Saga - 1953, Síða 53
397
Gunnar Finnbogason reynt að sanna, og ætla
ég hér að athuga, með hvaða rökum það hefur
verið gert, og hvernig það hefur tekizt.
Sönnunargögn höf. eru þrenns eðlis. I fyrsta
lagi það, sem kunnugt er samanlagt af heim-
ildum, góðum og lélegum, um það sem ég
kalla Eysteinana báða. í öðru lagi það, sem
greinarhöf. þykir vera kunnugt um Arngrím
ábóta Brandsson á Þingeyrum, er allt að hans
dómi lýtur að því„, að Arngrímur ábóti sé sá
bróðir Arngrímur í Þykkvabæ, er lenti í óhæfu-
verkunum með bróður Eysteini þar, en það sýni
ljóslega, að Eysteinarnir báðir séu einn maður.
1 þriðju lagi, hvað skrafdrjúgt höfundi Lilju
verði í kvæðinu um djöfulinn, sem beri vott um
alveg óvenjulega syndavitund hans, er ekki
geti stafað af öðru en því, að hann hafi drýgt
einhver alveg yfirgengileg ódáðaverk, og geti
það þá ekki verið önnur en uppsteiturinn í
Þykkvabæjarklaustri og það, sem honum fylgdi.
Það er ekki hægt að fara lengra út í þetta,
nema áður sé bent á þá einkennilegu trú grein-
arhöfundar, „að á öllum tímum hefur það ætíð
verið svo, að sá, sem sat í dýflissu í gær, getur
verið orðinn herra vor á morgun“. Það er að
vísu rétt, að slíkt getur komið fyrir, en svo
örsjaldan, að nokkuð er hæpið að gera það að
kenningu með svona föstu orðalagi, sem ligg-
ur við að skíni út úr, að þetta hafi verið og
sé nokkuð algild regla; það var og er í raun-
inni þvert á móti. Mann furðar beinlínis á því,
að ekki skuli renna tvær grímur á greinarhöf.,
þegar hann er búinn að komast að þeirri niður-
stöðu, að báðir hinir brotlegu bræður hafi kom-