Saga - 1953, Page 36
380
menn þá ekki hafa notað það til nauðsynlegra
efna?
Ættvísi hefur lengi verið í hávegum höfð á
Islandi, enda var hún mjög nauðsynleg mai’gra
hluta vegna. Ættartölur hafa vafalaust verið
snemma skráðar. Inar mörgu og miklu ættar-
tölur landnámabóka og Sturlungu, svo að dæmi
séu nefnd, eru vafalaust skráðar eftir eldri
heimildum. Og stofninn í þeim mun vera mjög
gamall. Líklegt má þykja, aðeinhver hafi á
11. öld eða jafnvel fyrr notað letur það, sem
hann þekkti, til skráningar fróðleiks um ættir,
þó að ekki verði bent á neitt sérstakt dæmi um
það.
f nokkrum inum elztu handritum voi’um hef-
ur B. M. Ó.1) talið vera ritminjar frá rúna-
letri, sem bendi til þess, að þau séu rituð eftir
eldra rúnahandriti. Rúnin þurs (þ) er stundum
sett fyrir fyrir þat (skammstöfun), þótt ritað
sé latínuletri,. en það þarf ekki að benda til upp-
haflegs rúnahandrits, með því að stafinn Þ
vantar í latínustafrofið, og lá því alveg beint
við að nota rúnastafinn. En það sýnir þó, að
afritarinn hefur þekkt rúnastafrofið. Merki-
legi’i er notkun í’únastafsins maður (m) í
skammstöfun af orðinu maðr. Þannig er rúna-
stafurinn notaður í ákvæðunum um rétt fslend-
inga í Noregi2) og í elzta bi'otinu (AM 315 D
fol.), sem til er af inum foi’nu lýðríkislögum.3)
Rúnin fé (f) er líka sögð vera í einu handriti
1) Runerne o. s. frv. 40—41.
2) Dipl. Isl. I. 65, nmgr. 4 og 5.
3) Grágás I b 221 1. nmgr.