Saga - 1953, Page 26
370
IV.
I II. kafla greinar þessarar hafa nokkuð
verið raktir vitnisburðir Islendingasagna, Grá-
gásar og Sturlungu um notkun rúna á þeim
tímum, sem þær sagnir gerast. Hér skal að lok-
um gera yfirlit um líkindi til notkunar rúna-
leturs annars fram á 12. öld.
Á íslandi stóðu mjög efni til notkunar let-
urs í sambandi við rækslu ýmislegra þjóðfélags-
starfa. Og skal nefna nokkur slíkra atriða.
Ari fróði segir í 2. kap. íslendingabókar, að
maður austrænn, er Úlfljótur hét, hafi haft
út hingað úr Noregi lög þau, er við hann hafi
verið kennd og Úlfljótslög kölluð. Hafi lög þessi
verið flest sett að því, er Gulaþingslög voru
þá. I Hauksbók og Þórðarbók1) segir, að Úlf-
ljótur hafi utan verið að þessu sinni þrjá vet-
ur, í undirbúningi lagasetningarinnar, að því
er ætla má. Lög þessi hafa ef til vill ekki verið
margbrotin í fyrstu, en þó hafa sennilega ver-
ið í þeim kaflar, sem of vaxið mætti sýnast
nokkrum manni að muna nákvæmlega, svo sem
Baugatal, þar sem mælt er um niðgjöld eftir
veginn mann. Tíu flokkar gjaldenda og við-
takenda gjaldanna eru taldir og hversu mikið
hver flokkur skuli taka og gjalda, auk mjög
margra annarra mjög flókinna ákvæða. Bauga-
tal sýnist vera æfafornt, enda hlutu að vera
fyrirmæli um þetta efni þegar í upphaflegum
lögum lýðríkisins íslenzka. Sýnist naumast mjög
ólíklega til getið, að Úlfljótur hafi hjálpað
1) Landnámabók (Rvík 1948) 281, 311.