Saga - 1953, Qupperneq 62
406
13. 1359, 3. júní, úrskurðaði Jón biskup Eiríks-
son, að beiðni Arngríms ábóta, Þingeyra-
klaustri alla laxveiði í Laxá fyrir Hjalta-
bakka landi (D. I. III, nr. 98).
14. 1361, 25. júlí, sömdu þeir Árni bóndi Bárð-
arson í Ásbjarnarnesi í Víðidal og Am-
grímur ábóti um próventugjöf Árna til
Þingeyraklausturs (D. I. III, nr. 151).
15. 1361: Obitus (þ. e. andlát) Arngríms ábóta
af Þingeyrum festum (svo fyrir festo)
reliquiarum (þ. e. helgra dóma messa)'
(VIII, sbr. VI, sem ársetur andlátið 1362,
en þessi annáll virðist setja ýmsa atburði
ári of seint, sbr. 6 (a) hér að framan; þá
getur þessi annáll ekki dánardægursins,
sem litlu máli skiptir, því að sú hátíð var
alls staðar sitt á hvað, jafnvel í sama
biskupsdæmi, og fór eftir því, hvaða helga
dóma kirkjurnar áttu).
Þar með er talið það, sem heimildir eru fyrir
um Arngrím þennan eða Arngríma þessa, nema
hvað víst er, að ábótinn orti Guðmundardrápu
og samdi Guðmundarsögu.
Greinarhöf. rekur söguna svo, að þetta sé
allt einn maður, og setur það ekki fyrir sig, að
bróðir Arngrímur í Þykkvabæ var kanúki af
reglu heilags Augustini, en Arngrímur ábóti
Brandsson var munkur af reglu heilags Bene-
dikts. Reynir hann að koma þessu heim á eftir-
farandi hátt.
(I) Þegar síra Arngrímur í Odda gekk í
klaustur, hafi hann farið í kanúkaklaustrið í
Þykkvabæ.
(II) Þar hafi hann svo orðið brotlegur við