Saga - 1953, Side 33
377
vitrustu og bezt menntuðu manna landsins,
verið jafn færir í rúnum og rúnaletrun og í
latneskri leturgerð, t. d. slíkir menn sem Sæ-
mundur fróði, Ari fróði, Hallur Teitsson í
Haukadal, synir Sæmundar fróða og margir
aðrir. Sögn Ara um upplestur kennimanna á
lögunum sker því alls ekki heldur úr um það,
hvort lögin hafi verið skráð rúnum eða latínu-
letri, þó að þessi sögn Ara kunni fremur að
benda til latínuleturs.
Ekki sker heldur nafnið á lögbók þeirri, sem
gerð var 1117—1118, úr um letursháttinn. Hún
hét ,,Hafli8askrá“,1) en í því heiti felst það eitt,
að ritað hefur verið á skinn (,,skrá“), en á
skinn mátti vitanlega setja bæði latínustafi og
rúnastafi, eins og margsagt hefur verið.
Kirkjulöggjöfin hefur ekki verið sett á Haf-
liðaskrá. Tíundarlögin höfðu áður verið sett,
og þau hafa ekki í Hafliðaskrá staðið. Kristin-
réttur er settur í tíð Þorláks Runólfssonar og
Ketils Þorsteinssonar (á árunum 1122—1133).
Ekkert er kunnugt um það, hvort hann hefur
verið rúnum eða latínuletri skráður, en líkur
sýnast þó fremur vera til þess, að latínuletur
hafi verið notað.
í kristinréttinum segir, að varðveizlumaður
kirkju skuli ,,gera á skrá“ máldaga um eignir
kirkju.2) Það eitt má með vissu leiða af þess-
um orðum, að ráðgert er, að máldagar séu settir
1) Sbr. Grágás Ia 213.
2) Grágás Ia 15, II. 17. Sama orðalag er í öllum
þeim gerðum kristinréttar, sem gefnar eru út í Grá-
gás III.