Saga - 1953, Blaðsíða 46
390
ákvæðum tíundarlaganna, hversu mikið hver
skyldi gjalda. Hreppur fékk fjórðung tíundar
almennt og alla tíund, er inir eignaminnstu,
sem þó skyldu tíund svara, áttu að gjalda.
Tíundum þessum skiptu hreppstjórnarmenn
svo milli fátækra í hreppnum.1) Biskup skyldi
taka fjórðung tíundar, og er naumast efi á
því, að umboðsmaður hans hefur letrað það,
hversu hver skyldi gjalda, annaðhvort rún-
um eða latínustöfum. Með sama hætti hefur
hreppstjórnarmönnum verið nauðsynlegt að
letra fjáreign hvers gjaldþegns og það, hversu
hver skyldi gjalda hreppnum, einkum í fjöl-
mennum hreppum, hvort sem notað var rúna-
letur eða latínustafir. Auðvitað er ekki loku
fyrir það skotið, að hreppstjórnarmenn hafi
notið aðstoðar klei’ka eftir lögtöku tíundar, og
að þeir klerkar hafi skráð latínuletri þau efni,
sem um hefur verið rætt. En ekki er þó síður
líklegt, að rúnaletrið hafi verið notað í fyrstu,
enda óvíst, að hreppstjórnarmenn hafi þá al-
mennt getað notfært sér latínuskrif.
Lögsögumaður skyldi hvert sumar að þing-
lausnum segja upp „misseristal.... ok tína
imbrudagahald ok föstuiganga". Síðan áttu
goðar á leiðarþingum að birta „missiristal ok
imbrudagahald ok langaföstu ígang“.2) Lög-
sögumanni var því skylt að halda rétt almanak
(calenarium) og goðum var skylt að miðla þing-
mönnum sínum þeirri þekkingu, sem var mjög
áríðandi. LFndarlegt mætti þykja, ef menn hefðu
1) Grágás Ib 206, II 47.-48.
2) Grágás Ia 209; 112. Sbr. Ia 37.