Saga - 1953, Page 55
399
ingunni, sem fær staðist, er frásagan af því,
þegar kanúkarnir á Möðruvöllum 1317 komu
ekki allsgáðir neðan frá Gásakauptúni og
kveiktu þá af gáleysi í klaustrinu. Um þetta
atriði vísar greinarhöf. til Lögmannsannáls —
það má hér skjóta því inn, að hentugra er að
vísa til ártala í annálum heldur en til blað-
síðna í ákveðnum útgáfum, einsog höf. gerir —,
sem að vísu er fullgóð heimild, en betra hefði
verið að fara eftir Laurentius sögu, sem segir
ítarlegar frá þessu. Hefði höf. þá hlotið að
forðast það, að flokka uppreisn bræðranna á
Möðruvöllum gegn Laurentiusi biskupi, sem
hann telur hafa orðið 1328—29, en var reyndar
1329, undir los og vantandi klaustraaga, því
að þar verður ljóst, að bræðurnir voru aðeins
að reyna að verja rétt klaustursins, einsog þeir
skildu hann, gegn sætt, sem dómarar í Möðru-
vallamálum höfðu komið á á milli þeirra og
biskups, en þeir töldu ólöglega. Málstaður
þeirra var réttur, en þeir töpuðu þó málinu
fyrir erkibiskupi, meðfram vegna formgalla af
hendi umboðsdómaranna, þeirra Jóns biskups
Halldórssonar og Þorláks Loptssonar ábóta.
Enda þótt það komi ekki þessu máli við, má
geta þess, að mál þetta er stórmerkilegt. Það
snerist, ef til vill, um svo kallaða exemptio allra
íslenzkra klaustra, hugsanlega þó ekki nema
um exemptio íslenzkra kanúkaklaustra, en það
minnsta kosti áreiðanlega um exemptio Möðru-
vallaklausturs; þyrfti einhver kunnáttumaður
að gera því merka máli skil, en það verður þó
að bíða og láta sig um sinn. Mál þetta var að
vísu afleiðing af ávirðingu bræðranna 1317, en