Saga - 1953, Page 34
378
á skinn, en um leturshátt sýnist ekkert verða
þar af ráðið. Alls ókunnugt er og um leturshátt
frumrita þeirra fáu skjala slíkra, sem geymzt
hafa í eftirritum frá fyrri hluta 12. aldar.1)
Reykholtsmáldagi er, eins og sagt hefur verið,
elzta frumritið, en hann er skráður latínu-
stöfum.
Þó að ekki verði nú fullyrt neitt um það,
hvort tíundarlögin, Hafliðaskrá, kristinréttur-
inn eða einstök skjöl hafi verið skráð rúnaletri
eða latínuletri, þá verður auðvitað ekki leidd
neikvæð ályktun þar af um það, að rúnaletur
hafi verið notað til skráningar ýmislegs þess,
er muna þurfti og geymast þurfti. Það letur,
sem menn þekktu frá fornu fari, hefur ekki
horfið allt í einu úr notkun. Rúnaletur og lat-
ínuletur hefur sennilega verið notað nokkuð
jöfnum höndum, alveg eins og sumir skrifuðu
fljótaskrift svonefnda og aðrir snarhandar-
skrift á fyrra hluta 19. aldar.
Eins og kunnugt er, hefur geymzt ógrynni
af ljóðum frá 10. og 11. öld til 12. og 13. aldar
manna. Af því, sem ort hefur verið í norrænu
máli á 10. og 11. öld,. mest af Islendingum og
þó nokkuð af Noregsmönnum, hefur margt
glatazt að vísu, en mjög mikið hefur þó geymzt
í ritum, sem íslendingar hafa skráð. Nær 40
drápur eða flokkar, sumt mjög löng kvæði, eru
enn til frá öldum þessum, og fjöldi lausavísna
hefur líka geymzt frá þessum tímum. Margt
þessara Ijóða er ákaflega torvelt að muna.
1) Dipl. Isl. Nr. 24, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34. Er
og óvíst um nákvæma ársetningu.