Saga - 1953, Page 57
401
Sést það með því að bera frásögn Skálholts-
annáls af uppsteytinum í Þykkvabæ og söguna
þar af nunnunni, sem brennd var í Kirkjubæ,
saman við frásögu Lögmannsannáls og Flat-
eyjarannáls af þeim atburðum. Lætur Skál-
holtsannáll atvikin í Þykkvabæ gerast 1342
og lýsir þeim síðan svo, og er lagt út á ís-
lenzku: „Ágreiningur milli herra Þorláks ábóta
og bræðra í Veri útaf ýmsum greinum. Herra
ábóti ætlaður að sigla, það er eigi varð fram-
gengt. Síðan fór herra Þorlákur ábóti til Við-
eyjar með ráði síra Sigmundar (þ. e. Sigmund-
ur Einarsson, er þá var officialis í Skálholts
biskupsdæmi og síðar varð príor í Benedikts-
klaustrinu í Viðey), rétt einsog flóttamaður.
Var hann þar eftirfarandi vetur“. Frá þessu
segir svo í Lögmannsannál: „Tók hann (þ. e.
Jón biskup Sigurðarson) Arngrím og Eystein,
bræður í Veri í Þykkvabæ, ad correctionem
(þýðir hér að líkindum hýðing eða að minnsta
kosti líkamleg hegning) fyrir það, er þeir
börðu á Þorláki ábóta sínum. Var Arngrímur
settur í tájárn, en Eysteinn í hálsjárn". Sömu
atvika getur svo í Flateyjarannál: „Jón bisk-
up fangaði Arngrím, Eystein og Magnús bræð-
ur í Þykkvabæ fyrir það, að þeir höfðu barið
á Þorláki ábóta sínum. Þeir urðu og opinberir
að saurlífi; sumir að barneign".
Sagan af nunnunni er á þessa leið í Skál-
holtsannál: „Brennd systir ein í Kirkju(bæ),
er gefist hafði púkanum með bréfi“. Lög-
mannsannáll segir svo frá þessu: Item de-
graderaði hann (þ. e. Jón biskup Sigurðarson)
systur í Kirkjubæ um páfa blasphemiam (þ. e.
Saga . 26