Saga - 1953, Qupperneq 54
398
izt til æðstu meta, og manni dettur beinlínis
í hug að spyrja, hvað hafi orðið þess valdandi,
að þriðji óspektarbróðirinn, Magnús, sem einn
annáll nefnir, skuli ekki einnig hafa komizt til
æðstu tignar.
Greinarhöf. hermir frá því, að nokkur óreiða
hafi verið á stjórn íslenzku klaustranna á fyrri
helmingi 14. aldar, þótt allt sé það mjög svo
orðum aukið. 1 upptalningu greinarhöf. er farið
allt of langt í þeim efnum. Missætti það, sem
varð milli Guðmundar ábóta á Þingeyrum og
Auðunar biskups, er höf. tilfærir, vottar ekki
neitt um það, að „klausturhald hér á fyrri hluta
14. aldar hafa gengið skrykkjótt“, því að stað-
urinn, sem gerinarhöf. vitnar í, tiltekur ljós-
lega, hvert deiluefnið (tíundarmál) hafi verið,
og jafnframt, að ábóti og bræður hafi staðið
saman, svo að ekki verður af þessu ráðið, „að
nokkurt los hafi komizt á klausturhald hér og
ekki verið sá agi í klaustrunum sem skyldi“.
Þegar segir frá því, að tekin hafi verið ábóta-
stétt af Þórði Guðmundarsyni á Helgafelli,
bætir greinarhöf. því við, að verið hafi „óvíst
um orsakir". Er þá heldur djarflegt að álykta
nokkuð af því um agaleysi í klaustrum og los
á klausturhaldi. Til frávikningar gátu legið
margar orsakir, þótt allt væri í bezta lagi í
klaustrinu. Ábótinn gat hafa orðið geðveikur
eða verið haldinn öðrum sjúkdómi, t. d. holds-
veiki, er gerði hann óhæfan til ábótadæmis,
enda hefðu annálar naumast legið á því, ef
misferlum hefði verið um að kenna. Sama gild-
ir þá og um Andrés ábóta dreng í Viðey og
Þóri ábóta á Munkaþverá. Hið eina í upptaln-