Saga - 1953, Side 29
373
um latínustafarit, heldur væri þá haft orðið
„ritinn“, sem og er haft í miklu yngra og lak-
ara handriti af skjali þessu.1) Orðið „merkja“
er haft um rúnaletran í Sigurdrífumálum 7.
erindi („merkja á nagli nauð“) og í 61. erindi
Sólarljóða („rúnir.........merkðar meinliga").
Hér sýnist þá vera vitnisburður um notkun
rúna til letrunar texta á 11. öld.2) En slíkur
vitnisburður segir sennilega meira en það, sem
beinlínis felst í orðum hans. Ef menn hafa
skráð ákvæðin um rétt íslendinga í Noregi
rúnum, þá má naumast ætla, að það sé alveg
einstæður atburður, að þetta sé fyrsta skiptið,
sem menn hafi letrað ákvæði, er miklu máli
þóttu skipta, með þessum hætti. f tíð biskup-
anna fsleifs og Gizurar hafa verið nógu marg-
ir latínulærðir menn til þess að skrá ákvæðin
um rétt íslendinga í Noregi latínuletri, en samt
verður að ætla, að rúnaletrið hafi verið notað.
Sjálfsagt hefur skinn verið notað, og má vænt-
anlega af því ráða, að menn hafi eitthvað tíðk-
að að skrá rúnaletur á skinn. Rúnaletrið hefur
sennilega verið notað, af því að mönnum, jafn-
vel klerkum líka, hefur verið það tamara en
latínuletrið, eða að minnsta kosti jafn tamt.
Varla getur vafi leikið á því, að tíundarlögin,
sem sett hafa verið rétt fyrir 1100, hafi verið
færð í letur. En um hitt veit enginn, hvort þau
hafi verið upphaflega skráð latínuletri eða
rúnaletri. Sama er að segja um samþykktina
1) Dipl. Isl. I 64—70, Grágás Ib 195—197.
2) Sbr. B. M. Ó. Runerne o. s. frv. 30.