Saga - 1953, Page 38
382
í öndverðu. En athugunum hans hefur enginn
gaumur verið gefinn, sennilega af því, að sam-
fara þeim athugunum hafa fallið þung orð og
tilefnislaus í garð ýmissa þeirra fræðimanna,
sem við útgáfu fornrita vorra hafa fengizt, og
störf þeirra. En athuganir Kjerulfs eru þó at-
hyglisverðar, enda sýnast oft nást líklegri skýr-
ingar á ýmsum fornkvæðum með aðferð hans,
þeirri að rita texta þeirra rúnum, eins og ætla
má þær upphaflega skráðar, og ráða síðan þær
rúnir, eftir því er sönnu líkast má þykja. Að-
eins tvö dæmi skulu tekin.
Hávamál 53. erindi hljóðar svo eftir hand-
ritum: Lítilla sanda>
lítilla sefa
lítil eru geð guma.
Forfundin mun vera skynsamleg merking í
orðum þessum. Eru geð guma lítilla sanda (og)
lítilla sæva lítil? Eru menn við mikla sanda og
mikla sævi geðstórir? Þetta er líklega upp og
ofan.
Kjerulf letrar þessi vísuorð rúnum,. eins og
hann hyggur þau hafa upphaflega skráð verið,
og fær þá þenna texta:
Litila safa, litila sata litil iru kið kuma.
Telur hann að afritari Hávamála hafi ekki ráð-
ið þetta rétt, heldur eigi að ráða það svo:
Lítilla sátta,
lítilla sefa
lítil eru geð guma.
Og sé merkingin þessi: geð guma lítilla sátta
og lítilla sefa eru lítil. Menn, sem firra sáttum