Saga - 1953, Page 61
405
ur að áreiðargerð Orms biskups á 4 jarðir
í Skagafirði (D. I. III, nr. 33).
10. 1358 (a): „Síra Þorsteinn Hallsson tók of-
ficialatum á prestastefnu í Skagafirði, en
Amgrímur aflagði“ (VI. Ártalið vafalítið
rangt fyrir 1357).
(b) „1357 herra Jón biskup skalli fór
út ad curiam að impetrera (þ. e. á páfa-
garð að ná í) biskupsstólsins á Hólum á
íslandi. Prestar í Hólabiskupsdæmi af-
sögðu hlýðni viður Arngrím ábóta, því að
hann var borinn ljótum málum“(VIII, IX),
er þó ársetja þetta réttilega 1357. Þá segir
IX, að Arngrímur hafi verið borinn „hin-
um ljótustum málum“. 1IX er bætt inn með
annarri hendi: „Var Arngrímur og af-
settur officialatu og ábótadæmi, og sagð-
ist játazt hafa undir predikaralifnað“.
11. 1358 (a): „Skipuðu þeir Arngrím aftur í
ábótastétt á Þingeyrum visitatores (þ. e.
síra Eyjólfur kórsbróðir Brandsson og
bróðir Eysteinn Ásgrímsson úr Helgi-
setri), en hann hafði uppgefið og svarið
sig í predikaraklaustur í Björgvin“ (VII).
(b): „Skipuðu þeir Arngrím aftur í
ábótastétt að Þingeyrum, gefandi engan
gaum að heiti hans eður annarri úfrægð,
er á honum var“ (IX).
12. 1359, 31. maí, staðfestir Jón biskup Eiríks-
son bréf Orms biskups um aftöku kenni-
manns skyldar á Gilja og skipar, að svo
skuli haldast, meðan Arngrímur sé ábóti
á Þingeyrum (D. I. III, nr. 97) .