Saga - 1953, Page 28
372
er skera skyldi úr því hverju sinni, hvað væri
lög um tiltekið efni. Rúnatexti gat verið tor-
ráðinn. Efni mátti skilja á fleiri vegu en einn.
Vafi mátti verða um nýmæli o. s. frv. Það, að
lögsögumanni var heimilað að taka sér aðra
lögspaka menn til umráða, er hann var í vafa,
áður en hann sagði upp tiltekinn lagabálk á
alþingi,1) sannar því ekkert um það, hvort
lögin kunni að hafa verið fest með rúnum að
einhverju leyti eða ekki. Eins og alkunnugt er,
eru lagamenn einatt í vafa um gildi eða skiln-
ing laga nú á dögum, jafnvel þótt öll lög séu
birt á prenti í löggildum útgáfum.
Um setningu einstakra lagaákvæða er fátt,
sem fræðslu má veita um skráningu þeirra.
Fyrirmæli hafa verið sett um rétt fslendinga
í Noregi á dögum Ólafs konungs digra, senni-
lega nálægt 1020. Á dögum ísleifs biskups hef-
ur risið vafi eða ágreiningur um efni þessara
fyrirmæla og aftur á dögum Gizurar biskups,
sonar hans. Sór fsleifur biskup fyrst og menn
með honum um efni þeirra, en síðar Gizur
biskup og nafngreindir menn með honum. Seg-
ir, að Ólafur digri hafi gefið íslendingum þann
rétt, sem hér (þ. e. í skjali því, sem frásögnin
um eið biskupa geymir) er „merkþr“. Verður
þetta ekki öðruvísi skilið en svo, að annað hvort
hafi Gizur biskup haft fyrir sér skjal, er eið-
urinn var unnin, eða það hafi þá eða síðar verið
gert. En þetta skjal sýnist hafa verið rúnum
letrað, því að orðið ,,merkþr“ er naumast haft
1) Grágás I a 209.