Saga - 1953, Page 50
Arngrímur ábóti Brandsson
A
og bróðir Eysteinn Asgrímsson.
Ræktarsemi hefur mér allt af þótt konung-
leg dyggð. Mér þótti það því og skemmtilegt
til að vita, að „yngstu lærisveinar Sigurðar
prófessors Nordals sendu honum kveðju á 65
ára afmæli hans í ritgerðasafni, er þeir nefndu
„Á góðu dægri“. Ein ritgerða þessara, sem er
eftir Gunnar Finnbogason cand. mag, nefnist
svo: „Var bróðir Eysteinn í Þykkvabæ höfund-
ur Lilju“? Um byrjenda-galla á ritgerð þessari
skal ekki sérstaklega fengizt. En við athugun
hennar vaknar sterkur grunur hjá manni um
það, að niðurstöður ritgerðarinnar séu ráðnar,
áður en höf. hefur gert heimildarannsóknir
sínar, sem, eins og sýnt mun verða, eru að
ýmsu leyti harla gallaðar.
Það má aldrei höfund henda að skapa sér
niðurstöður fyrir fram, því að réttar heimild-
ir, rétt rök og réttar ályktanir verða algerlega
að ráða niðurstöðum, en ekki vilji eða óskir
þess, er ritar. Auðvitað kemur það fyrir hvern
mann, sem iðkar fræði, að honum oft, þegar
hann að upphafi verks er lauslega að virða
fyrir sér heimildirnar, sem hann á að vinna
úr, kann að detta lausn í hug, sem honum
þykir skemmtileg, og kann þá líka að gæta