Saga - 1953, Side 56
400
þó alveg sjálfstætt. Ef greinarhöf. hefði glöggv-
að sig á Laurentinus sögu, hefði hann og orðið
þess vísari, að hann flokkar rangt mál Þing-
eyraklausturs við Auðun biskup og síðar Lau-
rentius biskup, en í því máli beið Laurentius
biskup lægri hlut.
Enda þótt lítið verði af þessum dæmum
greinarhöf. dregið um los og agaleysi á Islenzk-
um klaustrum, eru næstu dæmi hans þeim mun
óhugnanlegri vottur um, að hann hefur ekki
alveg rangt fyrir sér í þessu efni. Hann segir
þar frá nunnunni í Kirkjubæ, sem kastað hafði
Guðs líkama um náðhústré og gert ýmislegt
fleira af sér, en verið brennd fyrir. Síðan bætir
greinarhöf. við: „En þó kastaði fyrst tólfun-
um í Þykkvabæjarklaustri, þar sem ábótinn var
rekinn í brott, en bræður réðu sér sjálfir“.
Er hér heldur öfuglega að orði komizt, því að
ekki verður þetta skilið öðru vísi en svo, að
greinarhöf. haldi, að það sé meiri glæpur að
reka á burt ábótann en að misfara Guðs lík-
ama. Hann mun í þann svipinn ekki hafa mun-
að, eða jafnvel alls ekki vitað, að heilagt sakra-
menti, það sem ókaþólskir menn mundu kalla
vígðar oflátur og vígt vín, var og er í augum
kaþólskra manna sannur og raunverulegur lík-
ami Guðs og blóð. Geta má nærri, hvort var
verra að drýgja glæp við Guð sjálfan eða klaust-
urábóta, enda átti greinarhöf. að get séð það
á því, hver var mismunurinn á hegningum
þeim, sem lagðar voru á fyrir brotin.
Annars er það ákaflega eftirtektarvert, hver
stígandi er í frásögn annála af þessum atvik-
um báðum, þeirra sem yfirhöfuð geta þeirra.