Saga - 1953, Qupperneq 58
402
lastmæli um páfann), og síðan var hún brennd“.
En Flateyjarannáll lýsir þessu með svofelld-
um hætti: „Brennd systir ein í Kirkjubæ, er
Kristín hét, er hafði gefizt púkanum með bréfi.
Hún hafði og misfarið með Guðs líkama og
kastað aftur um náðhústré, lagizt með mörg-
um leikmönnum".
Að jafnaði er það segin saga, að því útflúrs-
lausari sem frásaga annáls er, því trúlegri er
hún, en því skreyttari sem hún er, því líklegra
er, að málum sé blandað og viðaukið. Kunnugt
er talið, að Flateyjar annáll sé ritaður á Vest-
fjarðakjálkanum eða í Húnavatnssýslu, en víst
er, að Lögmannsannáll er ritaður norðanlands,
og þá líklegast á Breiðabólstað í Vesturhópi,
því að höfundurinn var prestur þar. Um Skál-
holtsannál er hins vegar ókunnugt, hvar hann
er saminn. Nú er stígandinn í frásögnunum
efalaus, og er frásögn Skálholtsannáls einföld
og útbrotalaus, frásaga Lögmannsannáls nokkru
viða- og skrúðmeiri, en frásögn Flateyjar-
annáls er skrúðmest og bragðmest. Af því virð-
ist mega álykta, að Skálholtsannáll muni sann-
leikanum næstur og því saminn í tímalegu og
rúmlegu nágrenni við sjálfa atburðina, en að
frásagnir hinna, sem sannanlega eru ritaðir
fjarri atburðunum, séu mengaðri landsrómi
og þeim ýkjum, sem færast á slíkar sögur á
langri leið um munna margra manna. Það
bætir ekki úr skák, að frásögunum ber engan
veginn saman, og sum atvikin, sem skýrt er
frá, eru þess eðlis, að fjarska erfitt mun hafa
verið að koma þeim í framkvæmd og að koma
þeim upp, og er hér átt við það, þegar nunnan