Saga - 1953, Side 47
391
ekki neytt rúnaþekkingar sinnar til þess að
styðja minni sitt í þessu efni hér, alveg eins og
menn gerðu sér almanök síðar með latínustöf-
um og reyndar bæði í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð með rúnastöfum,1) enda þótt frá síðari
tímum sé en hér er miðað við.
Minni manna í fornöld, bæði þeirra, sem
stjórnsýslu höfðu á hendi og annarra, hefur
sjálfsagt verið upp og ofan, eins og nú á dög-
um. Sumir hafa haft stálminni, aðrir hafa verið
meðallagi minnugir og sumir haft lélegt minni.
Sumir hafa lært mikið af vísum, kvæðum og
síðar sálmum og bænum og munað margt af
því, sem þeir höfðu lært, en aðrir hafa að vísu
lært mikið, en ekki haldið því vel í minni sínu,
og enn aðrir hafa lítið lært og lítið munað. En
engin trygging var fyrir því, að stjórnsýslu-
mennirnir væru sérstaklega úr flokki næmu og
minnistraustustu mannanna. Goðar komust að
valdi sínu fyrir sakir alls annars en gáfna eða
minnis, og hreppstjórnarmenn hafa almennt
verið kjörnir meðal efnaðri bænda, og meir
farið eftir því, hvort þeim væri treystandi til
hagsýnnar og ráðvandlegrar meðferðar starfa
síns, en ekki lögð sérstök áherzla á minni þeira.
Það var aðeins kostur með öðrum kostum. Flest
af þeim ljóðum, bænum og sálmum, sem fólk
hefur lært utan að og munað, hefur áður verið
í letur fært. Höfundarnir hafa venjulega séð
um það. Utanaðlærdómur fólks og minni á slík
efni er því ekki nein sönnun þess, að aldrei hafi
verið letri fest það, sem það lærði og mundi.
1) Nordisk Kultur VI. 110, 140, 242.