Saga - 1953, Síða 31
375
á þessi athugasemd við, hvort sem ætlunin var
að festa lögin með rúnum á bók eða latínu-
letri. Þótt lög hefðu að einhverju leyti verið
rúnum skráð áður eða jafnvel latínuletri, svo
sem einhver ákvæði 11. aldar um kirkjuleg efni,
þá hefur sú skráning sennilega verið mjög í
molum og lög þannig skráð einnig í fárra
manna höndum. Allmikil óvissa hefur senni-
lega verið um það, hvað væri lög, bæði um til-
vist laga um tiltekin efni og hvernig skilja ætti
tiltekið ákvæði. Hefur verið tilætlun manna að
bæta úr þessu eftir föngum, bæði með skrán-
ingu þeirra laga, sem þá voru í gildi og við
þótti hlítandi, og með breytingum á þeim og
viðaukum, enda skyldu þeir menn, sem laga-
skráningin var falin, gera „nýmæli“, þ. e. til-
lögur um nýmæli, þar er þeim þætti hlýða. Til-
ætlun manna er bæði að auka og endurbæta
lögin að efni til og að koma þeim á bók í heild
sinni eða að minnasta kosti að miklu leyti. Þá
voru þau komin á einn stað, og unnt var að
skrá lögin upp eftir þeirri „bók“ sem þau höfðu
verið skráð á. Þessi bók var nefnd Hafliðaskrá
eftir Hafliða Mássyni, sem kunnugt er, en eftir
henni voru gerðar aðrar lagaskrár, þar á meðal
skrár handa biskupsstólunum.1) Verður því alls
ekki séð, að skráning laga 1117—1118 brjóti
með nokkrum hætti í bága við hugmyndina um
það, að lögin hafi áður að einhverju leyti verið
letri fest, hvort sem það hefur eingöngu verið
gert með rúnum eða latínustöfum að einhverju
leyti. Allsherjar endurbætur og bálkun laga er
1) Sbr. Grágás Ia 213