Saga - 1953, Blaðsíða 30
374
um fjárlag,1) sem Jón Sigurðsson telur gerða
á alþingi um 1100.
Að sögn Ara fróða í 10. kap. íslendingabókar
var það ákveðið á alþingi sumarið 1117, að lög
vor skyldi „skrifa á bók“. „Þá var ,,skrifað-
ur“ Vígslóði ok margt annað í lögum“. Orðið
„skrifa“ er í fornu máli venjulega haft í merk-
ingunni mála (skrift í kirkjumáldögum merkir
t. d. málaða mynd, t. d. Maríuskrift), en kemur
þó einnig fyrir í hinni merkingunni (latn.
scribere).2) Ari segir í formála íslendingabók-
ar, að hann hafi „skrifað“ bók sína. Athuganda
er, hvort nokkuð verði ráðið af notkun þessa
orðs og hvort nokkuð verði leitt af því að skrifa
á „bók“ um það, hvort Ari eigi við rúnaletur
eða latínuletur. Sýnist þetta mjög óvíst. „Bók“
getur hér ekki annað þýtt en skinnlengjur, sem
vani hefur víst verið að vefja upp, líkt og nú
er einatt gert um pappírsblöð. Ef Ari hefur
orðið „skrifa“ í upphaflegu merkingunni
(,,mála“), þá mætti ætla, að hann ætti fremur
við rúnaritun (sbr. að „fá“ rúnir) en latínu-
stafi. En það er naumast fyrir það girt, að Ari
hafi orðið „skrifað" í merkingunni „scribere",
enda hefur hann auðvitað verið latínulærður.
Verður því naumast nokkuð um það sagt, hvort
lögin hafi veturinn 1117—1118 verið skráð
rúnaletri eða latínuletri.
En sú sögn Ara, að lögin skyldi „skrifa á
bók“, kann mönnum að sýnast benda til þess,
að þau hafi að engu leyti áður verið letruð, og
1) Grágás Ib 192—195, Dipl. Isl. I. 164—167.
2) Sbr. B. M. O Kunerne 32—33.