Saga - 1953, Page 40
384
ast átt við það, að hann hafi verið lengi „á
vörnum" hans, og það virðist því harla óeðlilegt,
að Egill sé í elli sinni að barma sér yfir því,
að hann sé „án konungs vörnum“.
Kjerulf færir orðið „konungs“ til rúnaleturs,
eins og hann telur það hafa upphaflega verið
skráð, og lítur það svo út: „kunuks“, sem bæði
má lesa „konungs" og „kunnugs". Egill er
blindur og þarf því kunnugs (manns) varnir,
meðal annars til þess að hann ræki ekki fæt-
urna í eldinn í skálanum, þar sem hann hafðizt
við, er hann þurfti að verma þá. Hvort sem
Egill hefur sagt á eða án kunnugs vörnum, þá
verður fullt vit í vísunni. Ef hann hefur sagt
á kunnugs vörunum, þá merkir það, að hann
hafi eða þurfi að hafa gæzlu kunnugs manns
í sjónleysi sínu. En ef hann hefur sagt án kunn-
ugs vörnum, þá merkir það, að hann hafi ekki
þá gæzlu kunnugs manns, sem hann þurfi.
Rúnaletur er í rauninni mjög auðritað. Og
það hefur ekki verið seinletraðra en latínu-
letur, eins og það er skráð á inum fornu hand-
ritum vorum („múkaletrið"), sem skráð var
mjög þétt og sett. Hver, sem lærir rúnaletur,
getur sannfært sig um þetta. Hitt er annað
mál, að rúnaletrið hefur oft verið nokkuð tor-
ráðið, þá er færa skyldi rúnatexta til latínu-
lesturs, bæði vegna þess, að stundum kunna
rúnastafir að hafa verið óglöggt skrifaðir og
misritanir að hafa átt sér stað, eins og oft vill
verða, og einkum af því, að hljóðtáknin voru
svo fá, að sami stafur hefur orðið að tákna
mismunandi hljóð, einkum samhljóðendur, svo
sem t (týr) fyrir t og d, k (kaun) fyrir k og g,