Saga - 1953, Qupperneq 41
385
einn stafur í rúnaletri hefur oft verið hafður
fyrir tvo í latínuletri,. svo að ráðning mátti
verða á fleiri vegu en einn. Orðið „Bratr“ rún-
um skráð hefur t. d. bæði getað táknað Brandr
og Brattr, „kunukr“ konungr eða kunnugr,
„matr“, mætr, matr, máttr, mettr o. s. frv.
Svo hafa ritarar skammstafað, og verður vafi
um ráðningu skammstafana. Þá kunna fram-
burðarbreytingar að hafa orðið frá því, er rúna-
texti var skráður, og þar til sá texti var færður
til latínuleturs, og tekur þetta sjálfsagt einkum
til hljóðstafa. Var því engin furða, þó að af-
ritarar hittu ekki allt af á ið rétta, einkum ef
þeir rituðu rúnaletraðar vísur latínuletri, þar
sem þeir hafa stundum ekkert eða lítið botnað
í vísunum.
Áður var talað um líkur til skráningar laga
að einhverju leyti með rúnum, og starf lögsögu-
manns að nokkru. En við fleiri stjórnsýslur
voru atriði tengd, sem voru þannig vaxin, að
ákaflega erfitt eða jafnvel ógerlegt hefði verið
að halda þeim fyllilega og traust í minni, nema
skráningar hefði við notið.
Má þar til nefna ýmis störf goðorðsmanna.
Eins og lcunnugt er, voru goðorð ekki staðbund-
in. Goðorðsmaður mátti eiga þingmenn, hvar
sem var í landsfjórðungi þeim, sem goðorð hans
taldist til, og jafnvel í öðrum fjórðungum, ef
leyfi lögréttu kom til. Svo mátti það verða, að
goðorðsmaður færi af landi brott, forfallaðist
eða léti goðorð af hendi til manns, sem ekki
var fullkunnugt um þingmenn hans. Og enn
gat goðorð gengið að erfðum, ef til vill til alveg
ókunnugs manns. Þegar þannig var farið, mátti
Saga . 25