Saga - 1953, Page 59
403
í Kirkjubæ átti að hafa kastað Guðs líkama
aftur um náðhústré. Af þessu verður að álykta
það, sem að vísu er alkunnugt, að beita verði
allri rýni og dómgreind við frásögur annála,
ekki síður en við hreinar þjóðsögur, sem að
jafnaði eru ekki að neinu hafandi, enda þótt
kunni að vera í þeim sannleikskorn,, því að
ómögulegt er að rata á það.
Greinarhöf. heldur því fram, að bróðir Ey-
steinn í Þykkvabæ og bróðir Eysteinn í Helgi-
setri, og þá jafnframt höfundur Lilju, séu
einn og sami maður. Samtímis heldur hann
því fram, að Arngrímur ábóti Brandsson á
Þingeyrum sé sami maður og bróðir Arngrím-
ur í Þykkvabæ. Verður því að athuga nokkuð,
hvað vitað er um þennan eða þessa Eysteina,
og allt, sem vitað er um þennan eða þessa Arn-
gríma, og hvernig það stendur af sér, þar eð
höf. telur þá kenningu sína, að Arngrímur í
Þykkvabæ og Arngrímur ábóti séu einn og
sami maður, vera styrka stoð undir þeirri skoð-
un, að Eysteinn í Þykkvabæ og Eysteinn í
Helgisetri séu einn maður.
Skal nú kanna, hvað um Arngrím eða Arn-
grímanna er vitað. Eómversku tölurnar vísa
til annálanna í útgáfu Gustav Storms:
1. 1327 (a): „Jón biskup (Halldórsson) sendi
síra Arngrím sinna vegna (þ. e. til Noregs
til þess af sinni hálfu að standa fyrir
Möðruvallamálum). Varð sú lykt á málum
þeirra, að með viturleik sínum vann síra
Egill (Eyjólfsson) öll Möðruvallamál“.
(IX, sbr. VII, sem segir nokkuð svipað
frá, en ársetur það 1329).