletur,1 2) enda sýnist notkun rúnaleturs ekki
eða að minnsta kosti litlu vandasamari eða sein-
legri en notkun latínuleturs, er æfing er fengin
í rúnaletrun.
1) Sbr. F. J. formála D. förste og anden grammat.
afh. III—VI.
2) Crymogæa I. 3. Bibliotheca Arnamagnæana X.,
Kbh. 1951 25, 26. Það, að Arngrímur og aðrir nær
því vörðust allra frétta um rúnir, þegar Ole Worm
spurði þá um þær síðar, hefur verið af ótta við
galdragrun, en ekki af því, að þeir gætu ekki veitt
fræðslu um þær.
Saga . 24