Saga - 1953, Page 44
388
svæði, hlaut að verða torvelt að muna, hverir
hefðu ár hvert riðið til alþingis og hverir setið
heima. Sjálfsagt hefur þingfararkvöðin almennt
verið lögð á menn árlega til skiptis, því að
mörgum bónda hefur verið óhentugt að eyða
löngum tíma, aldrei minna en hálfri þriðju viku
og sumstaðar allt að sex vikum, til þingfarar
um hábjargræðistíma ársins. Að vísu skyldi
hlutkesti ráða, ef menn urðu ekki á það sáttir,
hverir skyldu hvert ár ríða til alþingis, en lík-
legt er þó, að hitt hafi orðið venjan, að þing-
reiðarkvöðin væri lögð á bændur til skiptis
nokkurn veginn í réttri röð. Þó er líklegt, að
nokkrir stórbændur og lögvitrir menn og ætt-
stórir hafi riðið til þings með goða sínum ár-
lega eð því nær. En hvernig sem því hefur ver-
ið háttað, þá varð goði að hafa það skorðað
hverju sinni hverjum bæri að ríða með hon-
um til alþingis, og hentugt hefði honum verið
að hafa þar letur eða önnur merki til styrktar
minni sínu.
Hreppstjórnarmenn höfðu líka störf með
höndum, þar sem þörf sýnist hafa verið á letur-
notkun. Búendur í hverjum hreppi skiptust,
eins og áður var sagt, í þingfararkaupsbænd-
ur og þá, sem ekki voru svo efnum búnir. Efna-
meiri bændurnir skyldu leggja fátækari bænd-
um árlega eftir þörfum samkvæmt ákvörðun
hreppstjórnarmanna (matgjafir).1) Hefur þá
verið ákveðið, hver skyldi hverjum leggja og
hversu mikið, talið í álnum, aurum, mörkum
eða hundruðum vaðmála. Svo mátti verða, að
1) Grágás Ib 172, II 259—260.