Saga - 1953, Síða 45
389
tveir eða fleiri skyldu einum leggja, eða að sami
bóndi skyldi leggja tveimur eða fleiri fátæk-
um bændum. Slík tilhögun viðgekkst hér á landi
meira en 1000 ár. í stórum hreppum hefur
verið torvelt að muna öll þau skipti, sem þessi
tilhögun hlaut að hafa í för með sér.
Þá skyldu hreppstjórnarmenn einnig ákveða
það, hversu hver bóndi í hreppi skyldi hýsa og
fæða þá fátæka menn, sem fara skyldu um
hreppinn (manneldi).1) Þeir einir hafa sjálf-
sagt verið skyldir til manneldis, sem ekki þurftu
matgjafa. En manneldi var ekki skipt jafnt á
alla, heldur var svo mælt, að jöfn skyldi gisting
vera á hverju hundraði skuldlausu, enda skyldi
hver bóndi segja til á samkomu, á hversu mörg
hundruð hjá sér skipta skyldi manneldi.2)
Hreppstjórnarmenn hefðu þá þurft að leggja
það á minnið, hversu mörg hundruð hver bóndi
í hreppnum taldi sig eiga og jafna svo mann-
eldi eftir því. A skyldi t. d. hýsa og fæða fá-
tækan mann 14 nætur, B 10 nætur o. s. frv. 1
mannmörgum hreppum sýnist þetta tvennt,
hundraðatala hvers eins og manneldisnætur,
hafa verið svo mikið minnisverk, að hætt hefði
verið við því, að eitthvað hefði brjálast, ef
hreppstjórnarmenn hafa ekkert skráð um það.
Eftir lögtöku tíundar, laust fyrir 1100, komu
ný verkefni á hendur hreppstjónarmönnum.
Hreppsmenn, bæði bændur og aðrir, sem eignir
áttu, skyldu telja fram fé sitt á hreppssamkomu
og vinna eið að. Og svo átti að reikna það eftir
1) Grágás Ib 172, II 259—260.
2) Grágás II 147.